Nú er orðið ljóst hverjir mæta í slaktaumatölt á fimmtudaginn í Meistaradeild Líflands 2024. Dregið var í ráslista í beinni útsendingu á ALENDIS fyrr í kvöld. Við megum búa okkur undir stór glæsilega og spennandi keppni með virkilega flottum hrossum og knöpum sem ýmist eru með mikla keppnisreynslu eða jafnvel að þreyta verkefnið í fyrsta sinn. Sigurvegararnir frá því í fyrra þau Aðalheiður og Flóvent eru skráð til leiks ásamt sigurvegurum úr fjórganginum, þeim Jakobi og Skarpi frá Kýrholti. Einnig munum við sjá tvo uppboðsknapa ásamt villiketti í liði Ganghesta/Margrétarhofs. Í uppboðssætin mæta Arnar Bjarki og Magni frá Ríp ásamt Rakel Sigurhansdóttir á Slæðu frá Traðarholti. Villikötturinn kemur svo í ljós á keppninni sjálfri.
Keppni hefst kl. 19:00 á fimmtudaginn í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. FRÍTT verður inn í höllina í boði Horses of Iceland. Frábærar veitingar og hlaðborð á staðnum fyrir og á meðan keppni stendur og ef þið pantið fyrir fram á hlaðborðið fylgir frátekið sæti með í kaupbæti. Allar pantanir fara fram HÉR en nánari upplýsingar má nálgast á info@ingolfshvoll. Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Lið 1 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka Loki frá Selfossi Gola frá Þjórsárbakka Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 2 Árni Björn Pálsson Ísbjörg frá Blesastöðum 1A Spuni frá Vesturkoti Blábjörg frá Torfastöðum Top Reiter 3 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli Arður frá Brautarholti Ópera frá Dvergsstöðum Austurkot / Pula 4 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sesar frá Rauðalæk Straumur frá Feti Snúra frá Rauðalæk Hestvit / Árbakki 5 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað Skýr frá Skálakoti Ófelía frá Holtsmúla 1 Hjarðartún 6 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Pan frá Breiðstöðum Dúkka frá Úlfsstöðum Ganghestar / Margrétarhof 7 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp Konsert frá Hofi Auður frá Neðri-Hrepp Hrímnir / Hest.is 8 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 Orka frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 9 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum Hraunar frá Hrosshaga Gloría frá Skúfslæk Hjarðartún 10 Arnar Bjarki Sigurðarson Magni frá Ríp Vilmundur frá Feti Myrra frá Ríp Uppboðssæti 11 Teitur Árnason Úlfur frá Hrafnagili Auður frá Lundum II Rauðhetta frá Holti 2 Top Reiter 12 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Loki frá Selfossi Sunna frá Sumarliðabæ 2 Hrímnir / Hest.is 13 Pierre Sandsten Hoyos Tristan frá Stekkhólum Jökull frá Rauðalæk Tilviljun frá Árbæ Hestvit / Árbakki 14 Ólafur Andri Guðmundsson Draumur frá Feti Arion frá Eystra-Fróðholti Jónína frá Feti Austurkot / Pula 15 Rakel Sigurhansdóttir Slæða frá Traðarholti Loki frá Selfossi Glæða frá Þjóðólfshaga 1 Uppboðssæti 16 VILLIKÖTTUR Ganghestar / Margrétarhof 17 Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi Arion frá Eystra-Fróðholti Diljá frá Hveragerði Hjarðartún 18 Flosi Ólafsson Steinar frá Stíghúsi Hrannar frá Flugumýri II Álöf frá Ketilsstöðum Hrímnir / Hest.is 19 Sara Sigurbjörnsdóttir Hátíð frá Garðsá Ómur frá Kvistum Snæja frá Garðsá Ganghestar / Margrétarhof 20 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hylur frá Flagbjarnarholti Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Rás frá Ragnheiðarstöðum Top Reiter 21 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási Ómur frá Kvistum Stolt frá Selfossi Hestvit / Árbakki 22 Sigurður Sigurðarson Amadeus frá Þjóðólfshaga 1 Stáli frá Kjarri Æsa frá Flekkudal Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 23 Jón Ársæll Bergmann Grímur frá Skógarási Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Lind frá Ármóti Austurkot / Pula |
|