Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti í slaktaumatölti sem fer fram fimmtudaginn 8. febrúar næstkomandi. Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 5. febrúar kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á [email protected]. Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar hér -> https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html
Fyrsta keppniskvöldið í Meistaradeild Líflands fór fram í HorseDay höllinni í kvöld, fimmtudaginn 25. janúar þegar keppt var í fjórgangi. Frábær stemning var hér í Ölfusinu og létu gestir og keppendur ekki vetrar færðina á sig fá og var þétt setið í stúkunni. Aðstæður voru til fyrirmyndar á staðnum og vel tekið á móti knöpum og áhorfendum. Veisluþjónusta Suðurlands var með glæsilegt hlaðborð og aðrar veitingar í boði og vakti lukku gesta. Það voru þau Eyrún Ýr og Úlfur frá Hrafnagilið sem riðu á vaðið með hreint út sagt glæsilegri sýningu en þetta var þeirra fyrsta mót og enduðu rétt fyrir utan úrslit að þessu sinni. Þar á eftir komu frábærar sýningar en að lokinni forkeppni voru það sigurvegararnir frá því í fyrra þau Aðalheiður Anna og Flóvent frá Breiðstöðum sem leiddu með nokkrum yfirburðum með einkunnina 7.87 . Þar á eftir komu Jakob Svavar og Skarpur frá Kýrholti með 7.5, þriðju voru þau Ragnhildur og Úlfur frá Mosfellsbæ og Glódís og Breki frá Austurási jöfn með 7.37, Jóhanna Margrét og Kormákur frá Kvistum með 7.33 fimmtu og loks Gústaf Ásgeir og Assa frá Miðhúsum með 7.3. Þessir knapar riðu sig því inn í A-úrslit sem voru jöfn og spennandi allt til loka. Eftir brokkið leiddu Ragnhildur og Úlfur en eftir fetið voru það Gústaf og Aðalheiður sem voru jöfn. Að lokum var það svo Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti sem stóðu uppi sem sigurvegarar og hlutu einkunnina 7.80 og sigra fyrsta mót Meistaradeildarinnar 2024. Rétt á hæla hans kom Aðalheiður og Flóvent, en smá hnökrar í stökk sýningunni voru henni dýr en þau höfnuðu önnur með einkunnina 7.70. Í þriðja sæti voru þau Glódís Rún og Breki frá Austurási með 7.57, í fjórða hafnaði Gústaf Ásgeir og Assa frá Miðhúsum með 7.5, í fimmta sæti voru Ragnhildur og Úlfur með 7.47 og í sjötta sæti voru þau Jóhanna Margrét og Kormákur frá Kvistum með 7.43. Liðakeppni kvöldsins sigraði lið Hestvit/Árbakka með 53 stig en liðið var með alla sína þrjá knapa í úrslitum, Glódísi Rún, Gústaf Ásgeir og Jóhannu Margréti. Síðan er það svo Jakob Svavar sem leiðir einstaklingskeppnina með 12 stig. Við í stjórn meistaradeildar viljum þakka frábærar móttökur á fyrsta móti ársins og óskum knöpum til hamingju með árangurinn. Sjáumst næst 8. febrúar í HorseDay höllinni Ingólfshvoli þegar keppt verður í slaktaumatölti T2. Í fyrra voru það þær Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum sem sigruðu og búumst við að þau vilji endurtaka leikinn.
Sjáumst í HorseDay höllinni eftir tvær vikur! NIÐURSTÖÐUR 1 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti 7,80 2 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 7,70 3 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási 7,57 4 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum 7,50 5 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ 7,47 6 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum 7,43 7 Helga Una Björnsdóttir Bylgja frá Barkarstöðum 7,17 8 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 7,03 9-10 Hans Þór Hilmarsson Fákur frá Kaldbak 7,00 9-10 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg 7,00 11-12 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 6,97 11-12 Eyrún Ýr Pálsdóttir Úlfur frá Hrafnagili 6,97 13-14 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli 6,90 13-14 Árni Björn Pálsson Alda frá Dalsholti 6,90 15 Teitur Árnason Aron frá Þóreyjarnúpi 6,87 16 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp 6,83 17 Arnar Bjarki Sigurðarson Logi frá Lerkiholti 6,80 18-19 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka 6,77 18-19 Ólafur Andri Guðmundsson Goði frá Garðabæ 6,77 20 Hanna Rún Ingibergsdóttir Móeiður frá Vestra-Fíflholti 6,27 21 Sigurður Sigurðarson Gaukur frá Steinsholti II 6,23 22 Birta Ingadóttir Hrönn frá Torfunesi 5,67
Steikarhlaðborð
Hamborgari, panini og léttar veitingar selt gestum og gangandi. Fasteignasalarnir Gulla Jóna og Garðar Hólm bjóða öllum frítt í stúkuna. Sjáumst á fimmtudaginn í HorseDay höllinni eða í beinni útsendingu á Alendis. Nú er orðið ljóst hverjir mæta í fjórganginn á fimmtudaginn. Dregið var í ráslista í beinni útsendingu á Alendis fyrr í kvöld. Fram undan má búast við hörku spennandi keppni þar sem við eigum von á mikilli baráttu. Sigurvegararnir frá því í fyrra þau Aðalheiður og Flóvent eru skráð til leiks. Ráslistinn er gríðarlega spennandi með einvala liði hesta og knapa sem munu berjast um hvert sæti. Í uppboðssætið mætir Birta Ingadóttir á Hrönn frá Torfunesi og hlökkum við til að sjá hvað þær gera.
Keppni hefst kl. 19:00 á fimmtudaginn hér í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Frítt verður inn í höllina í boði Fasteignasalanna Jónu Gullu og Garðars Hólm. Frábærar veitingar og hlaðborð á staðnum fyrir og á keppni og ef þið pantið fyrir fram á hlaðborðið fylgir frátekið sæti með í kaupbæti. Allar pantanir fara fram á info@ingolfshvoll. Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Lið 1 Eyrún Ýr Pálsdóttir Úlfur frá Hrafnagili Auður frá Lundum II Rauðhetta frá Holti 2 Top Reiter 2 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum Rammi frá Búlandi Gyðja frá Hólshúsum Hestvit/Árbakki 3 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp Konsert frá Hofi Auður frá Neðri-Hrepp Hrímnir/Hest.is 4 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka Loki frá Selfossi Gola frá Þjórsárbakka Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 5 Ólafur Andri Guðmundsson Goði frá Garðabæ Straumur frá Feti Hnota frá Garðabæ Austurkot/Pula 6 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Gjafar frá Hvoli Ösp frá Kollaleiru Ganghestar/Margrétarhof 7 Birta Ingadóttir Hrönn frá Torfunesi Hróður frá Refsstöðum Myrkva frá Torfunesi Uppboðssæti 8 Hans Þór Hilmarsson Fákur frá Kaldbak Vákur frá Vatnsenda Elding frá Kaldbak Hjarðartún 9 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Fregn frá Oddhóli Ganghestar/Margrétarhof 10 Hanna Rún Ingibergsdóttir Móeiður frá Vestra-Fíflholti Penni frá Eystra-Fróðholti Varða frá Vestra-Fíflholti Austurkot/Pula 11 Arnar Bjarki Sigurðarson Logi frá Lerkiholti Framherji frá Flagbjarnarholti Marglytta frá Feti Hrímnir/Hest.is 12 Sigurður Sigurðarson Gaukur frá Steinsholti II Kjarni frá Þjóðólfshaga 1 Dögg frá Steinsholti II Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 13 Teitur Árnason Aron frá Þóreyjarnúpi Korgur frá Ingólfshvoli Hrefna frá Þóreyjarnúpi Top Reiter 14 Helga Una Björnsdóttir Bylgja frá Barkarstöðum Roði frá Lyngholti Valhöll frá Blesastöðum 1A Hjarðartún 15 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum Framherji frá Flagbjarnarholti Dögun frá Kvistum Hestvit/Árbakki 16 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Pan frá Breiðstöðum Dúkka frá Úlfsstöðum Ganghestar/Margrétarhof 17 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 Orka frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 18 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Loki frá Selfossi Sunna frá Sumarliðabæ 2 Hrímnir/Hest.is 19 Árni Björn Pálsson Alda frá Dalsholti Jökull frá Rauðalæk Rún frá Laugabóli Top Reiter 20 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg Leiknir frá Vakurstöðum Gefjun frá Litlu-Sandvík Austurkot/Pula 21 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti Skýr frá Skálakoti Skrugga frá Kýrholti Hjarðartún 22 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási Ómur frá Kvistum Stolt frá Selfossi Hestvit/Árbakki
Húsið og veitingasalan opnar kl. 17:30, hleypt verður inn í höllina kl. 18:15, upphitunarhestur fer í braut 18:30 og keppni hefst stundvíslega kl. 19:00. Einnig verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á Alendis.
Steikarhlaðborð
Hamborgari, panini og léttar veitingar selt gestum og gangandi. Pantanir á [email protected] Sjáumst í HorseDay Höllinni á fimmtudaginn eða á beinu útsendingunni á Alendis. Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti í Fjórgangi sem fer fram fimmtudaginn 25. janúar næstkomandi. Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 23. janúar kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á [email protected]. Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html
Keppt verður í fjórgangi í HorseDay höllinni Ingólfshvoli fimmtudaginn 25. janúar. Nú er loksins komið að því að tímabilið hefjist og hlökkum við í stjórn Meistaradeildarinnar mikið til þessa hestamenn fjölmenni í höllina og njóti þess að horfa á bestu fjórgangara landsins etja kappi.
Keppni hefst kl. 19:00 og ætla fasteignasalarnir Gulla Jóna og Garðar Hólm að bjóða áhorfendum FRÍTT í stúkuna að þessu sinni og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara! Þeir sem ekki komast þá að sjálfsögðu mælum við með að allir tryggi sér áskrift hjá ALENDIS og fylgist með í beinni útsendingu. Eins og í fyrra verða frábærar veitingar í boði fyrir áhorfendur í HorseDay höllinni og er þeim bent á að panta mat á [email protected] og fá þá í kaupbæti frátekið sæti á besta stað í stúkunni - húsið opnar 17:30! Í fyrra voru það þau Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Það verður spennandi að sjá hvort þau munu mæta aftur til leiks! Það er veisla fram undan! Bestu knapar landsins munu berjast um titilinn um það hver sigri Meistaradeild Líflands 2024 - það er ljóst að margir ætla sér stóra hluti! Hver ætli að vinni fjórganginn í ár?
Lífland og Meistaradeildin í Hestaíþróttum endurnýjuðu nýverið samstarfssamning sín á milli og mun deildin á komandi keppnistímabili heita Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum 2024. "Lífland hefur verið styrktaraðili Meistaradeildarinnar um árabil og erum við hestamenn lánsamir að eiga jafn sterkan og traustan bakhjarl eins og Líflands. Samstarfssamningurinn við Lífland er ákaflega mikilvægur fyrir Meistaradeildina og hlökkum við til samstarfsins veturinn 2024. Á myndinni eru frá vinstri :
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Líflands Sigurbjörn Eiríksson, fráfarandi formaður Meistaradeildarinnar Sóley Margeirsdóttir, formaður Meistaradeildarinnar Arnar Þórisson, forstjóri Líflands.
Nú er undirbúningur fyrir keppnistímabilið 2024 hafinn og er verið að vinna í styrktarsamningum, útsendingamálum, framleiðslu og staðsetningum mótanna. Dagsetningar hafa verið birtar með fyrirvara og eru eftirfarandi:
25. janúar - Fjórgangur 8. febrúar - Slaktaumatölt 29. febrúar - Fimmgangur 15. mars - Gæðingalist 30. mars - Skeiðmót (PP1 og 150m) 12. apríl - Tölt og 100 m skeið Á næstu vikum verða liðin á keppnistímabilinu 2024 kynnt til leiks ásamt staðfestri dagskrá og verður spennandi að sjá hvaða breytingar hafa orðið í liðunum – en liðin eru afar sterk að vanda. Núverandi stjórn vill að lokum þakka fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar. Stjórn Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum. Meistaradeild í hestaíþróttum auglýsir eftir liðum til þátttöku í mótaröð deildarinnar árið 20247/12/2023
Ótrúlegu tímabili Meistaradeildar Líflands er nú lokið og hefur keppnin verið æsispennandi nú í vetur og var ekki neitt öðruvísi uppi á teningnum í kvöld. Eftir úrslit í tölti var ljóst að baráttan yrði á milli Aðalheiðar Önnu og Árna Björns í einstaklingskeppninni. Árni Björn var einu stigi á undan eftir töltið og ljóst að úrslit myndu ráðast í skeiðinu. Til að sigra einstaklinskeppnina þurfti annað þeirra einfaldlega að fara hraðar í gegnum höllina. Hið ólíklega átti sér stað! Þau fóru á sama tíma eða 5.66 sek. í gegnum höllina. En þar sem Aðalheiður átti betri annan tíma hlaut hún 3. sætið í skeiðinu og Árni 4. sætið. Þá voru þau orðin jöfn að stigum í efsta sæti með 39 stig. En þar sem Aðalheiður hefur verið oftar á palli í vetur sigrar hún einstaklingskeppni Meistaradeildar Líflands 2023. Það var svo Konráð Valur Sveinsson sem lenti í 3. sæti með 32 stig. Liðakeppnin var ekki síður spennandi. Lið Hjarðartúns leiddi keppnina fyrir skeiðið en það var lið Top Reiter sem sigraði liðakeppnina nokkuð örugglega í skeiðinu og náði með því að vera efst að stigum en jöfn liði Hjarðartúns með 366. Þannig að eins og í einstaklingskeppninni voru leikar jafnir og horfa þurfti til sigra liðanna í vetur. Það var því lið Top Reiter sem sigrar liðakeppni Meistaradeildar Líflands 2023. Nánari úrslit stigakeppninnar má nálganst HÉR. Stjórn Meistaradeildar Líflands óskar sigurvegurum og öðrum keppendum til hamingju með árangurinn og hlökkum til næsta tímabils.
Frábær skeiðveisla í HorseDay höllinni fór fram rétt í þessu. Eftir frábæra frammistöðu nær allra skeiðhesta hér í kvöld voru það Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II sem sigruðu á tímanum 5.58 sek. Í öðru sæti var Mette Mannseth og Vívaldi frá Torfunesi á tímanum 5.64 sek. Aðalheiður og Ylfa frá Miðengi, Árni Björn og Ögri frá Horni I og Hans Þór og Vorsól frá Stóra-Vatnsgarði fóru öll í gegnum höllina á sama tíma 5.66. En það var Aðalheiður og Ylfa sem áttu betri annan tíma og höfnuðu því í 3. sæti. Stórglæsileg skeiðkeppni er yfirstaðin og óskum við Konráði Val og Kjarki til hamingju með sigurinn.
Niðurstöður 1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 5,58 2 Mette Mannseth Vívaldi frá Torfunesi 5,64 3 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ylfa frá Miðengi 5,66 4 Árni Björn PálssonÖgri frá Horni I 5,66 5 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 5,66 6 Teitur Árnason Drottning frá Hömrum II 5,67 7 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási 5,69 8 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi 5,73 9 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni 5,77 10 Benjamín Sandur Ingólfsson Fáfnir frá Efri-Rauðalæk 5,78 11 Kristófer Darri Sigurðsson Gnúpur frá Dallandi 5,84 12 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum 5,88 13 Þorgeir Ólafsson Rangá frá Torfunesi 5,88 14 Flosi Ólafsson Orka frá Breiðabólsstað 5,88 15 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 25,93 16 Árni Sigfús Birgisson Dimma frá Skíðbakka I 5,94 17 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Óskastjarna frá Fitjum 6,03 18 Þórarinn Ragnarsson Jarl frá Þóroddsstöðum 6,05 19 Hinrik Bragason Sæla frá Hemlu II 6,08 20 Sigurður Vignir Matthíasson Alda frá Borgarnesi 6,10 21 Sara Sigurbjörnsdóttir Alviðra frá Kagaðarhóli 6,14 22 Páll Bragi Hólmarsson Vörður frá Hafnarfirði 6,17 23 Pierre Sandsten Hoyos Hamarsey frá Hjallanesi 16,49 24-25 Jón Ársæll BergmannRikki frá Stóru-Gröf ytri0,00 24-25 Sigurður SigurðarsonHnokki frá Þóroddsstöðum0,00 Forkeppnin byrjaði með stórglæsilegum sýningum og var strax ljóst að keppnin yrði hörkuspennandi. Augu okkar allra voru á fimmti knapa í braut, Árna Birni Pálssyni sigurvegara Meistaradeildarinnar í fyrra, og Kastaníu frá Kvistum. Þau riðu A-úrslit hér í fyrra og höfnuðu þá í 4. sæti. Sýning þeirra var virkilega glæsileg og sýnd af miklu öryggi. Þau hlutu í einkunn 8.13 og fóru beint í 1. sæti og leiddu forkeppnina til enda. Viðar Ingólfsson og Þór frá Stóra-Hofi mættu stuttu seinna í braut og voru einnig með stórglæsilega sýningu og hlutu einkunnina 8.07 voru í 2. sæti inn úrslit. Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli voru með frábæra sýningu og hlutu fyrir það 7.93 eins og þeir Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti og voru jafnir í 3-4 sæti inn í úrslit. Loks var það Teitur Árnason og Dússý frá Vakurstöðum sem komu einbeitt inn í lok forkeppninnar og tryggðu sér öruggt sæti í úrslitum eða 5. sætið. Glódís Rún Sigurðardóttir og Drumbur frá Víðivöllum fremri voru með virkilega flotta sýningu voru síðust inn í úrslitin með 7.7.
Úrslitin voru stórglæsileg. Það var Páll Bragi og Vísir frá Kagaðarhóli sem stóðu efstir eftir hæga töltið með töluna 8.67. En eftir hraðabreytingarnar voru Árni Björn og Kastanía sem tóku forystuna og stóðu uppi sem sigurvegarar í Tölti T1 í Meistaradeild Líflands 2023 með einkunn upp á 8.33. Úrslit Tölt T1 1 Árni Björn Pálsson / Kastanía frá Kvistum 8,33 2 Páll Bragi Hólmarsson / Vísir frá Kagaðarhóli 8,17 3 Viðar Ingólfsson / Þór frá Stóra-Hofi 8,11 4 Teitur Árnason / Dússý frá Vakurstöðum 7,94 5 Jakob Svavar Sigurðsson / Skarpur frá Kýrholti 7,50 6 Glódís Rún Sigurðardóttir / Drumbur frá Víðivöllum fremri 7,11 7 Ragnhildur Haraldsdóttir / Úlfur frá Mosfellsbæ 7,63 8 Sara Sigurbjörnsdóttir / Fluga frá Oddhóli 7,57 9 Þorgeir Ólafsson / Fjöður frá Hrísakoti 7,50 10 Hans Þór Hilmarsson / Vala frá Hjarðartúni 7,33 11-12 Helga Una Björnsdóttir / Bylgja frá Barkarstöðum 7,30 11-12 Benjamín Sandur Ingólfsson / Sigur Ósk frá Íbishóli 7,30 13-15 Jóhann Kristinn Ragnarsson / Kvarði frá Pulu 7,20 13-15 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Flóvent frá Breiðstöðum 7,20 13-15 Jóhanna Margrét Snorradóttir / Kormákur frá Kvistum 7,20 16 Hákon Dan Ólafsson / Halldóra frá Hólaborg 7,13 17 Signý Sól Snorradóttir / Kolbeinn frá Horni I 7,00 18 Ásmundur Ernir Snorrason / Hlökk frá Strandarhöfði 6,97 19 Mette Mannseth / Staka frá Hólum 6,93 20 Ólafur Ásgeirsson / Fengsæll frá Jórvík 6,90 21 Pierre Sandsten Hoyos / Breki frá Austurási 6,70 22 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Sesar frá Rauðalæk 6,43 23 Matthías Kjartansson / Aron frá Þóreyjarnúpi 6,27 24 Þórdís Inga Pálsdóttir / Fjalar frá Vakurstöðum 0,00 Liðakeppnina unnu naumlega lið Hjarðartúns með 48.5 stig en einungis hálfu stigi á eftir var lið Ganghesta/Hjarðartúns. Einstaklingskeppnin eftir töltið er orðin þannig að Árni Björn leiðir nú með 32 stig, einu stigi á undan Aðalheiði sem hefur leitt keppnina hingað til. Nú fer skeiðið að byrja og þá ráðast leikar. hverjir það eru sem munu sigra Meistaradeild Líflands 2023. HorseDay höllin er þétt setin og mikil stemning. Eins er bein útsending á Alendis. Þá er það orðið ljóst hvaða hross og knapar mæta til leiks á lokamót deildarinnar næstkomandi föstudag í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Við megum svo sannarlega búa okkur undir það að hart verður barist í báðum greinum því hestakosturinn er með glæsilegasta móti. Nú er bara að taka frá föstudagskvöldið því þetta má ekki láta fram hjá sér fara. Mótið hefst kl. 18:00 á tölti og er frítt inn í boði Líflands. Tilvalið er að mæta tímanlega og gæða sér á veitingunum í veitingasal HorseDay hallarinnar. Ef þið pantið fyrir fram þá fái þið frátekið sæti í stúkunni. Pantanir eru á [email protected]. Eins verður hægt að horfa á beina útsendingu á Alendis. RÁSLISTI - TÖLT T1
1. Hans Þór Hilmarsson Hjarðartún Vala frá Hjarðartúni 2. Þorgeir Ólafsson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Fjöður frá Hrísakoti 3. Páll Bragi Hólmarsson Austurkot / Storm Rider Vísir frá Kagaðarhóli 4. Signý Sól Snorradóttir Auðsholtshjáleiga / Horseexport Kolbeinn frá Horni I 5. Árni Björn Pálsson Top Reiter Kastanía frá Kvistum 6. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Flóvent frá Breiðstöðum 7. Viðar Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Þór frá Stóra-Hofi 8. Jóhanna Margrét Snorradóttir Árbakki/Hestvit Kormákur frá Kvistum 9. Mette Mannseth Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Staka frá Hólum 10. Matthías Kjartansson Austurkot / Storm Rider Aron frá Þóreyjarnúpi 11. Helga Una Björnsdóttir Hjarðartún Bylgja frá Barkarstöðum 12. Ragnhildur Haraldsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Úlfur frá Mosfellsbæ 13. Ásmundur Ernir Snorrason Auðsholtshjáleiga / Horseexport Hlökk frá Strandarhöfði 14. Benjamín Sandur Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Sigur Ósk frá Íbishóli 15. Þórdís Inga Pálsdóttir Top Reiter Fjalar frá Vakurstöðum 16. Gústaf Ásgeir Hinriksson Hestvit / Árbakki Sesar frá Rauðalæk 17. Jóhann Kristinn Ragnarsson Austurkot / Storm Rider Kvarði frá Pulu 18. Jakob Svavar Sigurðsson Hjarðartún Skarpur frá Kýrholti 19. Glódís Rún Sigurðardóttir Ganghestar / Margrétarhof Drumbur frá Víðivöllum fremri 20. Ólafur Ásgeirsson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Fengsæll frá Jórvík 21. Sara Sigurbjörnsdóttir Auðsholtshjáleiga / Horseexport Fluga frá Oddhóli 22. Teitur Árnason Top Reiter Dússý frá Vakurstöðum 23. Hákon Dan Ólafsson Hrímnir / Hest.is Halldóra frá Hólaborg 24. Pierre Sandsten Hoyos Hestvit / Árbakka Breki frá Austurási RÁSLISTI - FLUGSKEIÐ 1. Þorgeir Ólafsson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Rangá frá Torfunesi 2. Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga / Horseexport Óskastjarna frá Fitjum 3. Pierre Sandsten Hoyos Árbakki/Hestvit Hamarsey frá Hjallanesi 1 4. Viðar Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Ópall frá Miðási 5. Kristófer Darri Sigurðsson Austurkot / Storm Rider Gnúpur frá Dallandi 6. Sigurður Vignir Matthíasson Ganghestar / Margrétarhof Alda frá Borgarnesi 7. Árni Sigfús Birgisson UPPBOÐSSÆTI Dimma frá Skíðbakka 1 8. Árni Björn Pálsson Top Reiter Ögri frá Horni I 9. Jakob Svavar Sigurðsson Hjarðartún Jarl frá Kílhrauni 10. Hinrik Bragason Árbakki/Hestvit Sæla frá Hemlu II 11. Flosi Ólafsson Hrímnir / Hest.is Orka frá Breiðabólsstað 12. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Ylfa frá Miðengi 13. Mette Mannseth Þjóðólfshaga / SumarliðabæjarV ívaldi frá Torfunesi 14. Daníel Gunnarsson Auðsholtshjáleiga / Horseexport Kló frá Einhamri 2 15. Jóhann Kristinn Ragnarsson Austurkot / Storm Rider Þórvör frá Lækjarbotnum 16. Teitur ÁrnasonTop ReiterStyrkur frá Hofsstaðaseli 17. Hans Þór Hilmarsson Hjarðartún Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 18. VILLIKÖTTUR Ganghestar / Margrétarhof 19. Sigurður Sigurðarson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Hnokki frá Þóroddsstöðum 20. Sara Sigurbjörnsdóttir Auðsholtshjáleiga / Horseexport Alviðra frá Kagaðarhóli 21. Benjamín Sandur Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Fáfnir frá Efri-Rauðalæk 22. Páll Bragi Hólmarsson Austurkot / Storm Rider Vörður frá Hafnarfirði 23. Gústaf Ásgeir HinrikssonÁrbakki/HestvitSjóður frá Þóreyjarnúpi 24.Konráð Valur SveinssonTop ReiterKjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 25. Þórarinn Ragnarsson Hjarðartún Bína frá Vatnsholti Nú er komið að lokamóti Meistaradeildar Líflands! Það verður haldið föstudaginn 14. apríl næstkomandi í HorseDay höllinni, Ingólfshvoli, og keppt verður í tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Einnig mun koma í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar Meistaradeildar Líflands 2023. Það má svo sannarlega segja að það stefnir í gríðarlega sterkt og spennandi lokakvöld því breiddin hefur sjaldan verið meiri eins og nú í vetur. Einstaklingskeppnin er galopin og geta nokkrir knapar gert sig líklega að sigri - en allt þarf að ganga upp! Aðeins 17 stig skilja svo að 1. og 4. sæti í liðakeppninni og munu þessi lið klárlega tefla fram sínum allra besta hestakosti til að eiga möguleika á að sigra liðakeppnina.
Í fyrra var það Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi sem sigruðu töltið og Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu unnu skeiðið. Eftir spennandi keppni í stigasöfnuninni yfir veturinn var það Árni Björn Pálsson sem sigraði að lokum einstaklingskeppnina 2022 og lið hans Top Reiter sigraði liðakeppnina. Munu Árni og lið hans Top Reiter endurtaka leikinn eða erum við að fara sjá aðra stíga á pallinn á föstudaginn? En eins og staðan er núna er það lið Hjarðartúns sem leiðir og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir leiðir einstaklingskeppnina. Við getum að minnsta kosti búið okkur undir virkilega spennandi og skemmtilegt kvöld - fljótustu verkringar landsins munu þjóta gegnum húsið ásamt því að bestu tölthestar landsins munu leika listir sínar! Að þessu sinni er það Lífland sem býður áhorfendum í höllina. Eins og áður verða frábærar veitingar í boði fyrir áhorfendur í HorseDay höllinni og er þeim bent á að panta mat á [email protected] og fá þá í kaupbæti frátekið sæti á besta stað í stúkunni - opnað verður í matinn kl 16:30 - fyrstir panta fyrstir fá ! Látið þetta ekki fram hjá ykkur fara. Stjórn Meistaradeildar Líflands. Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti í Tölt T1 og flugskeið sem fer fram föstudaginn 14. apríl næstkomandi.
Skráningarfrestur er til 12. apríl kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á [email protected]. "Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar HÉR." Nú rétt í þessu var skeiðmóti Meistaradeildar Líflands að ljúka með hörku spennandi 150m skeiði. Leikar fóru svo að Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu sigruðu á tímanum 14.34. Daníel Gunnarsson og Kló frá Einhamri 2 voru í 2. sæti á tímanum 14.70 og Hans Þór og Vorsól frá Stóra-Vatnsgarði í 3. sæti á tímanum 14.91. Það var lið Top Reiter sem sigraði liðakeppnina með 57 stigum. Að loknu 150m skeiðinu leiðir Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir einstaklingskeppnina með 31 stig en nú er það lið Hjarðartúns sem skaust í efsta sætið og er með 273.5 stig. Top Reiter sigrar liðakeppnina í 150m skeiði. Hér eru fulltrúar liðsins, Konráð Valur Sveinsson, Teitur Árnason og Eyrún Ýr Pálsdóttir. Niðurstöður - 150m skeið
1 Konráð Valur Sveinsson Top Reiter Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 14,34 2 Daníel Gunnarsson Auðsholtshjáleiga Kló frá Einhamri 2 14,70 3 Hans Þór Hilmarsson Hjarðartún Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 14,91 4 Jóhann Kristinn Ragnarsson Storm Rider / Austurkot Þórvör frá Lækjarbotnum 14,96 5 Þorgeir Ólafsson Þjóðólfshagi / Sumarliðabær Rangá frá Torfunesi 14,97 6 Þórarinn Ragnarsson Hjarðartún Bína frá Vatnsholti 15,08 7 Hinrik Bragason Hestvit / Árbakki Sæla frá Hemlu II 15,12 8 Árni Björn Pálsson Top Reiter Ögri frá Horni I 15,13 9 Teitur Árnason Top Reiter Styrkur frá Hofsstaðaseli 15,21 10 Helgi Gíslason UPPBOÐSKNAPI Hörpurós frá Helgatúni 15,34 11 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Skemill frá Dalvík 15,56 12 Kristófer Darri Sigurðsson Storm Rider / Austurkot Gnúpur frá Dallandi 15,57 13 Glódís Rún Sigurðardóttir Ganghestar / Margrétarhof Glotti frá Þóroddsstöðum 15,60 14 Gústaf Ásgeir Hinriksson Hestvit / Árbakki Sjóður frá Þóreyjarnúpi 15,81 15 Jakob Svavar Sigurðsson Hjarðartún Glettir frá Þorkelshóli 2 15,93 16 Benjamín Sandur Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Fáfnir frá Efri-Rauðalæk 16,23 17 Páll Bragi Hólmarsson Storm Rider / Austurkot Vörður frá Hafnarfirði 16,50 18 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Óskastjarna frá Fitjum 16,99 19 Ólafur Ásgeirsson Þjóðólfshagi / Sumarliðabær Sproti frá Þjóðólfshaga 1 16,99 20 Sara Sigurbjörnsdóttir Auðsholtshjáleiga Blævar frá Rauðalæk 17,15 21-25 Flosi Ólafsson Hrímnir / Hest.is Grunur frá Lækjarbrekku 20,00 21-25 Jóhanna Margrét Snorradóttir Hestvit / Árbakki Bríet frá Austurkoti 0,00 21-25 Sigurður Sigurðarson Þjóðólfshagi / Sumarliðabær Drómi frá Þjóðólfshaga 10,00 21-25 Sigurður Vignir Matthíasson Ganghestar / Margrétarhof Alda frá Borgarnesi 0,00 21-25 Viðar Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Ópall frá Miðási 0,00 Keppnin var gríðarlega jöfn og spennandi þegar keppt var í gæðingaskeiði hér á Brávöllum á Selfossi. Það var Árni Björn Pálsson sem endurtók leikinn frá því í fyrra og sigrar gæðingaskeið Meistaradeildar Líflands 2023. Það var lið Top Reiters sem sigraði liðakeppnina með 61 stig. Að loknu gæðingaskeiðinu leiðir Aðalheiður Anna einstaklingskeppnina með 24 stig en svo er það lið Auðsholtshjáleigu/Horseexport sem skaust í efsta sætið með 230.5 stig. Nú eru leikar að hefjast í 150m skeiði og verður spennandi að sjá hvernig leikar standa þá. Niðurstöður - Gæðingaskeið. 1 Árni Björn Pálsson Álfamær frá Prestsbæ Top Reiter 8,46 2 Elvar Þormarsson Fjalladís frá Fornusöndum Hjarðartún 8,38 3 Konráð Valur Sveinsson Tangó frá Litla-Garði Top Reiter 8,21 4 Sigurður Vignir Matthíasson Glitnir frá Skipaskaga Ganghestar/Margrétarhof 7,83 5-6 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá LækjarbotnumStorm Rider / Auturkot 7,71 5-6 Daníel Gunnarsson Strákur frá Miðsitju Auðsholtshjáleiga 7,71 7 Jakob Svavar Sigurðsson Ernir frá Efri-Hrepp Hjarðartún 7,71 8 Mette Mannseth Vívaldi frá Torfunesi Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 7,71 9 Guðmar Freyr Magnússon Brimar frá Varmadal Hrímnir/Hest.is 7,67 10 Teitur Árnason Nóta frá Flugumýri II Top Reiter 7,58 11 Benedikt Ólafsson Leira-Björk frá Naustum III Auðsholtshjáleiga 7,54 12 Sigurður Sigurðarson Kári frá Korpu Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 7,46 13 Ásmundur Ernir SnorrasonPáfi frá KjarriAuðsholtshjáleiga7,42 14Hinrik BragasonSæla frá Hemlu IIHestvit/Árbakki7,42 15 Sara Sigurbjörnsdóttir Flóki frá Oddhóli Auðsholtshjáleiga 6,96 16 Viðar Ingólfsson Vigri frá Bæ Hrímnir/Hest.is 6,83 17 Auðunn Kristjánsson Penni frá Eystra-Fróðholti Uppboðsknapi 6,83 18 Þorgeir Ólafsson Hátíð frá Sumarliðabæ 2 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 6,83 19 Hafþór Hreiðar Birgisson Tinni frá Laxdalshofi Storm Rider / Auturkot 6,79 20 Þórarinn Ragnarsson Ronja frá Vesturkoti Hjarðartún 6,50 21 Gústaf Ásgeir Hinriksson Hamarsey frá Hjallanesi 1 Hestvit/Árbakki 6,50 22 Páll Bragi Hólmarsson Vörður frá HafnarfirðiStorm Rider / Auturkot 6,42 23 Glódís Rún SigurðardóttirKalmann frá Kjóastöðum 3 Ganghestar/Margrétarhof 5,75 24 Hulda Gústafsdóttir Prins frá Vöðlum Hestvit/Árbakki 5,71 25 Benjamín Sandur Ingólfsson Vinátta frá Árgerði Storm Rider / Auturkot 1,13 26 Aðalheiður Anna GuðjónsdóttirÁsa frá Fremri-Gufudal Ganghestar/Margrétarhof 1,08 Top Reiter sigrar liðakeppnina í gæðingaskeiði. Hér eru fulltrúar liðsins, Árni Björn Pálsson og Konráð Valur Sveinsson.
Nú er orðið ljóst hvaða knapar og hestar mæta til leiks á skeiðmót Meistaradeildar Líflands. Dregið var í ráslista í beinni útsendingu á Alendis rétt í þessu og megum við svo sannarlega vera spennt fyrir morgundeginum. Það er ljóst að bestu skeiðhross landsins eru að mæta á Selfoss til að berjast um titil í bæði gæðingaskeiði og 150m skeiði. Það var Árni Björn Pálsson sem sigraði eftirminnilega báðar greinar í fyrra með Álfamær frá Prestsbæ í gæðingaskeiði og Ögra frá Horni í 150m skeiði. Nú er orðið ljóst að Árni Björn mætir til leiks með bæði þessi hross á laugardaginn og mun án efa stefna á að verja sína titla. Engu að síður eru ótrúlega sterk hross að mæta til leiks sem munu ekki gefa neitt eftir og eru líkleg til sigurs - til að mynda eru Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði frá því í sumar, Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum, skráð til leiks. Eins eru þeir Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu og óhætt að segja að séu einnig sigurstranglegir í 150m skeiðinu.
Mótið hefst kl. 13:00 á Brávöllum á Selfossi og hlökkum við til að sjá ykkur þar. Eins verður sýnt frá keppninni á Alendis. Gæðingaskeið - Ráslisti 1 Hinrik Bragason Árbakki/Hestvit Sæla frá Hemlu 2 Auðunn Kristjánsson UPPBOÐSKNAPI Penni frá Eystra-Fróðholti 3 Viðar Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Vigri frá Bæ 4 Gústaf Ásgeir Hinriksson Árbakki/Hestvit Hamarsey frá Hjallanesi 1 5 Þorgeir Ólafsson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Hátíð frá Sumarliðabæ 2 6 Páll Bragi Hólmarsson Austurkot / Storm Rider Vörður frá Hafnarfirði 7 VILLIKÖTTUR Auðsholtshjáleiga / Horseexport 8 Glódís Rún Sigurðardóttir Ganghestar / Margrétarhof Kalmann frá Kjóastöðum 3 9 Ásmundur Ernir Snorrason UPPBOÐSKNAPI Páfi frá Kjarri 10 Árni Björn Pálsson Top Reiter Álfamær frá Prestsbæ 11 Elvar Þormarsson Hjarðartún Fjalladís frá Fornusöndum 12 Sara Sigurbjörnsdóttir Auðsholtshjáleiga / Horseexport Flóki frá Oddhóli 13 Benjamín Sandur Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Vinátta frá Árgerði 14 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Ása frá Fremri-Gufudal 15 Sigurður Sigurðarson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Kári frá Korpu 16 Jóhann Kristinn Ragnarsson Austurkot / Storm Rider Þórvör frá Lækjarbotnum 17 Þórarinn Ragnarsson Hjarðartún Ronja frá Vesturkoti 18 Hulda Gústafsdóttir Árbakki/Hestvit Prins frá Vöðlum 19 Konráð Valur Sveinsson Top Reiter Tangó frá Litla-Garði 20 VILLIKÖTTUR Hrímnir / Hest.is 21 Sigurður Vignir Matthíasson Ganghestar / Margrétarhof Glitnir frá Skipaskaga 22 Daníel Gunnarsson Auðsholtshjáleiga / Horseexport Strákur frá Miðsitju 23 Jakob Svavar Sigurðsson Hjarðartún Ernir frá Efri-Hrepp 24 Hafþór Hreiðar Birgisson Austurkot / Storm Rider Tinni frá Laxdalshofi 25 Mette Mannseth Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Vívaldi frá Torfunesi 26 Teitur Árnason Top Reiter Nóta frá Flugumýri II 150m - Ráslisti 1 Benjamín Sandur Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Fáfnir frá Efri-Rauðalæk 2 Jóhanna Margrét Snorradóttir Árbakki/Hestvit Bríet frá Austurkoti 2 Ólafur Ásgeirsson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Sproti frá Þjóðólfshaga 1 3 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga / Horseexport Óskastjarna frá Fitjum 3 Þórarinn Ragnarsson Hjarðartún Bína frá Vatnsholti 4 Kristófer Darri Sigurðsson Austurkot / Storm Rider Gnúpur frá Dallandi 4 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Skemill frá Dalvík 5 Teitur Árnason Top Reiter Styrkur frá Hofsstaðaseli 5 Flosi Ólafsson Hrímnir / Hest.is Grunur frá Lækjarbrekku 2 6 Þorgeir Ólafsson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Rangá frá Torfunesi 6 Hans Þór Hilmarsson Hjarðartún Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 7 Sigurður Vignir Matthíasson Ganghestar / Margrétarhof Alda frá Borgarnesi 7 Hinrik Bragason Árbakki/Hestvit Sæla frá Hemlu II 8 Jóhann Kristinn Ragnarsson Austurkot / Storm RiderÞórvör frá Lækjarbotnum 8 Árni Björn Pálsson Top Reiter Ögri frá Horni I 9 Sara Sigurbjörnsdóttir Auðsholtshjáleiga / Horseexport Blævar frá Rauðalæk 9 Viðar Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Ópall frá Miðási 10 Glódís Rún Sigurðardóttir Ganghestar / Margrétarhof Glotti frá Þóroddsstöðum 10 Gústaf Ásgeir Hinriksson Árbakki/Hestvit Sjóður frá Þóreyjarnúpi 11 Sigurður Sigurðarson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Drómi frá Þjóðólfshaga 1 11 Konráð Valur Sveinsson Top Reiter Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 12 Daníel Gunnarsson Auðsholtshjáleiga / Horseexport Kló frá Einhamri 2 12 Helgi Gíslason UPPBOÐSKNAPI Hörpurós frá Helgatúni 13 Jakob Svavar Sigurðsson Hjarðartún Glettir frá Þorkelshóli 2 13 Páll Bragi Hólmarsson Austurkot / Storm Rider Vörður frá Hafnarfirði
Fjórða mót Meistaradeildar Líflands fór fram í kvöld þegar keppt var í gæðingalist í HorseDay Höllinni á Ingólfshvoli. Það var ljóst fyrir kvöldið að áhorfendur máttu búast við frábærum sýningum og HorseDay höllin þétt setin og höfum við aldrei séð jafn marga á pöllunum í þessari grein. Fjórir villikettir voru skráðir til leiks og ríkti mikil eftirvænting fyrir því hverjir þeir væru. Af þeim reið á vaðið reynsluboltinn Gísli Gíslason á Trymbli frá Stóra-Ási fyrir Þjóðólfshaga/Sumarliðabæ með frábærri sýningu eins og við var að búast af þeim félögum og hafa sýnt okkur svo oft áður. Eins mætti Ólafur Andri Guðmundsson fyrir lið Storm Rider/Austurkot með glæsihryssuna Dröfn frá Feti. Þriðji villiköttur kvöldsins mætti með hreint út sagt ótrúlega sýningu og mátti heyra saumnál detta hér í HorseDay höllinni á meðan á sýningu þeirra Olil Amble og Glampa frá Ketilsstöðum stóð. Virkilega glæsileg og vel útfærð sýning hjá þeim og skutu þau sér beint á toppinn og leiddu forkeppnina allt til enda. Þau kepptu í kvöld fyrir lið Hjarðartúns. Fjórði villiköttur kvöldsins var Fredrika Fagerlund og Stormur frá Ystafelli en þau sigruðu KS-deildina fyrir norðan nú fyrr í vetur og tryggðu sér sæti í úrslitum hér í Meistaradeild Líflands. Þó það hafi verið spennandi að fá alla þessa villiketti með í kvöld voru virkilega glæsilegar sýningar sem mátti sjá í forkeppninni. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum riðu glæsilega sýningu og tryggðu sér öruggt sæti í úrslitum og voru önnur inn í úrslit á eftir Olil og Glampa. Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ voru glæsileg og voru þriðju inn í úrslit. Jöfn í 4.-6. sæti voru Fredrica Fagerlund og Stormur frá Ystafelli, Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti ásamt Söru Sigurbjörnsdóttur og Flóka frá Oddhóli. Eftir úrslitin breyttust leikar þannig að í 6. sæti höfnuðu Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli með 7.87, Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ í 5. sæti með 7.87, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum í 4. sæti með 8.10 Fredrica Fagerlund og Stormur frá Ystafelli í 3. sæti með 8.23 og Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti í 2. sæti með 8.33. Það var því Olil Amble og Glampi frá Ketilsstöðum sem eru sigurvegarar gæðingalistar 2023 og sigruðu þau nokkuð örugglega og eru án efa stjörnur kvöldsins Liðakeppni kvöldsins fór þannig að liðaplattinn fór til liðs Hjarðartúns en þau hlutu 61 stig kvöld. Það voru þau Olil Amble, Jakob Svavar og Helga Una sem kepptu fyrir þeirra hönd. Efst stendur þó lið Ganghesta/Margrétarhofs með 200.5 stig, Auðsholtshjáleiga/Horseexport í 2. sæti með 186 stig og Hjarðartún í 3. sæti með 173.5 stig. Aðalheiður Anna leiðir enn einstaklingskeppnina með 31 stig. Í öðru sæti er Sara Sigurbjörnsdóttir með 24 stig og Ásmundur Ernir Snorrason skaust upp í þriðja sætið og er með 15 stig.
Við í stjórn meistaradeildar viljum þakka frábært kvöld og óskum knöpum til hamingju með árangurinn. Sjáumst næst eftir rúmar 2 vikur laugardaginn 8. apríl á Brávöllum á Selfossi þegar keppt verður í gæðingaskeiði og 150m skeiði. Sjáumst á Selfossi! Stjórn Meistaradeildar Líflands. |
|