MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News (EN)
  • Aktuelles (DE)
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule

Meistaradeild Líflands semur við Eiðfaxa TV um útsendingar

3/11/2024

 
Picture
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefur gert samning við Eiðfaxa TV um að streyma beint frá viðburðum deildarinnar í vetur. Þessi samningur mun tryggja áhorfendum greiðan aðgang að viðburðum deildarinnar sem eiga ekki heimangengt í HorseDay höllina á keppniskvöldum. Eiðfaxi TV hefur skuldbundið sig um að gera Meistaradeildinni góð skil bæði í útsendingum og í annarri þáttagerð. 

Keppnistímabilið í vetur hefst á keppni í fjórgangi í HorseDay höllinni, Ingólfshvoli, þann 23. janúar.

Við hlökkum til spennandi vetrar í hestaíþróttum og vonumst til að sem flestir fylgist með okkur á Eiðfaxi TV.

Stórn Meistaradeildarinnar

Meistaradeild Líflands semur við HorseDay höllina Ingólfshvoli 2025

3/11/2024

 
Picture
Meistaradeildin í hestaíþróttum hefur endurnýjað samning sinn um að allir innanhúsviðburði Meistaradeildarinnar verði haldnir í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli,  líkt og síðastliðin tvö ár. Höllin hefur reynst frábær vettvangur fyrir keppnirnar þar sem aðstaðan er ein sú besta sem í boði er á Íslandi í dag, bæði fyrir knapa og áhorfendur. Að auki verða veitingar áfram í boði í veislusalnum, þar sem gestir geta slakað á og notið þess að vera í góðum félagsskap hestamanna.

Meistaradeild Líflands vonar að þetta samstarf muni tryggja góða upplifun fyrir alla sem taka þátt í eða fylgjast með deildinni.

Sjáumst í HorseDay höllinni 23. janúar þegar keppni hefst á fjórgangi.

Stjórn Meistaradeildarinnar. 




Meistaradeildin í hestaíþróttum semur við Lífland

2/11/2024

 
Picture
Meistaradeildin í hestaíþróttum hefur endurnýjað samning sinn við Lífland um að vera aðalstyrktaraðili deildarinnar fyrir árið 2025. 

Lífland er leiðandi fyrirtæki á sviði landbúnaðar og hefur lengi verið öflugur bakhjarl Meistaradeildarinnar. Samstarf Meistaradeildarinnar og Líflands hefur ávallt verið til fyrirmyndar og þökkum við þeim það traust sem þeir sýna okkur með endurnýjuðum samningi.

Meistaradeild Líflands árið 2025 lofar glæsilegri keppni í vetur þar sem þeir allra bestu munu etja kappi og umgjörðin verður bæði glæsileg á staðnum og heima í stofu. Ekki láta þetta fram hjá ykkur fara og við hlökkum til að sjá ykkur í janúar þegar keppni hefst í fjórgangi fimmtudaginn 23. janúar.

​Við þökkum Líflandi enn og aftur fyrir þeirra ómetanlega stuðning og hlökkum til áframhaldandi samstarfs. Stjórn Meistaradeildar Líflands

Dagsetningar 2025*
23. janúar - Fjórgangur
6. febrúar - Slaktaumatölt
28. febrúar - Fimmgangur
14. mars - Gæðingalist
29. mars - PP1 og 150m skeið
4. apríl - Tölt og flugskeið
*birt með fyrirvara um breytingar

Dagskrá 2025

27/10/2024

Comments

 
  • 23. janúar - Fjórgangur
  • 6. febrúar - Slaktaumatölt 
  • 28. febrúar - Fimmgangur 
  • 14. mars - Gæðingalist
  • 29. mars - PP1 og 150m skeið
  • 4. apríl - Tölt og flugskeið
                                *Birt með fyrirvara um breytingar
Picture
Comments

AUGLÝST ER EFTIR LIÐUM TIL ÞÁTTTÖKU ÁRIÐ 2025

8/7/2024

Comments

 
Picture
Meistaradeild í hestaíþróttum auglýsir eftir liðum til þátttöku í mótaröð deildarinnar árið 2025, lokadagur til að skila inn umsókn er 30. ágúst 2024. Senda skal umsóknina á netfangið [email protected]. Í umsókninni þarf að koma fram hverjir eru liðseigendur og knapar liðsins.

Þau lið sem eiga sjálfkrafa þátttökurétt 2025 eru:
  • Ganghestar / Margrétarhof
  • Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
  • Hestvit / Árbakki
  • Hjarðartún
  • Hrímnir / Hest.is
  • Top Reiter

Hægt er að nálgast leikreglur Meistaradeildarinnar inn á heimasíðu deildarinnar HÉR.
Comments

Hestvit/Árbakki og Árni Björn sigurvegarar Meistaradeildar Líflands 2024!

13/4/2024

Comments

 
Picture
Ótrúlegu tímabili Meistaradeildar Líflands 2024 er nú lokið og hefur veturinn verið virkilega skemmtilegur og oft á tíðum alveg gríðarlega spennandi. Hestakosturinn hefur verið með glæsilegasta móti og knaparnir verið til fyrirmyndar innan vallar sem utan. Lokamót Meistaradeildarinnar var haldið í gær þegar keppt var í Tölti og Flugskeiði í gegnum höllina.  Leikar fóru svo að Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli sigruðu töltið eftir virkilega spennandi og flott A-úrslit. Næst var komið að Flugskeiðinu. Þar voru margir af fljótustu vekringum landsins skráðir til leiks og mátti búa sig undir að sjá á feikna fljóta spretti í gegnum höllina. En leikar fóru svo að Árni Björn Pálsson og Ögri frá Horni I fóru hraðast og sigruðu flugskeiðið nokkuð örugglega!

HÉR má sjá nánari niðurstöður úr töltinu.
HÉR má nálgast nánari úrslit úr skeiðinu.

Svo var komið að því sem allir höfðu beðið eftir - að telja stig kvöldsins og krýna sigahæsta einstaklinginn og sigahæsta lið Meistaradeildar Líflands 2024. Fyrir kvöldið leiddi Glódís Rún einstaklingskeppnina og lið Ganghesta/Margrétarhofs liðakeppnina. Eftir töltið hélt Glódís sinni forystu en lið Hestvits/Árbakka var komið á toppinn í liðakeppninni. Fyrir skeiðið mátti litlu muna milli efstu knapa og liða og ríkti gríðarlega spenna hverjir myndu  standa uppi sem sigurvegarar! En leikar fóru svo að með sigri Árna Björns í flugskeiðinu fór hann úr fjórða sæti upp í það fyrsta og tryggði sér þar með sigurinn í einstaklingskeppni Meistaradeildar Líflands 2024!

Liðakeppnin fór svo að eftir liðasigur í Flugskeiðinu gulltryggði lið Hestvits/Árbakka stöðu sína á toppnum og eru því sigurvegarar í liðakeppni Meistaradeildar Líflands 2024!

Stjórn Meistaradeildarinnar vill óska knöpum innilega til hamingju með sinn árangur í deildinni í vetur. Við erum gríðarlega ánægð með samvinnuna við knapa og liðseigendur og viljum þakka öllum þeim sem komu að deildinni á einn eða annan hátt. Styrktaraðilar, samstarfsaðilar, sjálfboðaliðar, knapar og liðseigendur, takk fyrir samstarfið í Meistaradeild Líflands 2024! 
Picture
Comments

Árni Björn Pálsson og Ögri frá Horni I sigra Flugskeið í Meistaradeild Líflands 2024!

13/4/2024

Comments

 
Picture
Eftir æsispennandi töltkeppni á lokamótinu sem haldið var í gær, föstudaginn 12. apríl, var það Flugskeið í gegnum höllina sem var næst og síðasta grein deildarinnar. Það voru ótrúlega magnaðir vekringar skráðir til leiks og eftir fyrri umferð höfðu nær allir hestar legið. Árni Björn Pálsson og Ögri frá Horni I leiddu fyrsta sprett á tímanum 5.73. Meiri vandræði virtust vera hjá knöpum í seinni umferð og enginn náði að bæta tíma Árna Björns. Hann stóð því hann uppi sem sigurvegari í Flugskeiði Meistaradeildar Líflands 2024. Í öðru sæti var Gústaf Ásgeir og Sjóður frá Þóreyjarnúpi á tímanum 5.81 og Guðmar Þór Pétursson í því þriðja á tímanum 5.82.
Picture
Lið Árbakka / Hestvits endurtók leikinn frá því í töltinu og sigruðu liðakeppnina nokkuð örugglega að þessu sinni með 49 stig. Þau voru með alla sína knapa í topp 10 en það voru Gústaf Ásgeir, Jóhanna Margrét og Glódís sem kepptu fyrir liðið. Rún en hér má sjá þau ásamt sínum liðsfélögum Pierre, Jóhönnu Margréti og Fredricu sátt með sitt gegni í töltinu.

Liðakeppni Flugskeið
1 Hestvit / Árbakki 49
2 Top Reiter 41
3 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 36
4 Hjarðartún 31
5 Hrímnir / Hest.is 30
6 Ganghestar / Margrétarhof 25
7 Austurkot / Pula 19
Niðurstöður - Flugskeið
1 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I 5,72
2 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi 5,81
3 Guðmar Þór Pétursson Friðsemd frá Kópavogi 5,82
4 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 5,86
5 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 5,88
6 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bríet frá Austurkoti 5,89
7 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni 5,91
8 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 5,91
9 Glódís Rún Sigurðardóttir Vinátta frá Árgerði 5,92
10 Flosi Ólafsson Orka frá Breiðabólsstað 5,94
11 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási 5,95
12 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 5,98
13 Guðmundur Björgvinsson Ögrunn frá Leirulæk 6,02
14-15 Benjamín Sandur Ingólfsson Ljósvíkingur frá Steinnesi 6,04
14-15 Þorgeir Ólafsson Rangá frá Torfunesi 6,04
16 Þórarinn Ragnarsson Freyr frá Hraunbæ 6,05
17 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Erla frá Feti 6,06
18 Hanna Rún Ingibergsdóttir Orka frá Kjarri 6,15
19 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri 6,53
20 Sigurður Vignir Matthíasson Magnea frá Staðartungu 6,54
21 Jóhann Kristinn Ragnarsson Gnýr frá Brekku 0,00
Picture
Comments

Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli sigra Tölt í Meistaradeild Líflands 2024!

13/4/2024

Comments

 
Picture
Lokamót Meistaradeildar Líflands var haldið hátíðlegt í gær, föstudaginn 12. apríl. Framundan var keppni í Tölti og skeiði en kvöldið hófst á forkeppni í Tölti T1. Forkeppnin var gríðarlega sterk og mátti sjá virkilega glæsilegar sýningar. Það voru þeir félagar Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli sem riðu síðastir í braut og skutu sér á topp sætið að lokinni forkeppni. Þeirri forystu hélt hann allt til enda og stóð uppi sem sigurvegarar í Tölti í Meistaradeild Líflands 2024 með einkunnina 8.83!  Í öðru til þriðja sæti voru tveir knapar jafnir, Gústaf Ásgeri Hinriksson á Össu frá Miðhúsum og Árni Björn Pálsson á Kastaníu frá Kvsitum með einkunnina 8.50.
Picture
Það var svo lið Árbakka / Hestvits sem sigraði liðakeppnina nokkuð naumlegaga með 41.5 stig. Þau voru með tvo af sínum knöpum í úrslitum, Gústaf Ásgeir og Glódísi Rún en hér má sjá þau ásamt sínum liðsfélögum Pierre, Jóhönnu Margréti og Fredricu sátt með sitt gegni í töltinu.
Picture
Liðakeppni Tölt
1 Hestvit / Árbakki 41.5
2 Austurkot / Pula 40
3 Hjarðartún 37
4 Top Reiter 36.5
5 Ganghestar / Margrétarhof 30
6 Hrímnir / Hest.is 28
7 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 18​

Þegar hingað var komið við sögu var ein keppni fram undan sem mundi mögulega ráða úrslitum í stigakeppninni.  Flugskeið í gegnum höllina var eftir og var það ljóst að gott gengi þar gæti haft mikil áhrfi á það hverjir stæðu uppi sem sigurvegarar Meistaradeildarinnar 2024 þar sem mjög mjótt var á munum, bæði í einstaklings og liðakeppninni. 


Liðakeppni að loknu tölti
1 Hestvit/Árbakki 276
2 Ganghestar/Margrétarhof 269
3 Top Reiter 252
4 Hjarðartún 243
5 Austurkot/Pula 196
6 Hrímnir/Hest.is 194
7 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 186

Einstaklingskeppni að loknu tölti

1 Glódís Rún Sigurðardóttir 39.5
2 Jakob Svavar Sigurðsson 37
3 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 33
4 Gústaf Ásgeir Hinriksson 31.75
5 Árni Björn Pálsson 30
6 Ásmundur Ernir Snorrason 26

Niðurstöður Tölt
1 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli Austurkot / Pula 8,83
2-3 Árni Björn Pálsson Kastanía frá Kvistum Top Reiter 8,50
2-3 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum Hestvit / Árbakki 8,50
4 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti Hjarðartún 8,44
5 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir / Hest.is 8,39
6 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási Ganghestar / Margrétarhof 8,06
7 Teitur Árnason Dússý frá Vakurstöðum Top Reiter 7,87
8 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar / Margrétarhof 7,83
9-11 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar / Margrétarhof 7,77
9-11 Ólafur Andri Guðmundsson Salka frá Feti Austurkot / Pula 7,77
9-11 Guðmar Þór Pétursson Sókrates frá Skáney Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 7,77
12 Helga Una Björnsdóttir Bylgja frá Barkarstöðum Hjarðartún 7,73
13 Hans Þór Hilmarsson Vala frá Hjarðartúni Hjarðartún 7,50
14 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti Hrímnir / Hest.is 7,47
15 Jón Ársæll Bergmann Móeiður frá Vestra-Fíflholti Austurkot / Pula 7,43
16 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum Hestvit / Árbakki 7,40
17 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 7,33
18 Bergur Jónsson Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum UPPBOÐSSÆTI 7,23
19 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Ganghestar / Margrétarhof 7,13
20-21 Fredrica Fagerlund Stormur frá Yztafelli UPPBOÐSSÆTI 7,00
20-21 Flosi Ólafsson Röðull frá Haukagili Hvítársíðu Hrímnir / Hest.is 7,00
22 Eyrún Ýr Pálsdóttir Fjalar frá Vakurstöðum Top Reiter 6,93
23 Guðmundur Björgvinsson Adrían frá Garðshorni á Þelamörk Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 6,77
Picture
Comments

Ráslistinn klár fyrir lokamótið á föstudaginn!

10/4/2024

Comments

 
Picture
Þá er það orðið ljóst hverjir mæta til leiks á föstudaginn þegar keppt verður í bæði Flugskeiði og Tölti T1, en dregið var í beinni útsendingu á ALENDIS nú rétt í þessu. Sigurvegarinn í skeiði frá því í fyrra mætir með annan hest að þessu sinni en Konráð Valur mætir með Kastor frá Garðshorni en þeir sigruðu Gæðingaskeiðið á síðasta móti. Árni Björn og Kastanía frá Kvistum sigruðu töltið í fyrra og eru skráð til leiks og má búast við miklu af því pari. Tveir uppboðsknapar eru skráðir til leiks í tölti, Bergur Jónsson á Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum og Fredrica Fagerlund á Stormi frá Yztafelli. Virkilega skemmtileg viðbót við annars glæsilegan hóp.
 
​Keppni hefst kl. 19:00 í HorseDay höllinni Ingólfshvoli. Minnum ykkur á að panta hlaðborð og fá frátekið sæti í stúkunni! Húsið opnar kl. 17:00!
Ráslisti - Flugskeið
1 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi Hestvit / Árbakki
2 Guðmundur Björgvinsson Ögrunn frá Leirulæk Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
3 Flosi Ólafsson Orka frá Breiðabólsstað Hrímnir / Hest.is
4 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri Austurkot / Pula
5 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 Ganghestar / Margrétarhof
6 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni Hjarðartún
7 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri Top Reiter
8 Guðmar Þór Pétursson Friðsemd frá Kópavogi Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
9 Benjamín Sandur Ingólfsson Ljósvíkingur frá Steinnesi Hrímnir / Hest.is
10 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Erla frá Feti Ganghestar / Margrétarhof
11 Glódís Rún Sigurðardóttir Vinátta frá Árgerði Hestvit / Árbakki
12 Jóhann Kristinn Ragnarsson Gnýr frá Brekku Austurkot / Pula
13 Þórarinn Ragnarsson Freyr frá Hraunbæ Hjarðartún
14 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk Top Reiter
15 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási Hrímnir / Hest.is
16 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bríet frá Austurkoti Hestvit / Árbakki
17 Hanna Rún Ingibergsdóttir Orka frá Kjarri Austurkot / Pula
18 Þorgeir Ólafsson Rangá frá Torfunesi Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
19 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I Top Reiter
20 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði Hjarðartún
21 Sigurður Vignir Matthíasson Magnea frá Staðartungu Ganghestar / Margrétarhof

​Ráslisti - Tölt T1
1 Bergur Jónsson Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum UPPBOÐSSÆTI
2 Fredrica Fagerlund Stormur frá Yztafelli UPPBOÐSSÆTI
3 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum Hestvit / Árbakki
4 Hans Þór Hilmarsson Vala frá Hjarðartúni Hjarðartún
5 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar / Margrétarhof
6 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir / Hest.is
7 Ólafur Andri Guðmundsson Salka frá Feti Austurkot / Pula
8 Guðmundur Björgvinsson Adrían frá Garðshorni á Þelamörk Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
9 Eyrún Ýr Pálsdóttir Fjalar frá Vakurstöðum Top Reiter
10 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti Hjarðartún
11 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar / Margrétarhof
12 Guðmar Þór Pétursson Sókrates frá Skáney Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
13 Flosi Ólafsson Röðull frá Haukagili Hvítársíðu Hrímnir / Hest.is
14 Jón Ársæll Bergmann Móeiður frá Vestra-Fíflholti Austurkot / Pula
15 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási Hestvit / Árbakki
16 Árni Björn Pálsson Kastanía frá Kvistum Top Reiter
17 Helga Una Björnsdóttir Bylgja frá Barkarstöðum Hjarðartún
18 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Ganghestar / Margrétarhof
19 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
20 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti Hrímnir / Hest.is
21 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum Hestvit / Árbakki
22 Teitur Árnason Dússý frá Vakurstöðum Top Reiter
23 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli Austurkot / Pula
Comments

Lokamót Meistaradeildar Líflands á föstudaginn!!

10/4/2024

Comments

 
Picture
Nú er komið að lokamót Meistaradeildar Líflands sem fer fram föstudaginn 12. apríl næstkomandi í HorseDay höllinni Ingólfshvoli. Keppt verður í Tölti T1 og Flugskeiði í gegnum höllina ásamt því að í ljós kemur hverjir standa uppi sem sigurvegarar Meistaradeildarinnar 2024. Það er óhætt að segja að virkilega spennandi og hörð keppni sé framundan bæði í tölti og skeiði en ekki síður í stigakeppninni. Mjög mjótt er á milli efstu sæta bæði í einstaklings- og liðakeppninni og úrslitin að öllu óráðin. Lífland mun bjóða áhorfendum frítt í höllina og að vanda verða frábærar veitingar í boði fyrir áhorfendur í HorseDay höllinni á vegum Veisluþjónustu Suðurlands. Ef pantað er fyrir fram er í kaupbæti frátekið sæti í stúkunni. Tryggið ykkur miða HÉR því ekki er víst að allir komist að sem vilja. Húsið opnar klukkan 17:00 og hefst keppni stundvíslega klukkan 19:00!   Nánari upplýsingar um veitingarnar má nálgast á [email protected]. Þeir sem ekki komast þá að sjálfsögðu mælum við með að tryggja sér áskrift hjá ALENDIS og fylgist með í beinni útsendingu.
Picture
Glódís Rún Sigurðardóttir leiðir einstaklingskeppnina með 34.5 stig en mikil spenna ríkir milli efstu knapa og nóg eftir af stigum í pottinum. Hún hefur haldið öruggri forystu í allan vetur og megum við búast við því að hún mæti vel undirbúin til leiks og stefni á ekkert nema sigur. Það eru þó nokkrir knapar sem enn geta gert atlögu að sigri og má búast við að þeir leggi allt í sínar sýningar til að ná toppsætinu.

Staðan í einstaklingskeppni 
1 Glódís Rún Sigurðardóttir 34.5
2 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 30
3 Jakob Svavar Sigurðsson 30
4 Gústaf Ásgeir Hinriksson 22.75
​5 Árni Björn Pálsson 21
Picture
Það er svo lið Ganghesta/Margrétarhofs sem leiðir liðakeppnina með 239 stig en rétt á hæla þeirra eru lið Hestvits/Árbakka og Top Reiter sem eiga meðal annars möguleika á að sigra Meistaradeildina 2024.  

Staðan í liðakeppninni  
1 Ganghestar / Margrétarhof 239
2 Hestvit / Árbakki 234.5
3 Top Reiter 215.5
4 Hjarðartún 206
5 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 168
6 Hrímnir / Hest.is 166
7 Austurkot / Pula 156
​
Í fyrra voru það Árni Björn Pálsson og Kastanía frá Kvistum sem sigruðu töltið en Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II sigruðu flugskeiðið. Munu þau mæta aftur til leiks og endurheimta sigurinn? Það kemur allt í ljós á föstudaginn! Þetta vill enginn láta framhjá sér fara! 
Picture
Picture
Comments

Tölt T1 OG Flugskeið: BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR SKRÁNINGU Í UPPBOÐSSÆTI!

7/4/2024

Comments

 
Picture
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti bæði í Tölti T1 og Flugskeiði í gegnum höllina sem verður haldið 12. febrúar næstkomandi klukkan 19:00.

Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 10. apríl kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á [email protected].
​
​Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar hér -> https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html
„1.6 Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem aukaknapi í deildinni. Hann vinnur sér ekki inn stig nema ef knapi sé í liði í deildinni þá safnar hann stigum í einstaklingskeppninni. Þátttökugjald er 50.000 kr án VSK, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi kl 12 á hádegi á skráningardegi gilda. Meðan að tilboð eru að berast inn þá upplýsir stjórn bjóðendur ef að hærra tilboð en það sem er hæst hverju sinni berst. Ef fleiri en eitt tilboð eru jöfn þegar að skráningu lýkur þá öðlast þau öll keppnisrétt. Stjórn skal samþykkja knapa.“
Comments

Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sjóður frá Þóreyjarnúpi sigra 150m skeið Meistaradeildar Líflands 2024!

30/3/2024

Comments

 
Picture
Keppni í 150m skeiði hófst á glæsilegum spretti Hans Þórs Hilmarssonar á Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði þegar hann hleypti einn brautina á tímanum 14.62 sek. Við tóku virkilega spennandi kappreiðar þar sem tímarnir voru með glæsilegasta móti miðað við árstíma og ekki margir sprettir sem klikkuðu. Það fór svo eftir hörku spennandi lokasprett að Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sjóður frá Þóreyjarnúpi stóðu uppi sem sigurvegarar með tímann 14.18 sek. sem er virkilega glæsilegur árangur. Í öðru sæti voru það Jóhann Kristinn Ragnarsson á tímanum 14.40. Í þriðja sæti voru það Árni Björn Pálsson á Ögra frá Horni I og fóru þeir á tímanum 14.56. 
Picture
Frábær árangur hjá Top Reiter í dag og sigra þeir liðakeppnina í 150 skeiðinu einnig með 43 stig. Liðsmenn þeirra núna voru Árni Björn, Eyrún Ýr og Konráð Valur.
​

Liðakeppni í 150m skeiði
1
Top Reiter 43
2 Hestvit / Árbakki 37
3 Hrímnir / Hest.is 23
4 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 35
5 Austurkot / Pula 39
6 Ganghestar / Margrétarhof 26
7 Hjarðartún 27

Ganghestar/Margrétarhof halda sinni forystu í liðakeppninni en Top Reiter er nú komið í 3. sætið eftir virkilega góðan árangur í báðum skeiðgreinum dagsins. 

Staðan í liðakeppninni að loknu 150m skeiði
1 Ganghestar / Margrétarhof 239
2 Hestvit / Árbakki 234.5
3 Top Reiter 215.5
4 Hjarðartún 206
5 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 168
6 Hrímnir / Hest.is 165
7 Austurkot / Pula 156

Glódís fór stigalaust í gegnum þessar tvær greinar en heldur samt sinni forystu inn í síðustu tvær greinarnar sem eru Tölt og Flugskeið. Í topp baráttuna hafa einnig skipað sér þeir Gústaf Ásgeir og Árni Björn í fjórða og fimmta sæti. Mjótt er á munum og því má búast við því að lokakvöldið verður æsispennandi um það hver mun sigra Meistaradeild Líflands 2024!

Einstaklingskeppni að loknu 150m skeiði
1
Glódís Rún Sigurðardóttir 34.5
2 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 30
3 Jakob Svavar Sigurðsson 30
4 Gústaf Ásgeir Hinriksson 22.75
5 Árni Björn Pálsson 21
Picture
NIÐURSTÖÐUR - 150M SKEIÐ
1 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi Hestvit/Árbakki 14,18
2 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum Austurkot/Pula 14,40
3 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I Top Reiter 14,56
4 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði Hjarðartún 14,62
5 Guðmundur Björgvinsson Ögrunn frá Leirulæk Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 14,67
6 Þorgeir Ólafsson Rangá frá Torfunesi Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 14,68
7 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 Ganghestar/Margrétarhof 14,74
8 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási Hrímnir/Hest.is 14,84
9 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri Top Reiter 14,89
10 Hanna Rún Ingibergsdóttir Flótti frá Meiri-Tungu 1 Austurkot/Pula 15,07
11 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk Top Reiter15,16
12 Fredrica Fagerlund Snær frá Keldudal Hestvit/Árbakki15,23
13 Ásmundur Ernir Snorrason Númi frá Árbæjarhjáleigu IIHrímnir/Hest.is 15,25
14 Sigurður Vignir Matthíasson Magnea frá StaðartunguGanghestar/Margrétarhof 15,30
15 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri Austurkot/Pula 15,32
16 Glódís Rún Sigurðardóttir Vinátta frá Árgerði Hestvit/Árbakki 15,34
17 Elvar Þormarsson Buska frá Sauðárkróki Hjarðartún 15,55
18 Jakob Svavar Sigurðsson Salka frá Fákshólum Hjarðartún 15,59
19 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Glitra frá Sveinsstöðum Ganghestar/Margrétarhof 15,60
20 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 16,64
21 Flosi Ólafsson Orka frá Breiðabólsstað Hrímnir/Hest.is 0,00
Comments

Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni sigra Gæðingaskeið í Meistaradeild Líflands 2024

30/3/2024

Comments

 
Picture
Skeiðmót Meistaradeildar Líflands fór nú fram á Brávöllum Selfossi fyrr í dag. Konráð Valur Sveinsson byrjaði á því að tryggja sér sigur í Gæðingaskeiðinu á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk með einkunnina 8.24. Keppnin var virkilega spennandi og voru menn og hestar ekki mikið að láta það trufla sig þó svo blési hressilega á brautinni. Í öðru sæti voru Jóhann Ragnarsson og Þórvör frá Lækjarbotnum með einkunnina 8.04 , í því þriðja voru Árni Björn Pálsson og Álfamær frá Prestsbæ með einkunnina 7.92. Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka voru í því fjórða með einkunnina 7.83, í fimmta Daníel Gunnarsson og Strákur frá Miðsitju með einkunnina 7.79 og í sjötta sæti Sigurður Sigurðarson og Tromma frá Skúfslæk með 7.68 í einkunn 
Picture
Top Reiter sigraði liðakeppnina í Gæðingaskeiðinu nokkuð örugglega með 54 stig. En liðsfélagarnir Konráð, Árni Björn og Teitur voru allir í topp 10.

​Liðakeppni í Gæðingaskeið
1 Top Reiter 54
2 Hestvit / Árbakki 31
3 Hrímnir / Hest.is 18
4 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 27
5 Austurkot / Pula 34
6 Ganghestar / Margrétarhof 44
7 Hjarðartún 23

Glódís heldur forystu sinni í einstaklingskeppninni ásamt því sem að lið Ganghesta/Margrétarhofs gerði slíkt hið sama. 

Einstaklingskeppni að loknu Gæðingaskeið
1 Glódís Rún Sigurðardóttir 34.5
2 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 30
3 Jakob Svavar Sigurðsson 30
4 Ásmundur Ernir Snorrason 20
5 Ragnhildur Haraldsdóttir 16.75

Liðakeppnin að loknu Gæðingaskeið
1 Ganghestar / Margrétarhof 213
2 Hestvit / Árbakki 197.5
3 Hjarðartún 179
4 Top Reiter 172.5
5 Hrímnir / Hest.is 142
6 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 133
7 Austurkot / Pula 117
Picture
​NIÐURSTÖÐUR - GÆÐINGASKEIÐ
1 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk Top Reiter 8.21
2 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum Austurkot/Pula 8.04
3 Árni Björn Pálsson Álfamær frá Prestsbæ Top Reiter 8.00
4 Hinrik Bragason Trú frá Árbakka Hestvit/Árbakki 7.83
5 Daníel Gunnarsson Strákur frá Miðsitju Ganghestar/Margrétarhof 7.79
6 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 7.63
7 Sigurður Vignir Matthíasson Hlekkur frá Saurbæ Ganghestar/Margrétarhof 7.54
8 Teitur Árnason Nóta frá Flugumýri II Top Reiter 7.54
9 Hanna Rún Ingibergsdóttir Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk Austurkot/Pula 7.33
10 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Erla frá Feti Ganghestar/Margrétarhof 7.13
11 Viðar Ingólfsson Léttir frá Þóroddsstöðum Hrímnir/Hest.is 7.04
12 Jakob Svavar Sigurðsson Ernir frá Efri-Hrepp Hjarðartún 6.92
13 Elvar Þormarsson Glotta frá Torfabæ Hjarðartún Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 6.75
14 Þorgeir Ólafsson Mjallhvít frá Sumarliðabæ Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 26.63
15 Gústaf Ásgeir Hinriksson Hamarsey frá Hjallanesi Hestvit/Árbakki 15.21
16 Glódís Rún Sigurðardóttir Sæla frá Hemlu II Ganghestar/Margrétarhof 4.79
17 Ásmundur Ernir Snorrason Askur frá Holtsmúla Hrímnir/Hest.is 14.21
18 Hans Þór Hilmarsson Frigg frá Jöklu Hjarðartún 3.5
19 Guðmundur Björgvinsson Alda frá Borgarnesi Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 3.5
20 Bjarni Sveinsson Sturla frá Bræðratungu Uppboðsknapi 3.42
21 Benjamín Sandur Ingólfsson Embla frá Litlu-Brekku Hrímnir/Hest.is 0.71
22 Ólafur Andri Guðmundsson Orka frá Kjarri Austurkot/Pula 0.46
Comments

RÁSLISTARNIR FYRIR SKEIÐMÓTIÐ ERU KLÁRIR!

28/3/2024

Comments

 
Picture
Þá er það orðið ljóst hverjir mæta til leiks á laugardaginn þegar keppt verður í bæði 150m skeiði og Gæðingaskeiði, en dregið var í beinni útsendingu á ALENDIS fyrr í kvöld. Sigurvegararnir í gæðingaskeiði Árni Björn og Álfamær frá Prestsbæ eru skráð til leiks og má búast við miklu af því pari. Sigurvegarinn í 150m skeiði frá því í fyrra mætir með nýjan hest að þessu sinni en Konráð Valur Sveinsson mun mæta með Kastor frá Garðshorni í báðar greinar. Einn uppboðsknapi er skráður í Gæðingaskeið en það er hinn mikli skeiðknapi Bjarni Sveinsson á hestinum Sturlu frá Bærðratungu. Virkilega skemmtileg viðbót við annars glæsilegan hóp. Einn villiköttur fyrir lið Hestvits/Árbakka keppir í Gæðingaskeiði og verður spennandi að sjá hver það verður á laugardaginn!   
 
​Keppni hefst kl. 14:00 á Brávöllum, keppnissvæði Sleipnis á Selfossi. Við gerum ráð fyrir því að hitta ykkur flest í brekkunni!  Sjáumst!

RÁSLISTI 150M SKEIÐ
1 Hans Þór Hilmarsson. Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði. Hjarðartún
2 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Glitra frá Sveinsstöðum Ganghestar / Margrétarhof
3 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I  Top Reiter
4 Guðmundur Björgvinsson  Ögrunn frá Leirulæk  Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar
5 Glódís Rún Sigurðardóttir Vinátta frá Árgerði  Hestvit / Árbakki
6 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri Austurkot / Pula
7 Ásmundur Ernir Snorrason Númi frá Árbæjarhjáleigu II Hrímnir / Hest.is
8 Jakob Svavar Sigurðsson Salka frá Fákshólum Hjarðartún
9 Sigurður Vignir Matthíasson Magnea frá Staðartungu Ganghestar / Margrétarhof
10 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar
11 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk Top Reiter
12 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi Hestvit / Árbakki
13 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum Austurkot / Pula
14 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási Hrímnir / Hest.is
15 Elvar Þormarsson  Buska frá Sauðárkróki Hjarðartún
16 Daníel Gunnarsson. Kló frá Einhamri 2. Ganghestar / Margrétarhof
17 Þorgeir Ólafsson  Rangá frá Torfunesi  Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar
18 Hanna Rún Ingibergsdóttir  Flótti frá Meiri-Tungu 1  Austurkot / Pula
19 Eyrún Ýr Pálsdóttir  Sigurrós frá Gauksmýri  Top Reiter
20 Fredrica Fagerlund  Snær frá Keldudal  Hestvit / Árbakki
21 Flosi Ólafsson  Orka frá Breiðabólsstað  Hrímnir / Hest.is
 
 
RÁSLISTI GÆÐINGASKEIÐ                  
1 Bjarni Sveinsson  Sturla frá Bræðratungu.  UPPBOÐSSÆTI
2 Þorgeir Ólafsson.  Mjallhvít frá Sumarliðabæ 2     Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar
3 Glódís Rún Sigurðardóttir     Sæla frá Hemlu II      Hestvit / Árbakki
4 Viðar Ingólfsson Léttir frá Þóroddsstöðum      Hrímnir / Hest.is
5 Sigurður Vignir Matthíasson     Hlekkur frá Saurbæ     Ganghestar / Margrétarhof
6 Jóhann Kristinn Ragnarsson  Þórvör frá Lækjarbotnum      Austurkot / Pula
7 Hans Þór Hilmarsson  Frigg frá Jöklu   Hjarðartún
8 Árni Björn Pálsson     Álfamær frá Prestsbæ   Top Reiter
9 Daníel Gunnarsson.  Strákur frá Miðsitju   Ganghestar / Margrétarhof
10 Benjamín Sandur Ingólfsson   Embla frá Litlu-Brekku   Hrímnir / Hest.is
11 Elvar Þormarsson  Glotta frá Torfabæ    Hjarðartún
12 Guðmundur Björgvinsson     Alda frá Borgarnesi        Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar
13 Hanna Rún Ingibergsdóttir   Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk              Austurkot / Pula
14 Gústaf Ásgeir Hinriksson       Hamarsey frá Hjallanesi 1    Hestvit / Árbakki
15 Teitur Árnason     Nóta frá Flugumýri II    Top Reiter
16 Sigurður Sigurðarson  Tromma frá Skúfslæk  Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar
17 Ólafur Andri Guðmundsson    Orka frá Kjarri     Austurkot / Pula
18 Jakob Svavar Sigurðsson    Ernir frá Efri-Hrepp        Hjarðartún
19 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir     Erla frá Feti    Ganghestar / Margrétarhof
20 Ásmundur Ernir Snorrason  Askur frá Holtsmúla 1 Hrímnir / Hest.is
21 VILLIKÖTTUR  Hestvit / Árbakki
22 Konráð Valur Sveinsson    Kastor frá Garðshorni á Þelamörk   Top Reiter

Comments

Skeiðmót Meistaradeildar Líflands laugardaginn 30. mars

27/3/2024

Comments

 
Picture
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum heldur áfram laugardaginn 30. mars þegar keppt verður í Gæðingaskeiði og 150m skeiði á Brávöllum, keppnissvæði Sleipnis á Selfossi. Keppni hefst kl. 14:00 og hvetjum við alla til að koma á Selfoss til að líta augum á bestu vekringa landsins.

Í fyrra var það Árni Björn Pálsson á Álfamær frá Prestsbæ sem sigraði Gæðingaskeiðið og liðsfélagi hans úr liði Top Reiter Konráð Valur Sveinsson á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II sigraði 150m skeiðið. Nú er stóra spurningin hverjir munu standa uppi sem sigurvegarar þetta árið. Það verður spennandi að sjá hvaða hross mæta til leiks en það kemur í ljós á fimmtudaginn 28. mars kl. 19:00 þegar dregið verður í rásröð í beinni útsendingu á Alendis.

Við hlökkum til að sjá ykkur í brekkunni á Brávöllum, Selfossi klukkan 14:00!

Þeir sem ekki komast þá að sjálfsögðu mælum við með áskrift hjá ALENDIS og fylgist með í beinni útsendingu.

Picture
Picture
Comments

Gæðingaskeið og 150m skeið: BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR SKRÁNINGU Í UPPBOÐSSÆTI!

26/3/2024

Comments

 
Picture
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti bæði í gæðingaskeiði og 150 m skeiði sem haldið verður á Brávöllum, Selfossi laugardaginn 30. mars næstkomandi klukkan 14:00.
Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 28. mars kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á [email protected].
​
​Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar hér -> https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html
„1.6 Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem aukaknapi í deildinni. Hann vinnur sér ekki inn stig nema ef knapi sé í liði í deildinni þá safnar hann stigum í einstaklingskeppninni. Þátttökugjald er 50.000 kr án VSK, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi kl 12 á hádegi á skráningardegi gilda. Meðan að tilboð eru að berast inn þá upplýsir stjórn bjóðendur ef að hærra tilboð en það sem er hæst hverju sinni berst. Ef fleiri en eitt tilboð eru jöfn þegar að skráningu lýkur þá öðlast þau öll keppnisrétt. Stjórn skal samþykkja knapa.“
Comments

Aðalheiður Anna og Flóvent frá Breiðsstöðum sigra Gæðingalist í Meistaradeild Líflands 2024

15/3/2024

Comments

 
Picture
Í kvöld fór fram fjórða mót Meistaradeildar Líflands þegar keppt var í Gæðingalist í HorseDay Höllinni á Ingólfshvoli. Fyrir kvöldið máttu áhorfendur búast við glæsilegum sýningum. Fimm villikettir voru skráðir til leiks og ríkti mikil eftirvænting fyrir því hverjir þeir væru. Margir bjuggust við að sjá sigurvegarann frá því í fyrra Olil Amble en svo fór ekki heldur mættu Bergur Jónsson fyrir lið Sumarliðabæjar/Þjóðólfshaga, Arnhildur Helgadóttir fyrir Hrímni/Hest.is, Guðmunda Ellen Sigurðardóttir fyrir Top Reiter, Elin Holst fyrir Hjarðartún og Þórarinn Eymundsson fyrir Pulu/Austurkot. Það gerði kvöldið vissulega skemmtilegra að fá alla þessa glæsilegu knapa til leiks. Ótrúlegar vandaðar sýningar mátti sjá hjá öllum knöpum í kvöld. 
Picture
Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ leiddu keppnina lengi vel með einkunnina 8,13. Það var svo hún Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á honum Flóvent frá Breiðstöðum sem áttu virkilega glæsileg og vel útfærð sýning og skutu þau sér beint á toppinn og stóðu síðan uppi sem sigurvegarar í Gæðingalist Meistaradeildar Líflands 2024. Í öðru sæti hafnaði Ragnhildur og Úlfur frá Mosfellsbæ, í því þriðja var Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti með 7,80, í fjórða-fimmta sæti höfnuðu Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási ásamt Elin Holst og Frama frá Ketilsstöðum með einkunnina 7,73 og í sjötta sæti voru Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði með 7,57. Ekki voru riðin úrslit og stóðu því einkunnir úr forkeppni.
Picture

Glódís Rún leiðir enn einstaklingskeppnina með 34.5 stig. Í öðru sæti er Jakob Svavar með 30 stig og Aðalheiður Anna í þriðja sætið og er með 29 stig.

Liðakeppni kvöldsins fór þannig að lið Margrétarhofs/Ganghesta en þau hlutu 50.5 stig kvöld. Það voru þær Aðalheiður Anna, Ragnhildur og Sara sem kepptu fyrir þeirra hönd. 
​
Liðakeppni kvöldsins
1 Ganghestar/Margrétarhof 50.5 stig
2 Hjarðartún 39.5 stig
3 Hestvit/Árbakki 36 stig
4 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 33 stig
5 Hrímnir/Hest.is 30.5 stig
6 Austurkot/Pula 22 stig
7 Top Reiter 19.5 stig
Staðan í liðakeppni
1 Ganghestar / Margrétarhof  169 stig
2 Hestvit / Árbakki 166.5 stig
3 Hjarðartún 156 stig
4 Hrímnir / Hest.is 124 stig
5 Top Reiter 118 stig
6 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 106 stig
​7. Austurkot / Pula 83 stig

Staðan í einstaklingskeppni
1 Glódís Rún Sigurðardóttir 34.5 stig
2 Jakob Svavar Sigurðsson 30 stig
3 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 29 stig
4 Ásmundur Ernir Snorrason 20 stig
5 Ragnhildur Haraldsdóttir 16.75 stig

​NIÐURSTÖÐUR GÆÐINGALIST
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir & Flóvent frá Breiðstöðum, Ganghestar / Margrétarhof - 8,27
2 Ragnhildur Haraldsdóttir & Úlfur frá Mosfellsbæ, Ganghestar / Margrétarhof - 8,13
3 Jakob Svavar Sigurðsson & Skarpur frá Kýrholti, Hjarðartún - 7,80
4-5 Glódís Rún Sigurðardóttir & Breki frá Austurási, Hestvit / Árbakki - 7,73
4-5 VILLIKÖTTUR, Hjarðartún, Elin Holst & Frami frá Ketilsstöðum - 7,73
6 Ásmundur Ernir Snorrason & Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir / Hest.is - 7,57
7 Þorgeir Ólafsson & Aþena frá Þjóðólfshaga 1, Þjóðólfshagi / Sumarliðabær - 7,53
8 VILLIKÖTTUR, Hrímnir / Hest.is, Arnhildur Helgadóttir & Vala frá Hjarðartúni - 7,43
9 Fredrica Fagerlund & Stormur frá Yztafelli, Hestvit / Árbakki - 7,43
10 VILLIKÖTTUR, Austurkot / Pula, Þórarinn Eymundsson & Þráinn frá Flagbjarnarholti - 7,40
11 VILLIKÖTTUR, Þjóðólfshagi / Sumarliðabær, Bergur Jónsson & Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum - 7,33
12-13 Teitur Árnason & Hafliði frá Bjarkarey, Top Reiter - 7,20
12-13 Sara Sigurbjörnsdóttir & Fluga frá Oddhóli, Ganghestar / Margrétarhof - 7,20
14 Hanne Smidesang & Tónn frá Hjarðartúni, UPPBOÐSSÆTI - 7,17
15 Ólafur Andri Guðmundsson & Dröfn frá Feti, Austurkot / Pula -7,13
16 Guðmar Þór Pétursson & Sókrates frá Skáney, Þjóðólfshagi/ Sumarliðabær - 7,07
17 VILLIKÖTTUR, Top Reiter, Guðmunda Ellen Sigurðardóttir & Flaumur frá Fákshólum - 6,93
18 Jóhanna Margrét Snorradóttir & Kormákur frá Kvistum, Hestvit / Árbakki - 6,87
19 Eyrún Ýr Pálsdóttir & Hylur frá Flagbjarnarholti, Top Reiter - 6,80
20 Helga Una Björnsdóttir & Hátíð frá Efri-Fitjum, Hjarðartún - 6,50
21 Jón Ársæll Bergmann & Halldóra frá Hólaborg, Austurkot / Pula - 6,37

22 Benjamín Sandur Ingólfsson & Elding frá Hrímnisholti, Hrímnir/Hest.is - 6,20

Við í stjórn meistaradeildar viljum þakka frábært kvöld og óskum knöpum til hamingju með árangurinn. Sjáumst næst eftir 2  vikur 30. mars á Brávöllum á Selfossi þegar keppt verður í Gæðingaskeiði og 150m skeiði. 

Sjáumst á Selfossi!​
Stjórn Meistaradeildar Líflands

Picture
Comments

Ráslistinn klár fyrir Gæðingalistina

13/3/2024

Comments

 
Picture
Þá er það orðið ljóst hverjir mæta í Gæðingalistina á föstudaginn í Meistaradeild Líflands 2024. Dregið var í ráslista í beinni útsendingu á ALENDIS fyrr í kvöld þar sem m.a. kom í ljós að 5 villikettir eru að mæta fyrir hönd 5 liða. Það segir okkur að flest lið eru að leita út fyrir sinn hóp til að styrkja sig fyrir kvöldið, en það kemur ekki í ljós hverjir það eru fyrr en þau ríða í braut. Einnig mætir uppboðsknapi en það er hún Hanne Smidesang með Tón frá Hjarðartúni. 

Að öðru leyti eru skráðir bæði knapar og hestar sem má búast við miklu af. Glódís Rún sem stendur stigahæst í liðakeppninni ætlar sér eflaust að halda þeirri forystu og Jakob Svavar mun gera atlögu í að ná þeirri forystu - en hann er í öðru sæti í stigakeppninni sem stendur.  Annars má ætla að einhverjir munu koma okkur á óvart og má búast við því að villikettirnir komi sterkir til leiks. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Olil Amble, mætti sem villiköttur fyrir lið Hjarðartúns í fyrra og stóð uppi sem sigurvegari og jafnvel leynist hún sem einn af villiköttunum í ár. En það kemur allt í ljós á föstudaginn og vonumst við til að sjá sem flesta í stúkunni á Ingólfshvoli!

​Keppni hefst kl. 19:00 á föstudaginn í HorseDay höllinni. FRÍTT verður inn í í boði BÍLFANG BÍLASÖLU. Frábærar veitingar og hlaðborð á staðnum fyrir og á meðan keppni stendur og ef þið pantið fyrir fram á hlaðborðið fylgir frátekið sæti með í kaupbæti. Allar pantanir fara fram HÉR en nánari upplýsingar má nálgast á info@ingolfshvoll.

Sjáumst í HorseDay höllinni á föstudaginn!


​RÁSLISTI GÆÐINGALIST
1 Guðmar Þór Pétursson Sókrates frá Skáney Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
2 Benjamín Sandur Ingólfsson Elding frá Hrímnisholti Hrímnir / Hest.is
3 Ólafur Andri Guðmundsson Dröfn frá Feti Austurkot / Pula
4 Helga Una Björnsdóttir  Hátíð frá Efri-Fitjum Hjarðartún
5 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar / Margrétarhof
6 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hylur frá Flagbjarnarholti Top Reiter
7 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum Hestvit / Árbakki
8 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg Austurkot / Pula
9 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti Hjarðartún
10 Villiköttur Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
11 Villiköttur Hrímnir / Hest.is
12 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Ganghestar / Margrétarhof
13 Teitur Árnason Hafliði frá Bjarkarey Top Reiter
14 Hanne Smidesang Tónn frá Hjarðartúni Uppboðsknapi
15 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási Hestvit / Árbakki
16 Villiköttur Austurkot/Pula
17 Villiköttur Hjarðartún
18 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir / Hest.is
19 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar / Margrétarhof
20 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
21 Fredrica Fagerlund Stormur frá Yztafelli Hestvit / Árbakki
22 Villiköttur Top Reiter



Comments

BÍLASALAN BÍLFANG BÝÐUR YKKUR Á GÆÐINGALISTINA Í MEISTARADEILD LÍFALANDS

13/3/2024

Comments

 
Picture
Bílasalan BÍLFANG býður ykkur í HorseDay höllina þegar keppt verður í Gæðingalist í HorseDay höllinni Ingólfshvoli sem hefst stundvíslega kl. 19:00.  Í fyrra var það villikötturinn Olil Amble með Glampa frá Ketilsstöðum sem sigruðu eftirminnilega. Í kvöld kemur í ljós hverjir mæta til leiks þegar dregið verður í rásröð hjá ALENDIS kl. 20:00, miðvikudag.

Veisluþjónusta Suðurlands
býður upp á hið margrómaða hlaðborð sem færir ykkur einnig frátekið sæti í stúkunni á besta stað - en aðeins ef þið pantið fyrir fram! Tilvalið að mæta með vinum eða fjölskyldu og eiga skemmtilega kvöldstund með bestu gæðingum landsins. Húsið opnar kl. 17:00.
Pantanir á hlaðborðið fara fram hér: https://www.dineout.is/.../iceland.../event/meistaradeild…

Nánari upplýsingar á [email protected]


Steikarhlaðborð 
  • Lungna mjúkt, kryddlegið og hægeldað lambalæri
  • Hvítlauks- og timian ristaðar karöflur, bakað rótargrænmeti, bernés- og brún sósa
  • Sætkartöflusalat, döðlur og hnetur. Perlubyggsalat. Brokkolí- og trönuberjasalat og salat.
Verð 3.990kr.
​
Hamborgari og aðrar léttar veitingar selt gestum og gangandi.​
Alendis verður að sjálfsögðu á staðnum og sér til þess að þeir sem ekki komast fái einnig að njóta heima í stofu!


Picture
Comments

Gæðingalist: BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR SKRÁNINGU Í UPPBOÐSSÆTI!

9/3/2024

Comments

 
Picture
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti í Gæðingalist sem fer fram föstudaginn 15. mars næstkomandi.
Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 13. febrúar kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á [email protected].
​
​Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar hér -> https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html​​
„1.6 Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem aukaknapi í deildinni. Hann vinnur sér ekki inn stig nema ef knapi sé í liði í deildinni þá safnar hann stigum í einstaklingskeppninni. Þátttökugjald er 50.000 kr án VSK, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi kl 12 á hádegi á skráningardegi gilda. Meðan að tilboð eru að berast inn þá upplýsir stjórn bjóðendur ef að hærra tilboð en það sem er hæst hverju sinni berst. Ef fleiri en eitt tilboð eru jöfn þegar að skráningu lýkur þá öðlast þau öll keppnisrétt. Stjórn skal samþykkja knapa.“
Comments

Meistaradeildin glitraði með Einstökum börnum

9/3/2024

Comments

 
Picture
29. febrúar síðastliðin þegar keppt var í fimmgangi í Meistaradeild Líflands 2024 var einnig alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna. Það var Elísabet Sveinsdóttir, Sleipnisfélgi, sem fór af stað með að hvetja alla hestamenn að glitra fyrir félagið Einstök börn í tilefni dagsins, en félagið stendur henni mjög nærri. Elísabet hafði samband við stjórn Meistaradeildar og óskaði eftir því að fá okkur í lið með sér að vekja athygli á málefninu, bæði með því að hvetja knapa Meistaradeildarinnar til að glitra fyrir Einstök börn í keppninni ásamt því að færa verðlauna knöpum Drekahjarta til styrktar félagsins. 
​
Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu. 

​
Við viljum bæði þakka Elísabetu fyrir að vekja athygli á þessu einstaka málefni ásamt þeim knöpum sem sýndu því lit með því að glitra með hestum sínum þetta kvöld. 
​

Við hvetjum alla hestamenn til að kynna sér félagið Einstök börn og leggja málefninu lið með því að styrkja það.

Picture
Picture
Comments

Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II sigra fimmgang MeistaradeildAR Líflands 2024

29/2/2024

Comments

 
Picture
Þriðja keppniskvöld Meistaradeildar Líflands fór fram í kvöld, 29. febrúar, þegar keppt var í fimmgangi. Margir sterkir hestar voru skráðir til leiks, miklir reynsluboltar innan um nýja og efnilega. Það var ljóst að hestar og knapar mættu undirbúnir til leiks og gáfu allt í sínar sýningar. Einstaka knapar glitruðu fyrir Einstök börn en í dag er Alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna og var gaman að sjá knapa leggja góðu málefni lit. Þess má geta að Toyota Selfossi bauð áhorfendum frítt í stúkuna að þessu sinni og þökkum við þeim kærlega fyrir það!
Picture
Kvöldið hófst með sýningu Þorgeirs Ólafssonar og Aþenu frá Þjóðólfshaga 1 og áttu glæsilega sýningu. Að lokinni forkeppni voru það Ásmundur Ernir Snorrason og Askur frá Holtsmúla 1 sem leiddu en fast á hæla hans komu Teitur og Nóta frá Flugumýri II, Glódís Rún og Snillingur frá Íbishóli, Sigurður Vignir og Hlekkur frá Saurbæ, Árni Björn og Ísbjörg frá Blesastöðum 1A og Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II sem öllu unnu sér keppnisrétt í A-úrslitum.

Picture
Það mátti búa sig undir spennandi fimmgangs úrslit. Stúkan var þétt setin og mikil stemning var í höllinni. Þegar komið var að loka atriðinu, skeiðinu, leiddu Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II en þau komu síðust inn í úrslitin. Hver glæsispretturinn á fætur öðrum mátti sjá og mikil spenna ríkti hver myndi standa uppi sem sigurvegari. Að lokum voru það reynsluboltarnir Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II og ljóst að enn einn titillinn bætist í hús hjá þessu glæsilega pari, sigur í fimmgangi Meistaradeildar Líflands 2024. Í öðru sæti voru Sigurður Vignir og Hlekkur frá Saurbæ, Glódís Rún og Snillingur frá Íbishóli í því þriðja. Þar á eftir Ásmundur Ernir og Askur frá Holtsmúla I í því fjórða, Teitur og Nóta frá Flugumýri II í því fimmta og loks Árni Björn og Ísbjörg frá Blesastöðum II í því sjötta.

​
Picture
Liðakeppni kvöldsins sigraði lið Top Reiters með 54 stig en liðið var með alla sína knapa í úrslitum, þau Teit Árnason, Eyrúnu Ýri Pálsdóttur og Árna Björn Pálsson. Eftir fimmganginn leiðir Glódís Rún einstaklingskeppnina með 28 stig.

Liðakeppni kvöldsins
1. Top Reiter 54 stig
2. Hestvit/Árbakki 33.5 stig
3. Ganghestar/Margrétarhof 32.5 stig
4. Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 32.5 stig
5. Hrímnir/Hest.is 32 stig
6. Austurkot/Pula 25 stig
7. Hjarðartún 21.5 stig

Staðan í liðakeppni
1. Hestvit / Árbakki 130.5 stig
2. Ganghestar / Margrétarhof 118.5 stig
3. Hjarðartún 116.5 stig
4. Top Reiter 99 stig
5. Hrímnir / Hest.is 93.5 stig
6. Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 73 stig
​7. Austurkot / Pula 61 stig

Staðan í einstaklingskeppni
1. Glódís Rún Sigurðardóttir 28 stig
2. Jakob Svavar Sigurðsson 22 stig
3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 17 stig
4. Ásmundur Ernir Snorrason 15 stig
5. Eyrún Ýr Pálsdóttir 12 stig

NIÐURSTÖÐUR FIMMGANGUR F1
1 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hrannar frá Flugumýri II Top Reiter 7,83
2 Sigurður Vignir Matthíasson Hlekkur frá Saurbæ Ganghestar / Margrétarhof 7,36
3 Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli Hestvit / Árbakki 7,31
4 Ásmundur Ernir Snorrason Askur frá Holtsmúla 1 Hrímnir / Hest.is 7,29
5 Teitur Árnason Nóta frá Flugumýri II Top Reiter 7,19
6 Árni Björn Pálsson Ísbjörg frá Blesastöðum 1A Top Reiter 7,14
7 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 6,77
8 Ólafur Andri Guðmundsson Móeiður frá Feti Austurkot / Pula 6,70
9-12 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 6,67
9-12 Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi Hjarðartún 6,67
9-12 Ragnhildur Haraldsdóttir Ísdís frá Árdal Ganghestar / Margrétarhof 6,67
9-12 Gústaf Ásgeir Hinriksson Hringjari frá Efri-Fitjum Hestvit / Árbakki 6,67
13 Jóhann Kristinn Ragnarsson Spyrnir frá Bárubæ Austurkot / Pula 6,60
14 Flosi Ólafsson Steinar frá Stíghúsi Hrímnir / Hest.is 6,57
15-17 Sigurður Sigurðarson Mánadís frá Litla-Dal Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 6,50
15-17 Jakob Svavar Sigurðsson Gleði frá Hólaborg Hjarðartún 6,50
15-17 Viðar Ingólfsson Eldur frá Mið-Fossum Hrímnir / Hest.is 6,50
18 Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum Hjarðartún 6,43
19 Pierre Sandsten Hoyos Heba frá Íbishóli Hestvit / Árbakki 6,40
20 Páll Bragi Hólmarsson Snjall frá Austurkoti Austurkot / Pula 6,13
21 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Kamma frá Margrétarhofi Ganghestar / Margrétarhof 5,97
22 Konráð Valur Sveinsson Seiður frá Hólum UPPBOÐSSÆTI 5,57
Picture
Comments

Ráslistinn klár fyrir Fimmganginn

27/2/2024

Comments

 
Picture
Nú er það ljóst hverjir mæta í fimmganginn á fimmtudaginn í Meistaradeild Líflands 2024. Dregið var í ráslista í beinni útsendingu á ALENDIS fyrr í kvöld. Það er gaman að rýna yfir hestakostinn sem mun mæta til leiks en þar á meðal er Landsmótssigurvegarinn Hrannar frá Flugumýri II með knapa sínum Eyrúnu Ýr. Gaman að segja frá því að tveir synir hans munu einnig mæta til leiks, þeir Steinar frá Stíghúsi ásamt Flosa Ólafssyni og Eldur frá Mið-Fossum ásamt Viðari Ingólfssyni.  Einn uppboðsknapi er skráður til leiks en það er Konráð Valur Sveinsson á Seið frá Hólum.  Af þeim hestum sem skráðir eru til leiks eru tveir sem voru í A úrslitum, þeir Eldur frá Mið-Fossum með Viðari og Nóta frá Flugumýri II og Teitur. Þrír efstu hestarnir frá því í fyrra fóru fyrir Íslands hönd á HM í Hollandi í sumar og urðu tveir þeirra heimsmeistarar, Salka frá Efri-Brú með Glódísi og Flóki frá Oddhóli með Söru. Það voru einmitt Sara og Flóki sem sigruðu eftir harða baráttu í A-úrslitum í fimmgangi Meistaradeildar Líflands 2023.

​Keppni hefst kl. 19:00 á fimmtudaginn í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. FRÍTT verður inn í höllina í boði TOYOTA SELFOSSI. Frábærar veitingar og hlaðborð á staðnum fyrir og á meðan keppni stendur og ef þið pantið fyrir fram á hlaðborðið fylgir frátekið sæti með í kaupbæti. Allar pantanir fara fram 
HÉR en nánari upplýsingar má nálgast á info@ingolfshvoll.

RÁSLISTI FIMMGANGUR
Knapi Hestur Lið
1 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
2 Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum Hjarðartún
3 Viðar Ingólfsson Eldur frá Mið-Fossum Hrímnir / Hest.is
4 Páll Bragi Hólmarsson Snjall frá Austurkoti Austurkot / Pula
5 Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli Hestvit / Árbakki
6 Ragnhildur Haraldsdóttir Ísdís frá Árdal Ganghestar / Margrétarhof
7 Árni Björn Pálsson Ísbjörg frá Blesastöðum 1A Top Reiter
8 Ásmundur Ernir Snorrason Askur frá Holtsmúla 1 Hrímnir / Hest.is
9 Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi Hjarðartún
10 Pierre Sandsten Hoyos Heba frá Íbishóli Hestvit / Árbakki
11 Sigurður Vignir Matthíasson Hlekkur frá Saurbæ Ganghestar / Margrétarhof
12 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
13 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hrannar frá Flugumýri II Top Reiter
14 Ólafur Andri Guðmundsson Móeiður frá Feti Austurkot / Pula
15 Flosi Ólafsson Steinar frá Stíghúsi Hrímnir / Hest.is
16 Jakob Svavar Sigurðsson Gleði frá Hólaborg Hjarðartún
17 Sigurður Sigurðarson Mánadís frá Litla-Dal Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
18 Teitur Árnason Nóta frá Flugumýri II Top Reiter
19 Gústaf Ásgeir Hinriksson Hringjari frá Efri-Fitjum Hestvit / Árbakki
20 Jóhann Kristinn Ragnarsson Spyrnir frá Bárubæ Austurkot / Pula
21 Konráð Valur Sveinsson Seiður frá Hólum UPPBOÐSSÆTI
22 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Kamma frá Margrétarhofi Ganghestar / Margrétarhof
Comments

TOYOTA SELFOSSI BÝÐUR YKKUR á fimmganginn í Meistaradeild Líflands

27/2/2024

Comments

 
Picture
Toyota Selfossi býður ykkur í HorseDay höllina þegar keppt verður í Fimmgangi í HorseDay höllinni Ingólfshvoli sem hefst stundvíslega kl. 19:00.  Í fyrra voru það þau  Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli sem sigruðu. Í kvöld kemur í ljós hverjir mæta til leiks þegar dregið verður í rásröð hjá ALENDIS kl. 20:00, þriðjudag.
 
Veisluþjónusta Suðurlands býður upp á hið margrómaða hlaðborð sem færir ykkur einnig frátekið sæti í stúkunni á besta stað - en aðeins ef þið pantið fyrir fram! Tilvalið að mæta með vinum eða fjölskyldu og eiga skemmtilega kvöldstund með bestu fimmgöngurum landsins. Húsið opnar kl. 17:00.
Pantanir á hlaðborðið fara fram hér: https://www.dineout.is/.../iceland.../event/meistaradeild...

Nánari upplýsingar á [email protected]

Steikarhlaðborð 
  • Hægeldað lambalæri og pönnusteikt svínasnitsel.
  • Hvítlauks- og timian ristaðar karöflur, bakað rótargrænmeti, bernés- og brún sósa
  • Sætkartöflusalat, döðlur og hnetur. Perlubyggsalat. Brokkolí- og trönuberjasalat og salat.
Verð 3.990kr.
​
Hamborgari, panini og léttar veitingar selt gestum og gangandi.
​
Alendis verður að sjálfsögðu á staðnum og sér til þess að þeir sem ekki komast fái einnig að njóta heima í stofu!
Picture
Comments

Fimmgangur: BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR SKRÁNINGU Í UPPBOÐSSÆTI!

24/2/2024

Comments

 
Picture
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti í Fimmgangi sem fer fram fimmtudaginn 29. febrúar næstkomandi.
Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 27. febrúar kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á [email protected].
​
​Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar hér -> https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html​​
„1.6 Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem aukaknapi í deildinni. Hann vinnur sér ekki inn stig nema ef knapi sé í liði í deildinni þá safnar hann stigum í einstaklingskeppninni. Þátttökugjald er 50.000 kr án VSK, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi kl 12 á hádegi á skráningardegi gilda. Meðan að tilboð eru að berast inn þá upplýsir stjórn bjóðendur ef að hærra tilboð en það sem er hæst hverju sinni berst. Ef fleiri en eitt tilboð eru jöfn þegar að skráningu lýkur þá öðlast þau öll keppnisrétt. Stjórn skal samþykkja knapa.“
Comments
<<Previous
Forward>>
Höfundaréttur © 2008-2025 I Meistaradeild Líflands í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News (EN)
  • Aktuelles (DE)
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule