Aðalheiður Anna og Flóvent frá Breiðsstöðum sigra Gæðingalist í Meistaradeild Líflands 202415/3/2024 Í kvöld fór fram fjórða mót Meistaradeildar Líflands þegar keppt var í Gæðingalist í HorseDay Höllinni á Ingólfshvoli. Fyrir kvöldið máttu áhorfendur búast við glæsilegum sýningum. Fimm villikettir voru skráðir til leiks og ríkti mikil eftirvænting fyrir því hverjir þeir væru. Margir bjuggust við að sjá sigurvegarann frá því í fyrra Olil Amble en svo fór ekki heldur mættu Bergur Jónsson fyrir lið Sumarliðabæjar/Þjóðólfshaga, Arnhildur Helgadóttir fyrir Hrímni/Hest.is, Guðmunda Ellen Sigurðardóttir fyrir Top Reiter, Elin Holst fyrir Hjarðartún og Þórarinn Eymundsson fyrir Pulu/Austurkot. Það gerði kvöldið vissulega skemmtilegra að fá alla þessa glæsilegu knapa til leiks. Ótrúlegar vandaðar sýningar mátti sjá hjá öllum knöpum í kvöld. Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ leiddu keppnina lengi vel með einkunnina 8,13. Það var svo hún Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á honum Flóvent frá Breiðstöðum sem áttu virkilega glæsileg og vel útfærð sýning og skutu þau sér beint á toppinn og stóðu síðan uppi sem sigurvegarar í Gæðingalist Meistaradeildar Líflands 2024. Í öðru sæti hafnaði Ragnhildur og Úlfur frá Mosfellsbæ, í því þriðja var Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti með 7,80, í fjórða-fimmta sæti höfnuðu Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási ásamt Elin Holst og Frama frá Ketilsstöðum með einkunnina 7,73 og í sjötta sæti voru Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði með 7,57. Ekki voru riðin úrslit og stóðu því einkunnir úr forkeppni. Glódís Rún leiðir enn einstaklingskeppnina með 34.5 stig. Í öðru sæti er Jakob Svavar með 30 stig og Aðalheiður Anna í þriðja sætið og er með 29 stig. Liðakeppni kvöldsins fór þannig að lið Margrétarhofs/Ganghesta en þau hlutu 50.5 stig kvöld. Það voru þær Aðalheiður Anna, Ragnhildur og Sara sem kepptu fyrir þeirra hönd. Liðakeppni kvöldsins
1 Ganghestar/Margrétarhof 50.5 stig 2 Hjarðartún 39.5 stig 3 Hestvit/Árbakki 36 stig 4 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 33 stig 5 Hrímnir/Hest.is 30.5 stig 6 Austurkot/Pula 22 stig 7 Top Reiter 19.5 stig Staðan í liðakeppni 1 Ganghestar / Margrétarhof 169 stig 2 Hestvit / Árbakki 166.5 stig 3 Hjarðartún 156 stig 4 Hrímnir / Hest.is 124 stig 5 Top Reiter 118 stig 6 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 106 stig 7. Austurkot / Pula 83 stig Staðan í einstaklingskeppni 1 Glódís Rún Sigurðardóttir 34.5 stig 2 Jakob Svavar Sigurðsson 30 stig 3 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 29 stig 4 Ásmundur Ernir Snorrason 20 stig 5 Ragnhildur Haraldsdóttir 16.75 stig NIÐURSTÖÐUR GÆÐINGALIST 1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir & Flóvent frá Breiðstöðum, Ganghestar / Margrétarhof - 8,27 2 Ragnhildur Haraldsdóttir & Úlfur frá Mosfellsbæ, Ganghestar / Margrétarhof - 8,13 3 Jakob Svavar Sigurðsson & Skarpur frá Kýrholti, Hjarðartún - 7,80 4-5 Glódís Rún Sigurðardóttir & Breki frá Austurási, Hestvit / Árbakki - 7,73 4-5 VILLIKÖTTUR, Hjarðartún, Elin Holst & Frami frá Ketilsstöðum - 7,73 6 Ásmundur Ernir Snorrason & Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir / Hest.is - 7,57 7 Þorgeir Ólafsson & Aþena frá Þjóðólfshaga 1, Þjóðólfshagi / Sumarliðabær - 7,53 8 VILLIKÖTTUR, Hrímnir / Hest.is, Arnhildur Helgadóttir & Vala frá Hjarðartúni - 7,43 9 Fredrica Fagerlund & Stormur frá Yztafelli, Hestvit / Árbakki - 7,43 10 VILLIKÖTTUR, Austurkot / Pula, Þórarinn Eymundsson & Þráinn frá Flagbjarnarholti - 7,40 11 VILLIKÖTTUR, Þjóðólfshagi / Sumarliðabær, Bergur Jónsson & Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum - 7,33 12-13 Teitur Árnason & Hafliði frá Bjarkarey, Top Reiter - 7,20 12-13 Sara Sigurbjörnsdóttir & Fluga frá Oddhóli, Ganghestar / Margrétarhof - 7,20 14 Hanne Smidesang & Tónn frá Hjarðartúni, UPPBOÐSSÆTI - 7,17 15 Ólafur Andri Guðmundsson & Dröfn frá Feti, Austurkot / Pula -7,13 16 Guðmar Þór Pétursson & Sókrates frá Skáney, Þjóðólfshagi/ Sumarliðabær - 7,07 17 VILLIKÖTTUR, Top Reiter, Guðmunda Ellen Sigurðardóttir & Flaumur frá Fákshólum - 6,93 18 Jóhanna Margrét Snorradóttir & Kormákur frá Kvistum, Hestvit / Árbakki - 6,87 19 Eyrún Ýr Pálsdóttir & Hylur frá Flagbjarnarholti, Top Reiter - 6,80 20 Helga Una Björnsdóttir & Hátíð frá Efri-Fitjum, Hjarðartún - 6,50 21 Jón Ársæll Bergmann & Halldóra frá Hólaborg, Austurkot / Pula - 6,37 22 Benjamín Sandur Ingólfsson & Elding frá Hrímnisholti, Hrímnir/Hest.is - 6,20 Við í stjórn meistaradeildar viljum þakka frábært kvöld og óskum knöpum til hamingju með árangurinn. Sjáumst næst eftir 2 vikur 30. mars á Brávöllum á Selfossi þegar keppt verður í Gæðingaskeiði og 150m skeiði. Sjáumst á Selfossi! Stjórn Meistaradeildar Líflands |
|