Sagan
Upphaf Meistaradeildar í hestaíþróttum má rekja til þess að aðstandendur hennar fóru að velta fyrir sér nýrri nálgun fyrir mót í hestaíþróttum. Með því að horfa í kringum sig, til hópíþrótta og til aksturíþrótta sem höfðu náð að skapa áhugaverða umgjörð um sína íþrótt á undanförnum árum stöldruðu þeir við hugmyndina um Meistaradeildina í hestaíþróttum.
Félag var stofnað um Meistaradeild í hestaíþróttum, var stofnfundur haldinn þann 15. febrúar 2006 og voru fyrstu greinar samþykkta félagsins svo hljóðandi:
Samþykktir fyrir Meistaradeild í hestaíþróttum:
- Félagið er hestamannafélag og heitir Meistaradeild í hestaíþróttum.
- Heimili og varnarþing er í Ölfusi að Ingólfshvoli.
- Tilgangur félagsins er að halda utan um og þróa meistaradeild í hestaíþróttum. Með það að markmiði að efla sýnileika hestaíþrótta gagnvart almenningi og auka umbun til hestaíþróttamanna sem ná árangri í íþrótt sinni.
- Tilgangi sínum hyggst félagið ná með rekstri mótaraðar/mótaraða fyrir fremstu knapa hverju sinni, tryggja umfjöllun um hana/þær í helstu íþróttamiðlum landsmanna, og tryggja öflugan stuðning fyrirtækja með auglýsingasamningum.
- Stofnfélagar eru:
Hinrik Bragason
Gunnar Arnarson
Jóhann G. Jóhannesson
Páll Bragi Hólmarsson
Sigurður Sigurðarson
Sigurður Sæmundsson
Trausti Þór Guðmundsson
Örn Karlsson (formaður)
Tilraun með rekstur Meistaradeildar fór fram árin 2001 og 2002. Mótaraðirnar þóttu takast vel og voru hvatning til að halda áfram og gera betur. Vefmiðlar hestamanna ásamt Morgunblaðinu og RÚV fylgdu mótunum eftir með umfjöllunum og myndskeiðum. Þá fylgdist erlent hestafólk grant með framvindu mála í gegnum vefmiðlana. Deildarmeistari árið 2001 var Sigurður Sigurðarson en í öðru sæti varð Sigurbjörn Bárðarson, en árið eftir höfðu þeir sætaskipti.
Það má segja að guðfaðir Meistaradeildarinnar sé Örn Karlsson, en hann kostaði og hafði yfirumsjón með deildinni tilraunaárin 2001 og 2002. Hann var síðan hvatamaðurinn að því að taka aftur upp þráðinn árið 2006, með mikilli elju og dugnaði kom Örn deildinni aftur af stað. Jóhann G. Jóhannesson átti einnig stóran þátt í að keyra deildina aftur af stað í samvinnu við Örn og þáverandi stjórnarmenn. Örn var ekki bara guðfaðir deildarinnar, heldur bjó hann til þá grein sem er eitt helsta flaggskip Meistaradeildarinnar sem fékk nafnið Gæðingafimi.
Var það stefna þeirra sem komu að stofnun Meistaradeildarinnar að hún yrði haldin í húsum á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og á norðurlandi, þannig yrði hún eins konar úrvalsdeild yfir landið. Tilraun var gerð keppnistímabil 2002 að dreifa mótunum með þessum hætti, auk Ölfushallar var keppt í Reiðhöllinni í Víðidal og Skautahöllinni á Akureyri. Með þessa reynslu í farteskinu var það niðurstaða stjórnar að nostra við meistaradeildina í Ölfushöllinni. Menn voru hins vegar sammála því að til framtíðar litið væri æskilegt að færa keppnina til eftir þörfum, beðið var eftir yfirbyggðum löglegum keppnisvelli sem þá hafði verið lofaður hestamönnum.
Í byrjun árs 2006 skrifaði Meistaradeildin í hestaíþróttum undir tímamótasamning við VÍS, deildin bar því nafnið Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum og var í fyrsta sinn í sögu hestaíþrótta veglegt verðlaunafé sem rann til keppenda.
Meistaradeildin festi sig strax rækilega í sessi en síðan hefur grunn hugmyndafræðin og fyrirkomulag deildarinnar tiltölulega lítið breyst. Lagt var upp með þetta keppnisfyrirkomulag til að auka umfjöllun um hestaíþróttir, vekja áhuga almennings á hestamennsku og búa til vettfang fyrir bestu hestaíþróttamenn landsins til að keppa sína á milli yfir lengri tíma og þar sem verðlaunafé væri tiltölulega hátt.
Hugmyndafræðin gengur út á að:
- Tekið var mið af fyrirkomulagi sem þekkt er fyrir árangur úr heimi íþróttanna.
- Stig til meistaratignar.
- Liðakeppni
- Tiltölulega hátt verðlaunafé.
- Sömu keppendur allt tímabilið sem gerði það að verkum að áhorfendur eignast uppáhaldskeppanda og fylgja honum að málum.
- Keppnin spannaði 3 mánuði, loftar milli móta sem gaf svigrúm til að byggja upp spennu. Þetta var nauðsynlegt fyrir alls kyns fjölmiðlaumfjöllun og spámennsku.
- Mótin stutt og áhorfendavæn þess vegna.
- Mótin haldin reglulega hálfsmánaðarlega.
- Kepp er eftir FIPO reglum í keppnisgreinum.
- Laða að bestu knapana
- Fá fjölmiðlaumfjöllun um mótin og spámennsku um framgang keppninnar
- Fá kostunaraðila
- Fá áhorfendur á mótin
Ekki urðu miklar breytingar á meistaradeildinni árin 2007 og 2008, utan þess að umfangið varð sífellt meira, sem og áhuginn á keppninni. Stærsta breytingin varð þó árið 2007 þegar liðakeppnin bættist ofan á einstaklingskeppnina og í raun kom með algerlega nýja vídd inní keppni í hestaíþróttum.
Árið 2009 var knöpum fækkað örlítið til að þess að gera mótin áhorfendavænni og aðeins bestu knapar landsins myndu mættu til leiks. Gerður var tímamótasamningur við RÚV um útsendingar og má segja að þá hafi takmarki deildarinnar verið náð, en markið hennar var að auka fjölmiðla umfjöllun og gera íþróttina aðgengilega almenningi.
Árið 2010 var nokkuð sérstakt þar sem gríðarlega erfiður vetur setti strik í reikninginn og varð til þess að fresta þurfti nokkrum mótum vegna veðurs. Skeiðmótið var haldið í Hafnarfirði laugardaginn 10. apríl, en vegna veðurs og tæknibilanna þurfti að fresta framhaldi mótsins til mánudagsins 12. apríl. Að því móti loknu var talið að öllum „frestunum“ væri lokið en annað kom á daginn. Vegna hestapestarinnar var ákveðið að fresta lokamóti um mánuð, sem síðar var blásið af þar sem knapar voru að basla við pestina allt sumarið, sumir farnir til annara starfa og/eða höfðu ekki lengur aðgang að þeim hestum sem lagt var upp með. Lauk deildinni því með útreikningi á stöðu keppenda og liða að loknu skeiðmóti. Þetta var einnig síðasta árið sem keppt var í Smala/Hraðafimi.
Árið 2011 var gerð breyting á styrktaraðild sem fól í sér að deildinni kæmu tveir aðalstyrktaraðilar, Lífland og Vís. Þetta varð til þess að umgjörði varð enn öflugri, þá var haldinn kynningarfundur á Nauthól þar sem undirskrift við liðin og styrktaraðila fór fram. Knapar mættu með hesta sína og RÚV tók upp og sýndi í sjónvarpi, þetta varð upphafið þar sem enn meiri áhersla varð lögð í að gera keppnisumgjörðina enn glæsilegri. Tilraun var gerð með netútsendingu til að hestaunnendur hérlendis og erlendis gætu séð keppnina. RÚV gerði keppninni góð skil með útsendingum og sértakri þáttagerð þar sem knapar og lið voru heimsótt heim.
Árið 2012 var sú nýbreyttni gerð til að auka enn frekar á áherslur og kröfur í deildinni ,þá voru tíu dómarar fengnir til að dæma. Tveir dómarar dæmdu saman til þess að auka kröfur á dómara og knapa, mikil ánægja var með þá ákvörðun. Þá varð liðakeppnini gerð betri skil þ.e.a.s liðin voru verðlaunuð á hverju keppniskvöldi, í lok deidlarinnar völdu áhorfendur skemmtilegasta liðið og fagmannlegasta knapann, mikil spenna meðal keppenda myndaðist við þessa nýbreyttni.
Árið 2013 var svo stórt afmælisár hjá deildinni, árin eru talin eins og keppt hefur verið, því var haldið upp á tíu ára keppnisafmæli og var það gert með glæsibrag. Guðni Ágústsson kom og setti deildina með sinni alkunnu snild, Brokkkrórinn heiðraði afmælisbarnið, Ingó og veðurguðirnir mættu á staðinn og Hestafréttir gerðu keppninni góð skil með beinum útsendingu í gegnum netið.
Árið 2014 gerði Meistaradeildin stóran samning við 365 miðla og var Stöð2 Sport með beinar útsendingar frá keppninni ásamt netútsendingu í hágæðum. Mikill áhugi er fyrir Meistaradeildinni erlendis og eru bæði að koma hingað stórir sem smáir hópar af hestaáhugamönnum, kennurum og öðru áhugafólki sem bíða eftir að dagskrá verði gefin út ár hvert.
Árið 2015 var ár vetrarins, fréttir voru ætíð á þann veg að veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara þar sem 18 -23 metrar voru sekúndu. Hellisheiðinni var lokað níu sinnum á meðan keppnistímabilið stóð yfir og var Diddi Bárðar keyrður yfir Heiðina á snjóruðningsbíl frá vegagerðinni þann 25.febrúar. Loka kvöldið það ár var mjög sögulegt fyrir þær sakir að stjórn þurfti að kalla saman alla knapa til að kjósa um hvort klára ætti keppnina með skeiðinu í gegnum höllina vegna veðurs. Einnig var farið í mikla markaðsetning á deildinni erlendis sem mun skila góðu áhorfi til framtíðar.
Meistaradeildin er glæsileg í alla staði og keppnin mjög spennandi frá upphafi til enda, hestakosturinn glæsilegur og knaparnir vel undirbúnir fyrir hverja keppni enda flottar sýningar og fagmennska alla leið. Framtíðin er björt hjá Meistaradeildinni, þetta keppnisfyrirkomulag er komið til að vera og er það í okkar sameiginlegum höndum að tryggja velferð deildarinnar, hún mun aldrei verða sterkari en veikasti hlekkurinn.
Árið 2016 var ákveðið eftir stormasamann fyrri vetur að halda skeiðmót Meistaradeildarinnar um haustið 2015 en einnig var prófað að færa eina grein til Reykjavíkur. Fimmgangurinn var haldinn í Sprettshöllinni við góða aðsókn og undirtektir. Lifandi niðurstöðum var bætt við á heimasíðu deildarinnar þar sem áhorfendur og keppendur geta séð umsagnir og sundurliðun frá dómurum en einnig voru settir upp sjónvarpskjáir yfir áhorfendasvæði í Fákaseli sem mæltist mjög vel fyrir. Eins og áður var deildinni í mikilli útrás erlendis og í fyrsta skipti var boðið upp á netútsendinguna bæði á íslensku og ensku.
Árið 2017 hófst á sýningu knapa við Austurvöll. Mótahald gekk almennt vel en tekin var ákvörðun að flytja restina af mótunum á höfuðborgarsvæðið eftir að Fákaseli var lokað. Áhorf á streymið jókst milli ára og eru mikil sóknarfæri þar.
Árið 2018
Árið 2019
Árið 2020