MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News (EN)
  • Aktuelles (DE)
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule

ÚRSLIT: LOKAMÓT MEISTARADEILDAR LÍFLANDS 2025

5/4/2025

 
Picture
Lokamót Meistaradeildar Líflands 2025 fór fram í troðfullri HorseDay höllinni á Ingólfshvoli í gær, föstudaginn 4. apríl. Það var allt lagt undir en síðustu stig tímabilsins voru í boði og spennan í hámarki þegar sterkustu knapar landsins stigu á svið. Keppt var í Tölt T1 og Flugskeiði í gegnum höllina en úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu sprettum kvöldsins!

TÖLT: ÁSMUNDUR OG HLÖKK SIGRA MEÐ MAGNAÐA SÝNINGU

Picture
Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði heilluðu dómara og áhorfendur með kraftmikilli og glæsilegri frammistöðu. Þau unnu sannfærandi sigur í töltinu með einkunnina 9,06 og tryggðu sér þar með verðmæt stig í einstaklingskeppninni. En þessa má geta að þetta er hæsta einkunn sem gefin hefur verið í Tölti í Meistaradeildinni. Í 2. sæti komu Þorgeir Ólafsson og Aspar frá Hjarðartúni og var frammistaða þeirra glæsileg í þeirra fyrstu keppni og hlutu þeir einkunnina 8,61. Í 3. sæti voru það Gústaf Ásgeir Hinriksson á hinni fasmiklu Össu frá Miðhúsum og hlutu einkunnina 8,44. Það voru frábærir tölthestar og knapar sem settu tóninn fyrir kvöldið!
​ 
​Það var lið Sumarliðabæjar sem sigruðu liðakeppnina í Tölti og stóðu efst í heildar liðakeppninni með 290 stig fyrir skeiðið. Hjarðartún var þá í 2. sæti með 280,5 stig og Topreiter með 257 stig í 3. sæti. 
Picture
Í einstaklingskeppninni skaut Ásmundur Ernir sér aftur í toppsætið með 51 stig. Þorgeir í 2. sæti með 43.5 stig og Eyrún Ýr, sem var efst fyrir kvöldið, komin í 3. sæti. Þegar þarna var komið við sögu var stutt á munum í bæði einstaklings og liðakeppninni og því ljóst að gott gengi í Flugskeiðinu myndi ráða úrslitum í því hverjir stæðu efstir eftir kvöldið og  myndu sigra Meistaradeild Líflands 2025!

Flugskeið: Konráð Valur og Kastor fóru hraðast

Picture
Í flugskeiðinu munaði örfáum sekúndubrotum á efstu knöpum. Það var þó Konráð Valur Sveinsson á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk sem flaug hraðast yfir marklínuna á tímanum 5.64 og tryggðu sér sigurinn. En það fór svo að liðsfélagar hans röðuðu sér í næstu tvö sætin og hlaut því Topreiter fullt hús stiga í liðakeppninni og sigruðu hana með miklum yfirburðum. En Eyrún Ýr Pálsdóttir og Friðsemd frá Kópavogi voru í 2. sæti á tímanum 5.76 og Árni Björn Pálsson og Ögri frá Horni 1 í 3. sæti á tímanum 5.58 – allt þaulvanir skeiðsnillingar.
Picture

Einstaklingskeppnin 2025

Picture
Að loknu Flugskeiðinu ríkti mikil eftirvænting hvernig stigin myndu raðast og hvort hún myndi breytast frá því í töltinu. Ásmundur, sem leiddi fyrir skeiðið, kom stigalaus út úr skeiðinu sem reyndist honum dýrkeypt. En með frábærum árangri Eyrúnar í skeiðinu, sem tryggi henni 10 stig, innsiglaði hún þar með sigur í einstaklingskeppninni með 53 stig og sigrar Meistaradeild Líflands 2025. Eyrún Ýr hefur átt frábært og jafnt tímabil í vetur og fengið stig úr öllum greinum nema einni.  Einungis tveimur stigum á eftir henni var Ásmundur Ernir með 51 stig. Ásmundur átti einnig góðu gengi að fanga og var með flesta sigra í vetur, eða þrjá, en stigalaus út úr öllum skeiðgreinum sem reyndust honum dýrkeypt. Einungis hálfu stigi á eftir Ásmundi var Þorgeir Ólafsson með 50.5 stig - og þar með voru efstu þrjú sætin í einstaklingskeppninni ráðin eftir gríðarlega spennandi samkeppni í allan vetur. 

Liðakeppnin 2025

Picture
Það var hart barist allt tímabilið í liðakeppni Meistaradeildar Líflands 2025 – en það var á lokamótinu sem úrslitin réðust. Eftir æsispennandi kvöld og spennu upp á síðasta stig voru það knaparnir í Sumarliðabæ tryggðu sér sigurinn með 323 stig.
Keppnin var svo jöfn að aðeins sex stig skildu á milli þeirra og næsta liðs Topreiter sem kom sterkt inn eftir Flugskeið með fullt hús stiga sem dugði þó ekki til. Hjarðartún fylgdi svo þétt á eftir í 3. sæti með 313,5 stig og setti pressu á toppsætin allt til enda. Það var krafturinn, samheldnin og breiddin í liði Sumarliðabæjar sem gerði gæfumuninn. Þeir höfðu sýnt stöðugleika allt tímabilið, en þegar mest á reyndi, stigu þeir upp og innsigluðu sigurinn í einni hörðustu liðakeppni sem deildin hefur séð.
Meistaradeild Líflands 2025 lauk með látum – fullt hús, gæsahúðastemning og topp knapar sem sýndu að Meistaradeild Líflands er ein sterkasta keppni í Íslandshestaheiminum í dag. Nú tekur við biðin eftir næsta tímabili – en það verður erfitt að toppa þessa stemningu, áræðni og samheldi sem við höfum orðið viti af í vetur.

Stjórn Meistaradeildarinnar vill þakka knöpum, liðseigendum, styrktaraðlinum og ekki síst þeim sjálfboðaliðum sem hafa komið að deildinni í vetur. Án ykkar hefði þetta ekki tekist! Að lokum viljum við óska knöpum og liðseigendur til hamingju með árangurinn ykkar!

Takk fyrir okkur.
​Stjórn Meistaradeildar Líflands!

LOKAKVÖLD MEISTARADEILDAR LÍFLANDS: RÁSLISTI

4/4/2025

 
Picture
Í kvöld er komið að lokakvöldi Meistaradeildar Líflands þar sem keppt verður í bæði Tölti og Flugskeiði. Lífland býður öllum frítt í stúkuna en þeir sem vilja tryggja sér frátekið sæti geta pantað hlaðborð í veislusal HorseDay hallarinnar fyrir keppni. Húsið opnar 17:00. Hægt er að panta HÉR en aðeins eru takmörkuð sæti sem fylgja hlaðborðinu (230 stk), og ef þau klárast er samt nóg pláss í stúkunni!

​Fyrir þá sem komast ekki í höllina verður keppnin sýnd í beinni útsendingu á www.eidfaxitv.is þar sem hægt verður að fylgjast með keppninni og kappkostað verður að senda stemninguna úr höllinni heim í stofu!

Sjáumst í kvöld! 

Ráslisti – Tölt
1 Teitur Árnason Fjalar frá Vakurstöðum Top Reiter
2 Aðalheiður A. Guðjónsdóttir Hulinn frá Breiðstöðum Ganghestar/Margrétarhof
3 Bylgja Gauksdóttir Goði frá Garðabæ Fet/Pula
4 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum Hestvit/Árbakki
5 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir/Hest.is
6 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum Hjarðartún
7 Þorgeir Ólafsson Aspar frá Hjarðartúni Sumarliðabær
8 Árni Björn Pálsson Hríma frá Kerhóli Top Reiter
9 Sigurður V. Matthíasson Kostur frá Þúfu í Landeyjum Ganghestar/Margrétarhof
10 Hanna Rún Ingibergsdóttir Hvarmur frá Brautarholti Fet/Pula
11 Glódís Rún Sigurðardóttir Vikar frá Austurási Hestvit/Árbakki
12 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti Hrímnir/Hest.is
13 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg Sumarliðabær
14 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni Hjarðartún
15 Sara Sigurbjörnsdóttir Dísa frá Syðra-Holti Ganghestar/Margrétarhof
16 Hanne Smidesang Tónn frá Hjarðartúni Fet/Pula
17 Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka Sumarliðabær
18 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum Hestvit/Árbakki
19 Helga Una Björnsdóttir Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku Hjarðartún
20 Flosi Ólafsson Röðull frá Haukagili á Hvítársíðu Hrímnir/Hest.is
21 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi Top Reiter

Ráslisti – Flugskeið
​
1 Þorgeir Ólafsson Væta frá Leirulæk Sumarliðabær
2 Sigurður V. Matthíasson Bylgja frá Eylandi Ganghestar/Margrétarhof
​3 Þórarinn Ragnarsson Freyr frá Hraunbæ Hjarðartún
4 Aðalheiður A. Guðjónsdóttir Hörpurós frá Helgatúni Ganghestar/Margrétarhof
5 Teitur Árnason Sigurrós frá Gauksmýri Uppboðssæti
6 Hanna Rún Ingibergsdóttir Orka frá Kjarri Fet/Pula
7 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási Hrímnir/Hest.is
8 VILLIKÖTTUR Hestvit/Árbakki
9 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni Top Reiter
10 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi Hestvit/Árbakki
11 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk Top Reiter
12 Jóhann Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum Fet/Pula
13 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni Hjarðartún
14 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk Hrímnir/Hest.is
15 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri Sumarliðabær
16 Eyrún Ýr Pálsdóttir Friðsemd frá Kópavogi Top Reiter
17 Hanne Smidesang Drottning frá Þóroddsstöðum Fet/Pula
18 Benjamín Sandur Ingólfsson Fáfnir frá Efri-Rauðalæk Sumarliðabær
19 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bríet frá Austurkoti Hestvit/Árbakki
20 Ásmundur Ernir Snorrason Krafla frá Syðri-Rauðalæk Hrímnir/Hest.is
21 Daníel Gunnarsson Smári frá Sauðanesi Ganghestar/Margrétarhof
22 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði Hjarðartún
Picture

LOKAMÓT: TÖLT OG FLUGSKEIÐ

31/3/2025

 
Picture
Á föstudaginn næsta, 4. apríl nk., fer fram lokamót Meistaradeildar Líflands þar sem keppt verður í Tölti T1 og flugskeiði í gegnum höllina. Keppni hefst stundvíslega klukkan 19:00 í HorseDay Höllinni, Ingólfshvoli á Tölti.

LÍFLAND býður frítt í stúkuna að þessu sinni fyrir alla sem mæta en fyrir þá sem vilja gera kvöldið enn betra verður að vanda glæsilegt steikarhlaðborð á staðnum og þeir sem panta fyrir fram fá frátekið sæti á besta stað í stúkunni.
Húsið opnar klukkan 17:00 og er tilvalið að koma með fjölskyldunni eða vinahópnum og njóta áður en keppnin hefst.

Fyrir þá sem komast ekki í höllina verður keppnin sýnd í beinni útsendingu á www.eidfaxitv.is þar sem hægt verður að fylgjast með keppninni og kappkostað verður að senda stemninguna úr höllinni heim í stofu!

Steikarhlaðborð og frátekið sæti í stúkunni!
Hlaðborðið er hlaðið dýrindis veitingum, kjöti og fjölbreyttu meðlæti, steiktu og fersku grænmeti og bragðgóðum sósum. Þetta er veisla sem kitlar bragðlaukana!
– Verð 4.990 kr. Pantaðu HÉR.
Ásamt hlaðborðinu eru í boði úrval veitinga í veislusal HorseDay hallarinnar!

Það er óhætt að segja að mikil spenna ríki í stigakeppninni, bæði í einstaklings- og liðakeppninni, og stutt á milli efstu sæta. Eyrún Ýr Pálsdóttir leiðir einstaklingskeppnina fyrir lokakvöldið en einungis tveimur stigum á eftir henni er Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með 40 stig, Ásmundur Einar Snorrason í þriðja sæti með 39 stig og Þorgeir Ólafsson þar á eftir með 33.5 stig. 

Liðakeppnin er ekki síður spennandi en lið Sumarliðabæjar leiðir með 240.5 stig en fast á hæla þeirra, aðeins einu stigi frá með 239.5 stig, eru tvö lið - Hjarðartún og Topreiter. Þar á eftir kemur lið Ganghesta/Margrétarhofs með 218.

Þar sem keppt er í tveimur greinum á lokakvöldinu er nóg af stigum eftir í pottinum og alveg óljóst hverjir hver úrslitin verða í Meistaradeild Líflands 2025!   

Ekki láta það fram hjá þér fara hverjir muni standa uppi sem sigurvegarar Meistaradeildar Líflands 2025!

Sjáumst á föstudaginn !
Picture

TÖLT T1 OG FLUGSKEIÐ: BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR SKRÁNINGU Í UPPBOÐSSÆTI!

31/3/2025

 
Picture
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti í Tölti T1 ásamt Flugskeiði í gegnum höllina sem fer fram föstudaginn 4. apríl næstkomandi. Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 2. apríl kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á [email protected].
​
​Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar hér: https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html​
​
„1.6 Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem aukaknapi í deildinni. Hann vinnur sér ekki inn stig nema ef knapi sé í liði í deildinni þá safnar hann stigum í einstaklingskeppninni. Þátttökugjald er 50.000 kr án VSK, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi kl. 12 á hádegi á skráningardegi gilda. Meðan að tilboð eru að berast inn þá upplýsir stjórn bjóðendur ef að hærra tilboð en það sem er hæst hverju sinni berst. Ef fleiri en eitt tilboð eru jöfn þegar að skráningu lýkur þá öðlast þau öll keppnisrétt. Stjórn skal samþykkja knapa.“

SKEIÐMÓT: ÚRSLIT

29/3/2025

 
Picture
Skeiðmót Meistaradeildar Líflands hófst á Gæðingaskeiði og var keppnin virkilega spennandi og var eftirtektarvert hversu margir sprettir tókust vel miðað við árstíma. Það var Árni Björn Pálsson sem sigraði með miklu öryggi á Álfamær frá Prestsbæ með 8.75. Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk voru í 2. sæti með 8.42 og Þorgeir Ólafsson og Mjallhvít frá Sumarliðabæ 2 í 3. sæti með 7.96. 
Picture
Að loknu Gæðingaskeiðinu var komið að 150m básaskeiði. Eftir æsispennandi lokasprett stóðu Hans Þór Hilmarsson og Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði uppi sem sigurvegarar á tímanum 14.51 sek. Eyrún Ýr Pálsdóttir og Sigurrós frá Gauksmýri  höfnuðu í 2. sæti á 14.59 sek. og í 3. sæti voru Þórarinn Ragnarsson Bína frá Vatnsholtiá 14.61 sek.  
Picture
Í liðakeppninni sigraði lið Top Reiter Gæðinskeiðið með 58 stig og lið Hjarðartúns sigraði 150m skeið með 53 stig. Enn leiðir lið Sumarliðabæjar með 240.5 en fast á hæla þeirra eru lið Top Reiter og Hjarðartúns með 239.5 stig í 2.-3 sæti. 
Picture
Það ríkir mikil spenna í bæði einstaklings- og liðakeppninni. Ásmundur Ernir Snorrason sem hefur haldið forystu hingað til er nú í 3. sæti með 39 stig, Aðalheiður Anna í 2. sæti með 40 stig og skaut Eyrún Ýr Pálsdóttir sér upp í 1. sæti    með 43 stig.

​Næst sjáumst við 4. apríl þegar lokamót Meistaradeildar Líflands fer fram þegar keppt verður í Tölti og Flugskeiði í gegnum höllina ásamt því að sigurvegari Meistaradeildar Líflands 2025 verður krýndur. Sjáumst þá!
Niðurstöður úr gæðingaskeiðinu
1 Árni Björn Pálsson Álfamær frá Prestsbæ 8,75
2 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 8,42
3 Þorgeir Ólafsson Mjallhvít frá Sumarliðabæ 2 7,96
4 Hinrik Bragason Trú frá Árbakka 7,88
5 Eyrún Ýr Pálsdóttir Heiða frá Skák 7,79
6 Bjarni Jónasson Eðalsteinn frá Litlu-Brekku 7,75
7 Sigurður Vignir Matthíasson Hlekkur frá Saurbæ 7,71
8 Hanna Rún Ingibergsdóttir Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk 7,63
9 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum 7,58
10 Sigursteinn Sumarliðason Liðsauki frá Áskoti 7,54
11 Daníel Gunnarsson Strákur frá Miðsitju 7,38
12 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni 7,25
13 Hans Þór Hilmarsson Penni frá Eystra-Fróðholti 7,04
14 Viðar Ingólfsson Sjafnar frá Skipaskaga 7,00
15 Sigurður Sigurðarson Rauðskeggur frá Kjarnholtum I 6,96
16 Gústaf Ásgeir Hinriksson Eik frá Efri-Rauðalæk 6,88
17 Jón Ársæll Bergmann Harpa frá Höskuldsstöðum 6,46
18 Jóhanna Margrét Snorradóttir Prins frá Vöðlum 6,42
19 Benjamín Sandur Ingólfsson Álfatýr frá Skíðbakka I 6,13
20 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Erla frá Feti 3,92
21 Ásmundur Ernir Snorrason Askur frá Holtsmúla 1 3,54

Niðurstöður Skeið 150m 
1 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 14,51
2 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri 14,59
3 Þórarinn Ragnarsson Bína frá Vatnsholti 14,61
4 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hörpurós frá Helgatúni 14,65
5 Þorgeir Ólafsson Hátíð frá Sumarliðabæ 2 14,79
6 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 14,81
7 Benjamín Sandur Ingólfsson Rangá frá Torfunesi 14,82
8 Árni Björn Pálsson Þokki frá Varmalandi 15,06
9 Helga Una Björnsdóttir Salka frá Fákshólum 15,14
10-11 Daníel Gunnarsson Skálmöld frá Torfunesi 15,19
10-11 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi
15,19 12 Sigurður Vignir Matthíasson Magnea frá Staðartungu 15,37
13 Guðmundur Björgvinsson Svala frá Rauðalæk 15,60
14 Ásmundur Ernir Snorrason Snædís frá Kolsholti 3 15,74
15 Hanna Rún Ingibergsdóttir Flótti frá Meiri-Tungu 1 15,78
16 Flosi Ólafsson Orka frá Breiðabólsstað 15,92
17 Bjarni Jónasson Eðalsteinn frá Litlu-Brekku 16,08
18 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 16,25
19-22 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum 0,00
19-22 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 0,00
19-22 Glódís Rún Sigurðardóttir Saga frá Sumarliðabæ 2 0,00
19-22 Hinrik Bragason Sæla frá Hemlu II 0,00 
​​

SKEIÐMÓT: Ráslisti

29/3/2025

 
Picture
Gæðingaskeið
​1Gústaf Ásgeir HinrikssonEik frá Efri-RauðalækHestvit / Árbakki
2Konráð Valur SveinssonKastor frá Garðshorni á ÞelamörkTopreiter
3Sigurður V. MatthíassonHlekkur frá SaurbæGanghestar / Margrétarhof
4Hans Þór HilmarssonPenni frá Eystra-FróðholtiHjarðartún
5Benjamín Sandur IngólfssonÁlfatýr frá Skíðbakka ISumarliðabær
6Hanna Rún IngibergsdóttirSirkus frá Garðshorni á ÞelamörkFet / Pula
7Sigurður SigurðarsonRauðskeggur frá Kjarnholtum IHrímnir / Hest.is
8Hinrik BragasonTrú frá ÁrbakkaHestvit / Árbakki
9Jón Ársæll BergmannHarpa frá HöskuldsstöðumSumarliðabær
10Daníel GunnarssonStrákur frá MiðsitjuGanghestar / Margrétarhof
11VILLIKÖTTURHjarðartún
12Bjarni JónassonEðalsteinn frá Litlu-BrekkuFet / Pula
13Eyrún Ýr PálsdóttirHeiða frá SkákTopreiter
14Ásmundur Ernir SnorrasonAskur frá Holtsmúla 1Hrímnir / Hest.is
15Aðalheiður A. GuðjónsdóttirErla frá FetiGanghestar / Margrétarhof
16Jakob Svavar SigurðssonJarl frá KílhrauniHjarðartún
17Þorgeir ÓlafssonMjallhvít frá Sumarliðabæ 2Sumarliðabær
18Árni Björn PálssonÁlfamær frá PrestsbæTopreiter
19Jóhann RagnarssonÞórvör frá LækjarbotnumFet / Pula
20Viðar IngólfssonSjafnar frá SkipaskagaHrímnir / Hest.is
21Jóhanna Margrét SnorradóttirPrins frá VöðlumHestvit / Árbakki

Ráslisti – 150 m. skeið
1Þórarinn RagnarssonBína frá VatnsholtiHjarðartún
1Aðalheiður A. GuðjónsdóttirHörpurós frá HelgafelliGanghestar / Margrétarhof
2Árni Björn PálssonÞokki frá VarmalandiTopreiter
2Gústaf Ásgeir HinrikssonSjóður frá ÞóreyjarnúpiHestvit / Árbakki
3Flosi ÓlafssonOrka frá BreiðabólsstaðHrímnir / Hest.is
3Bjarni JónassonEðalsteinn frá Litlu-BrekkuFet / Pula
4Jón Ársæll BergmannRikki frá Stóru-Gröf ytriSumarliðabær
4Konráð Valur SveinssonKjarkur frá Árbæjarhjálegiu IITopreiter
5Glódís Rún SigurðardóttirSaga frá Sumarliðabæ 2Hestvit / Árbakki
5Daníel GunnarssonSkálmöld frá TorfunesiGanghestar / Margrétarhof
6Jóhann RagnarssonÞórvör frá LækjarbotnumFet / Pula
6Þorgeir ÓlafssonHátíð frá Sumarliðabæ 2Sumarliðabær
7Helga Una BjörnsdóttirSalka frá FákshólumHjarðartún
7Ásmundur Ernir SnorrasonSnædís frá Kolsholti 3Hrímnir / Hest.is
8Eyrún Ýr PálsdóttirSigurrós frá GauksmýriTopreiter
8Sigurður V. MatthíassonMagnea frá StaðartunguGanghestar / Margrétarhof
9Hanna Rún IngibergsdóttirFlótti frá Meiri-Tungu 1Fet / Pula
9Hinrik BragasonSæla frá Hemlu IIHestvit / Árbakki
10Hans Þór HilmarssonVorsól frá Stóra-VatnsskarðiHjarðartún
10Sigurður SigurðarsonTromma frá SkúfslækHrímnir / Hest.is
11Guðmundur BjörgvinssonSvala frá RauðalækUppboðsknapi
11Benjamín Sandur IngólfssonRangá frá TorfunesiSumarliðabær

SKEIÐMÓT: 150M SKEIÐ OG GÆÐINGASKEIÐ

27/3/2025

 
Picture
Næstkomandi laugardag, 29. mars, verður fyrsta skeiðmót ársins þegar keppt verður í 150 metra skeiði og gæðingaskeiði í Meistaradeild Líflands.
Keppni hefst klukkan 13:00 á Brávöllum, Selfossi og hvetjum við alla hestaáhugamenn til að mæta á staðinn og sjá vökrustu hesta landsins etja kappi 
Fyrir þá sem ekki komast verður mótið sýnt í beinni útsendingu á www.eidfaxitv.is, þar sem einnig verða tekin viðtöl við keppendur og aðra gesti og reynt að fanga stemminguna eins og hún gerist best heim í stofu.

Dregið verður í rásröð í beinni útsendingu hjá EiðfaxaTV fimmtudaginn 27. mars en þá mun koma í ljós hverjir mæta til leiks. Ekki láta það fram hjá ykkur fara.

​Sjáumst á Selfossi!

150M SKEIÐ OG GÆÐINGASKEIÐ: BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR SKRÁNINGU Í UPPBOÐSSÆTI!

22/3/2025

 
Picture
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti í 150m skeiði ásamt gæðingaskeiði sem fer fram laugardaginn 29. mars næstkomandi. Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 26. mars kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á [email protected].
​
​Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar hér: https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html​
​
„1.6 Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem aukaknapi í deildinni. Hann vinnur sér ekki inn stig nema ef knapi sé í liði í deildinni þá safnar hann stigum í einstaklingskeppninni. Þátttökugjald er 50.000 kr án VSK, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi kl. 12 á hádegi á skráningardegi gilda. Meðan að tilboð eru að berast inn þá upplýsir stjórn bjóðendur ef að hærra tilboð en það sem er hæst hverju sinni berst. Ef fleiri en eitt tilboð eru jöfn þegar að skráningu lýkur þá öðlast þau öll keppnisrétt. Stjórn skal samþykkja knapa.“

GÆÐINGALIST 2025: ÚRSLIT

15/3/2025

 
Picture
Keppt var í Meistaradeild Líflands í HorseDay höllinni í gær í Gæðingalist.  Litlu sem engu munaði í einkunn á tveim efstu sætunum, þeim Ásmundur Erni Snorrasyni á Hlökk frá Strandarhöfði og Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur á Flóvent frá Breiðstöðum. Ásmundur Ernir og Hlökk frá Strandarhöfði voru það par sem hæsta einkunn hlutu fyrir ákaflega kraftmikla og glæsilega sýningu og hlutu í einkunn 8,43. Aðalheiður og Flóvent lentu í öðru sæti með einkunnina 8.40. Í þriðja sæti voru Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ með 8.07. 
Picture
Stigahæsta lið kvöldsins var Ganghestar/Margrétarhof en fyrir hönd þeirra kepptu þau Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Ragnhildur Haraldsdóttir og villikötturinn Bergur Jónsson. Lið Sumarliðabæjar leiðir enn liðakeppnina með 176.5 stig, Hjarðartún í öðru sæti með 155.5 stig og Ganghestar/Margrétarhof í þriðja með 150.5 stig. Nóg er eftir að stigum í pottinum að loknum 4 greinum en 4 greinar eru eftir. 
Picture
Mikið var af glæsilegum sýningum og var ótrúlegt að sjá tilþrif kvöldsins og hversu undirbúin knapar og hross voru fyrir kvöldinu. Margir gerður sér ferð á Ingólfshvol til að fylgjast með en það var Hydroscand á Íslandi sem bauð frítt í stúkuna. Næsta keppnisgrein í Meistaradeildinni er skeiðmótið sem fer fram laugardaginn 29. mars næstkomandi á Brávöllum á Selfossi. Sjáumst þar!
Picture
1 Ásmundur Ernir Snorrason Hrímnir / Hest.is 8.43
2 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ganghestar / Margrétarhof 8.40
3 Ragnhildur Haraldsdóttir Ganghestar / Margrétarhof 8.07
4 Eyrún Ýr Pálsdóttir Top Reiter 7.87
5 Helga Una Björnsdóttir Hjarðartún 7.83
6 Jakob Svavar Sigurðsson Hjarðartún 7.77
7 Þorgeir Ólafsson Sumarliðabær 7.67
8 Jón Ársæll Bergmann Sumarliðabær 7.60
9 Bergur Jónsson VILLIKÖTTUR Ganghestar / Margrétarhof 7.57
10 Arnhildur Helgadóttir Hjarðartún 7.50
11 Jóhanna Margrét Snorradóttir Hestvit / Árbakki 7.47
12 Glódís Rún Sigurðardóttir Hestvit / Árbakki 7.47
13 Hanne Oustad Smidesang Fet / Pula 7.40
14 Gústaf Ásgeir Hinriksson Hestvit / Árbakki 7.30
15 Ólafur Andri Guðmundsson VILLIKÖTTUR Fet / Pula 7.30
16 Teitur Árnason Top Reiter 7.03
17 Védís Huld Sigurðardóttir Sumarliðabær 6.93
18 Valdís Björk Guðmundsdóttir Hrímnir / Hest.is 6.87
19 Bylgja Gauksdóttir Fet / Pula 6.73
20 Benedikt Ólafsson VILLIKÖTTUR Top Reiter 6.63
21 Viðar Ingólfsson Hrímnir / Hest.is 0.00

GÆÐINGALIST 2025: RÁSLISTI

13/3/2025

 
Picture
1 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 Sumarliðabær
2 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar/Margrétarhof
3 Gústaf Ásgeir Hinriksson Gýmir frá Skúfslæk Hestvit/Árbakki
4 Viðar Ingólfsson Vigri frá Bæ Hrímnir/Hest.is
5 Villiköttur Fet/Pula
6 Teitur Árnason Hafliði frá Bjarkarey Top Reiter
7 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum Hjarðartún
8 Villiköttur Ganghestar/Margrétarhof
9 Bylgja Gauksdóttir Askja frá Garðabæ Fet/Pula
10 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg Sumarliðabær
11 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bútur frá Litla-Dal Hestvit/Árbakki
12 Eyrún Ýr Pálsdóttir Leynir frá Garðshorni á Þelamörk Top Reiter
13 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir/Hest.is
14 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað Hjarðartún
15 Hanne Smidesang Tónn frá Hjarðartúni Fet/Pula
16 Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka Sumarliðabær
17 Villiköttur Top Reiter
18 Valdís Björk Guðmundsdóttir Hervar frá Svignaskarði Hrímnir/Hest.is
19 Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli Hestvit/Árbakki
20 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar/Margrétarhof
21 Arnhildur Helgadóttir Frosti frá Hjarðartúni Hjarðartún

GÆÐINGALIST: HYDROSCAND BÝÐUR FRÝTT Í STÚKUNA

10/3/2025

 
Picture
Á föstudaginn 14. mars n.k. verður keppt í Gæðingalist í Meistaradeild Líflands og hefst keppnin stundvíslega klukkan 19:00. Keppnin verður haldin í HorseDay Höllinni, Ingólfshvoli. HYDROSCAND Á ÍSLANDI  býður ykkur frítt í stúkuna svo þið getið upplifað keppnina í einstakri stemningu á staðnum. Fyrir þá sem vilja gera kvöldið enn betra verður glæsilegt steikarhlaðborð á staðnum, og gestir sem panta fyrir fram fá frátekið sæti á besta stað í stúkunni. Njóttu ljúffengrar máltíðar með okkur áður en keppnin hefst.  Pantanir fara fram á HÉR. Húsið opnar klukkan 17:00. 

Fyrir þá sem komast ekki í höllina verður keppnin sýnd í beinni útsendingu www.eidfaxitv.is þar sem hægt verður að fylgjast með keppninni ásamt áhugaverðum viðtölum og kappkostað er að senda stemninguna úr höllinni heim í stofu!

Steikarhlaðborð og frátekið sæti í stúkunni!
Hlaðborðið er hlaðið dýrindis veitingum, kjöti og fjölbreyttu meðlæti, steiktu og fersku grænmeti og bragðgóðum sósum. Þetta er veisla sem kitlar bragðlaukana!  ​
-Verð 4.990kr.
 Pantaðu HÉR.

Ásamt hlaðborðinu eru í boði úrval veitinga í veislusal HorseDay hallarinnar!

.Sjáumst á föstudaginn!

Gæðingalist: BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR SKRÁNINGU Í UPPBOÐSSÆTI!

8/3/2025

 
Picture
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti í Gæðingalist sem fer fram föstudaginn 14. mars næstkomandi.
Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 12. febrúar kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á [email protected].
​
​Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar hér: https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html​
​
„1.6 Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem aukaknapi í deildinni. Hann vinnur sér ekki inn stig nema ef knapi sé í liði í deildinni þá safnar hann stigum í einstaklingskeppninni. Þátttökugjald er 50.000 kr án VSK, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi kl 12 á hádegi á skráningardegi gilda. Meðan að tilboð eru að berast inn þá upplýsir stjórn bjóðendur ef að hærra tilboð en það sem er hæst hverju sinni berst. Ef fleiri en eitt tilboð eru jöfn þegar að skráningu lýkur þá öðlast þau öll keppnisrétt. Stjórn skal samþykkja knapa.“

Þorgeir Ólafsson og Aþena frá Þjóðólfshaga 1 sigra fimmgang Meistaradeildar Líflands 2025

1/3/2025

 
Picture
Það fór svo að Þorgeir Ólafsson og Aþena frá Þjóðólfshaga 1 voru ótvíræðir sigurvegarar kvöldsins eftir að hafa leitt forkeppnina með 7,47 í einkunn og héldu þeirri forystu í úrslitum og unnu með 7,88. Í öðru sæti voru Jón Ársæll Bergmann og Harpa frá Höskuldsstöðum með einkunnina 7.81 og í því þriðja Ásmundur Ernir Snorrason og  Askur frá Holtsmúla 1 með einkunnina 7.60.
Picture
Lið Sumarliðabæjar sigraði í liðakeppni kvöldsins með 58 stig en allar þrír knapar liðsins voru í A-úrslitum, þeir Þorgeir Ólafsson, Jón Ársæll Bergmann og Benjamín Sandur Ingólfsson. Lið Sumarliðabæjar leiðir nú liðakeppnina með 142.5 stig, Hjarðartún í öðru sæti með 110.5 stig og Topreiter í þriðja með 105.5 stig. Nóg er eftir að stigum í pottinum að loknum 3 greinum en 5 greinar eru eftir. 
Picture
Spennan var mikil fyrir kvöldinu, glæsileg hross voru skráð til leiks og var áhorfendastúkan í höllinni  þéttsetinn en það var Toyota Selfossi sem bauð frítt í stúkuna. Næsta keppnisgrein í Meistaradeildinni er Gæðingalist sem fer fram föstudaginn 14.mars næstkomandi í HorseDay höllinni. Hægt er að byrja panta í hið margómaða hlaðborð og fá þar með fráttekið sæti á besta stað í stúkunni. Tryggið ykkur sæti HÉR ​og sjáumst þá!
Picture

FIMMGANGUR: TOYOTA SELFOSSI BÝÐUR Í STÚKUNA

26/2/2025

 
Picture
Á föstudaginn 28. febrúar n.k. verður keppt í fimmgangi í Meistaradeild Líflands og hefst keppnin stundvíslega klukkan 19:00. Keppnin verður haldin í HorseDay Höllinni, Ingólfshvoli. TOYOTA SELFOSSI  býður frítt í stúkuna, þannig að áhorfendur geta tryggt sér sæti og upplifað keppnina í einstakri stemningu á staðnum. Fyrir þá sem vilja gera kvöldið enn betra verður glæsilegt steikarhlaðborð á staðnum, og gestir sem panta fyrir fram fá frátekið sæti á besta stað í stúkunni. Pantanir fara fram á HÉR. Húsið opnar klukkan 17:00. Njóttu ljúffengrar máltíðar með okkur áður en keppnin hefst.

Fyrir þá sem komast ekki í höllina verður keppnin sýnd í beinni útsendingu á www.eidfaxitv.is þar sem hægt verður að fylgjast með keppninni ásamt áhugaverðum viðtölum þar sem kappkostað verður að senda stemninguna úr höllinni heim í stofu!

Steikarhlaðborð og frátekið sæti í stúkunni!
Aðalréttir:
  • Fyllt kalkúnabringa
  • Hægeldað og grillað lamb
Meðlæti:
  • Bakaðar kartöflur kryddaðar með hvítlauk og timían
  • Ristað rótargrænmeti
  • Sætkartöflusalat með döðlum og heslihnetum
  • Perlubyggsalat með kryddjurtum og grilluðum paprikum
  • Brokkolí- og trönuberjasalat
  • Laufsalat fyrir ferskleika
Sósur
  • Rauðvínssósa og villisveppasósa 
​-Verð 4.990kr.


.Sjáumst á föstudaginn!


Fimmgangur: BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR SKRÁNINGU Í UPPBOÐSSÆTI!

23/2/2025

 
Picture
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti í fimmgangi sem fer fram föstudaginn 28. febrúar næstkomandi.
Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 26. febrúar kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á [email protected].
​
​Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar hér: https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html​
​
„1.6 Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem aukaknapi í deildinni. Hann vinnur sér ekki inn stig nema ef knapi sé í liði í deildinni þá safnar hann stigum í einstaklingskeppninni. Þátttökugjald er 50.000 kr án VSK, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi kl 12 á hádegi á skráningardegi gilda. Meðan að tilboð eru að berast inn þá upplýsir stjórn bjóðendur ef að hærra tilboð en það sem er hæst hverju sinni berst. Ef fleiri en eitt tilboð eru jöfn þegar að skráningu lýkur þá öðlast þau öll keppnisrétt. Stjórn skal samþykkja knapa.“

Slaktaumatölti T2: Niðurstöður

7/2/2025

 
Picture
Ásmundur Ernir Snorrason landaði sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni en þau Hlökk áttu glæsilega forkeppni og stóðu efst eftir forkeppni með 8,47. Þau sigldu síðan úrslitin af öryggi og lönduðu gullinu með einkunnina 8,12. Dýrmæt stig fyrir Ásmund sem hefur nú tekið forustuna í einstaklingskeppninni með 19 stig.

Picture
Í öðru sæti varð Arnhildur Helgadóttir á Frosta frá Hjarðartúni og í því þriðja varð Helga Una Björnsdóttir á Ósk frá Stað en þær kepptu báðar fyrir lið Hjarðartúns sem var stigahæst í kvöld með 53,5 stig. Jakob Svavar Sigurðsson og Hrefna frá Fákshólum kepptu einnig fyrir liðið og enduðu rétt við A úrslitin.​

Ásmundur leiðir einstaklingskeppnina, Aðalheiður er önnur með 18 stig og þriðji er Jón Ársæll Bergmann með 13,5. Sumarliðabær leiðir liðakeppnina með 84,5 stig, Hjarðartún er þar á eftir með 76 stig og þriðja er lið Hrímnis/Hest.is með 69,5 stig.

Við sjáumst næst í HorseDay höllinni eftir þrjár vikur, 28. febrúar, þegar keppt verður í fimmgangi! 


Picture
ÚRSLIT T2
1 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 8,12
2 Arnhildur Helgadóttir Frosti frá Hjarðartúni 7,92
3 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað 7,88
4 Teitur Árnason Hrafney frá Hvoli 7,54
5 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 7,38
6 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi 7,17
7-8 Jón Ársæll Bergmann Díana frá Bakkakoti 7,50
7-8 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum 7,50
9-10 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni 7,43
9-10 Gústaf Ásgeir Hinriksson Draumur frá Feti 7,43
11 Þorgeir Ólafsson Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 7,17
12 Védís Huld Sigurðardóttir Skorri frá Skriðulandi 7,13
13 Jóhanna Margrét Snorradóttir Gýmir frá Skúfslæk 7,03
14 Sigurður Vignir Matthíasson Kostur frá Þúfu í Landeyjum 7,00
15 Sara Sigurbjörnsdóttir Hátíð frá Garðsá 6,70
16 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti 6,53
17 Bylgja Gauksdóttir Askja frá Garðabæ 6,50
18 Glódís Rún Sigurðardóttir Ottesen frá Ljósafossi 6,43
19 Flosi Ólafsson Sunna frá Haukagili Hvítársíðu 5,77
20-21 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 5,30
20-21 Ástríður Magnúsdóttir Steinar frá Stíghúsi 5,30
22 Jóhann Kristinn Ragnarsson Kjarnveig frá Dalsholti 4,67

Ath: Slaktaumatölt hefst  kl. 20:00 í kvöld

6/2/2025

 
Picture
Ákveðið hefur verið að fresta um klukkustund keppni í slaktaumatölti í Meistaradeildar Líflands. Viðburðurinn mun því hefjast kl. 20:00 í stað 19:00.

Við vilju minna ykkur á að HRINGDU býður frítt í stúkuna, þannig að áhorfendur geta tryggt sér sæti og upplifað keppnina í einstakri stemningu á staðnum. Fyrir þá sem vilja gera kvöldið enn betra verða veitingar í boði, m.a. glæsilegt hlaðborð. Gestir sem panta fyrir fram fá frátekið sæti á besta stað í stúkunni. Pantanir fara fram á Dineout.is. Húsið opnar klukkan 17:00

Það er ekkert annað í stöðunni en að panta sér mat, koma á staðinn - nýta tímann vel, njóta matarins og samverunnar - en ekki síst hestakostsins! 🐎✨ 

Við biðjum keppendur, áhorfendur og aðra gesti velvirðingar á breytingunni og þökkum fyrir skilninginn.

Sjáumst í HorseDay höllinni ekki seinna en klukkan 20:00!


Slaktaumatölt: Ráslistinn klár

4/2/2025

 
Picture
Ráslisti – Slaktaumatölt T2
1 Jóhanna Margrét Snorradóttir Gýmir frá Skúfslæk Hestvit / Árbakki
2 Arnhildur Helgadóttir Frosti frá Hjarðartúni Hjarðartún
3 Sara Sigurbjörnsdóttir Hátíð frá Garðsá Ganghestar / Margrétarhof
4 Védís Huld Sigurðardóttir Skorri frá Skriðulandi Sumarliðabær
5 Bylgja Gauksdóttir Askja frá Garðabæ Fet / Pula
6 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi Top Reiter
7 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir / Hest.is
8 Þorgeir Ólafsson Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 Sumarliðabær
9 Sigurður Vignir Matthíasson Kostur frá Þúfu í Landeyjum Ganghestar / Margrétarhof
10 Jóhann Kristinn Ragnarsson Kjarnveig frá Dalsholti Fet / Pula
11 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk Top Reiter
12 Flosi Ólafsson Sunna frá Haukagili Hvítársíðu Hrímnir / Hest.is
13 Ástríður MagnúsdóttirS teinar frá Stíghúsi Uppboðsknapi
14 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað Hjarðartún
15 Gústaf Ásgeir Hinriksson Draumur frá Feti Hestvit / Árbakki
16 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni Fet / Pula
17 Jón Ársæll Bergmann Díana frá Bakkakoti Sumarliðabær
18 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar / Margrétarhof
19 Glódís Rún Sigurðardóttir Ottesen frá Ljósafossi Hestvit / Árbakki
20 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti Hrímnir / Hest.is
21 Teitur ÁrnasonH rafney frá Hvoli Top Reiter
22 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum Hjarðartún

SLAKTAUMATÖLT: BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR SKRÁNINGU Í UPPBOÐSSÆTI!

1/2/2025

 
Picture
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti í slaktaumatölti sem fer fram fimmtudaginn 6. febrúar næstkomandi.
Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 4. febrúar kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á [email protected].
​
​Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar hér: https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html​
​
„1.6 Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem aukaknapi í deildinni. Hann vinnur sér ekki inn stig nema ef knapi sé í liði í deildinni þá safnar hann stigum í einstaklingskeppninni. Þátttökugjald er 50.000 kr án VSK, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi kl 12 á hádegi á skráningardegi gilda. Meðan að tilboð eru að berast inn þá upplýsir stjórn bjóðendur ef að hærra tilboð en það sem er hæst hverju sinni berst. Ef fleiri en eitt tilboð eru jöfn þegar að skráningu lýkur þá öðlast þau öll keppnisrétt. Stjórn skal samþykkja knapa.“

Slaktaumatölt í Meistaradeild Líflands – spennandi kvöld framundan!

31/1/2025

 
Picture
Næsta keppniskvöld Meistaradeildar Líflands verður fimmtudagskvöldið 6. febrúar og hefst stundvíslega klukkan 19:00 þegar keppt verður í slaktaumatölti. Keppnin verður haldin í HorseDay Höllinni, Ingólfshvoli, og má gera ráð fyrir að fremstu hestar landsins mæti til leiks. 

HRINGDU býður frítt í stúkuna, þannig að áhorfendur geta tryggt sér sæti og upplifað keppnina í einstakri stemningu á staðnum. Fyrir þá sem vilja gera kvöldið enn betra verður Veisluþjónusta Suðurlands með glæsilegt hlaðborð á staðnum, og gestir sem panta fyrir fram fá frátekið sæti á besta stað í stúkunni. Pantanir fara fram á Dineout.is. Húsið opnar klukkan 17:00

Fyrir þá sem komast ekki í höllina verður keppnin sýnd í beinni útsendingu á www.eidfaxitv.is þar sem hægt verður að fylgjast með keppninni ásamt áhugaverðum viðtölum þar sem kappkostað verður að senda stemninguna úr höllinni heim í stofu!

Steikarhlaðborð og frátekið sæti í stúkunni!
Aðalréttir
  • Fyllt kalkúna bringa
  • Hægeldað og grillað lamb
Meðlæti
  • Bakaðar kartöflur kryddaðar með hvítlauk og timíaN
  • Ristað rótargrænmeti
  • Sætkartöflusalat með döðlum og heslihnetum
  • Perlubyggsalat með kryddjurtum og grilluðum paprikum
  • Brokkolí- og trönuberjasalat
  • Laufsalat fyrir ferskleika
Sósur
  • Rauðvínssósa og villisveppasósa 
​-Verð 4.990kr.

Einnig verða til sölu:
  • 12” pizzur - Margarita – Pepperoni og rjómaostur – Skinka og ananas
  • Kjúklingavængir og nachos með heitri ostasósu
  • ...og aðrar léttar veitingar fyrir gesti og gangandi.​

.Sjáumst á fimmtudaginn!

Fjórgangur Meistaradeildar Líflands: Úrslit

23/1/2025

 
Picture
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum unnu nokkuð öruggan sigur í fjórgangnum, Þau áttu nokkuð jafna og góða sýningu og voru framúrskarandi á stökki. Þau hlutu 8,03 í einkunn. Annar varð Jón Ársæll Bergmann á Halldóru frá Hólaborg með 7,60 í einkunn og í þriðja sæti varð Eyrún Ýr Pálsdóttir á Drangi frá Steinnesi með 7,53 í einkunn.

Liðaplattann hlaut lið Sumarliðabæjar en þau fengu 49 stig. Keppendur fyrir Sumarliðabæ voru þau Jón Ársæll Bergmann, Þorgeir Ólafsson og Védís Huld Sigurðardóttir. Annað í röðinni er lið Hrímnis/Hest.is með 39,5 stig og þriðja varð lið Hestvit/Árbakka með 38 stig.

Til hamingju knapar og liðseigendur. Sjáumst næst eftir 2 vikur þegar keppt verður í slaktaumatölti fimmtudaginn 6. febrúar.

Hér má sjá úrslit kvöldsins:

A úrslit – Fjórgangur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 8,03
2 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg 7,60
3 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi 7,53
4 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 7,40
5 Glódís Rún Sigurðardóttir Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum 7,33
6 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum 7,30

Forkeppni
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 7,90
2 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum 7,50
3 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg 7,37
4 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi 7,23
5-6 Glódís Rún Sigurðardóttir Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum 7,20
5-6 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 7,20
7-8 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka 7,20
7-8 Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka 7,20
9 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ 7,17
10-11 Sigurður Sigurðarson Runni frá Vindási 7,10
10-11 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað 7,10
12 Valdís Björk Guðmundsdóttir Kriki frá Krika 7,07
13-14 Teitur Árnason Úlfur frá Hrafnagili 6,83
13-14 Bylgja Gauksdóttir Goði frá Garðabæ 6,83
15 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni 6,80
16 Hanna Rún Ingibergsdóttir Hvarmur frá Brautarholti 6,67
17 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bútur frá Litla-Dal 6,63
18 Jakob Svavar Sigurðsson Kór frá Skálakoti 6,43
19 Nils Christian Larsen Hafliði frá Bjarkarey 6,33
20 Sara Sigurbjörnsdóttir Dökkvi frá Engjavatni 6,30
21 Bjarni Jónasson Alda frá Dalsholti 5,77
22 Benjamín Sandur Ingólfsson Elding frá Hrímnisholti 5,60

​Liðakeppni
1 Sumarliðabær 49
2 Hrímnir / Hest.is 39.5
3 Hestvit / Árbakki 38
4 Ganghestar / Margrétarhof 36
5 Top Reiter 30.5
6 Hjarðartún 22.5
7 Fet / Pula 15.5

Meistaradeild Líflands í fjórgangi hefst í kvöld

23/1/2025

 
Picture
Allt sem þú þarft að vita fyrir kvöldið!
Í  kvöld, 23. janúar, fer fram spennandi keppni í fjórgangi í Meistaradeild Líflands. Keppnin hefst klukkan 19:00 og verður haldin í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Þetta er viðburður sem enginn hestáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara!

IB.IS býður frítt í stúkuna!
IB.IS býður öllum áhorfendum frítt í stúkuna, sem gerir þetta einstakt tækifæri fyrir fjölskyldur og vini að mæta á staðinn.

Veitingar og hlaðborð!
Veisluþjónusta Suðurlands mun bjóða upp á hlaðborð og aðrar veitingar á staðnum. Ef gestir panta hlaðborðið fyrirfram tryggja þeir sér frátekið sæti á besta stað í stúkunni. Hægt er að panta hlaðborðið á vefsíðunni dineout.is.

Fylgstu með heima í stofu
Fyrir þá sem komast ekki á staðinn verður keppnin í beinni útsendingu á www.eidfaxitv.is. Tryggðu þér áskrift og vertu með okkur heima í stofu.

Ekki missa af þessu! Meistaradeild Líflands hefur ávallt boðið upp á spennu, frábæra knapa og glæsilega hesta. Kvöldið lofar góðu fyrir alla hestáhugamenn, bæði áhorfendur á staðnum og heima í stofu. Ráslista má nálgast HÉR eða á HorseDay appinu! Munið að mæta tímanlega og njóta góðra hesta. Þar sem hestamenn koma saman, þar er gaman! 

Sjáumst í kvöld!

Fjórgangur: Ráslistinn klár

21/1/2025

 
Picture
Ráslisti – Fjórgangur V1
1 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar/Margrétarhof
2 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bútur frá Litla-Dal Hestvit/Árbakki
3 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka Sumarliðabær
4 Valdís Björk Guðmundsdóttir Kriki frá Krika Hrímnir/Hest.is
5 Hanna Rún Ingibergsdóttir Hvarmur frá Brautarholti Fet/Pula
6 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi Top Reiter
7 Benjamín Sandur Ingólfsson Elding frá Hrímnisholti Uppboðssæti
8 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað  Hjarðartún
9 Bylgja Gauksdóttir Goði frá Garðabæ Fet/Pula
10 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir/Hest.is
11 Sara Sigurbjörnsdóttir Dökkvi frá Engjavatni Ganghestar/Margrétarhof
12 Teitur Árnason Úlfur frá Hrafnagili Top Reiter
13 Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka Sumarliðabær
14 Glódís Rún Sigurðardóttir Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum Hestvit/Árbakki
15 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni Hjarðartún
16 Bjarni Jónasson Alda frá Dalsholti Fet/Pula
17 Sigurður Sigurðarson Runni frá Vindási Hrímnir/Hest.is
18 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum Hestvit/Árbakki
19 Jakob Svavar Sigurðsson Kór frá Skálakoti Hjarðartún
20 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg Sumarliðabær
21 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar/Margrétarhof
22 Nils Christian Larsen Hafliði frá Bjarkarey Top Reiter

FJÓRGANGUR: IB.IS BÝÐUR GESTUM FRÍTT Í STÚKUNA

20/1/2025

 
Picture
IB.IS býður ykkur í HorseDay höllina þegar keppt verður í Fjórgangi sem hefst stundvíslega kl. 19:00 á fimmtudaginn.  Í fyrra var það Jakob Svavar og Skarpur frá Kýrholti sem sigruðu eftirminnilega. Á þriðjudaginn kemur í ljós hverjir mæta til leiks þegar dregið verður í rásröð í beinu streymi hjá EIÐFAXA TV kl. 20:00.

Veisluþjónusta Suðurlands býður upp á hið margrómaða hlaðborð sem færir ykkur einnig frátekið sæti í stúkunni á besta stað - en aðeins ef þið pantið fyrir fram! Tilvalið að mæta með vinum eða fjölskyldu og eiga skemmtilega kvöldstund með bestu gæðingum landsins. Húsið opnar kl. 17:00.
Pantanir á hlaðborðið fara fram hér: HÉR


Steikarhlaðborð og frátekið sæti í stúkunni!
Aðalréttir
  • Fyllt kalkúna bringa
  • Hægeldað og grillað lamb
Meðlæti
  • Bakaðar kartöflur kryddaðar með hvítlauk og timíaN
  • Ristað rótargrænmeti
  • Sætkartöflusalat með döðlum og heslihnetum
  • Perlubyggsalat með kryddjurtum og grilluðum paprikum
  • Brokkolí- og trönuberjasalat
  • Laufsalat fyrir ferskleika
Sósur
  • Rauðvínssósa og villisveppasósa 
​-Verð 4.990kr.

Einnig verða til sölu:
  • 12” pizzur - Margarita – Pepperoni og rjómaostur – Skinka og ananas
  • Kjúklingavængir og nachos með heitri ostasósu
  • ...og aðrar léttar veitingar fyrir gesti og gangandi.​
​
Eiðfaxi TV verður á staðnum og sér til þess að þeir sem ekki komast ekki á staðinn fái veisluna beint heim í stofu!


Fjórgangur: BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR SKRÁNINGU Í UPPBOÐSSÆTI!

18/1/2025

 
Picture
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti í fjórgangi sem fer fram fimmtudaginn 23. janúar næstkomandi.
Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 21. janúar kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á [email protected].
​
​Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar hér: https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html​

„1.6 Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem aukaknapi í deildinni. Hann vinnur sér ekki inn stig nema ef knapi sé í liði í deildinni þá safnar hann stigum í einstaklingskeppninni. Þátttökugjald er 50.000 kr án VSK, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi kl 12 á hádegi á skráningardegi gilda. Meðan að tilboð eru að berast inn þá upplýsir stjórn bjóðendur ef að hærra tilboð en það sem er hæst hverju sinni berst. Ef fleiri en eitt tilboð eru jöfn þegar að skráningu lýkur þá öðlast þau öll keppnisrétt. Stjórn skal samþykkja knapa.“
<<Previous
Höfundaréttur © 2008-2025 I Meistaradeild Líflands í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News (EN)
  • Aktuelles (DE)
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule