MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
Meistaradeild í hestaíþróttum er mótaröð 6 móta með uþb. hálfs mánaðar millibili frá byrjun febrúar fram í lok apríl þar sem keppt er í átta greinum. Keppendur eru meðal úrval bestu hestaíþróttamanna Íslands. Keppnin fer fram u.þ.b á hálfsmánaðar millibili í bestu reiðhöllum sem í boði eru.
Það sem gerir Meistaradeild í hestaíþróttum frábrugðna öðrum hestamótum og líklega fýsilegri kost fyrir almenning og fjölmiðla að fylgjast með er að:
- Meistaradeildin spannar langt tímabil, u.þ.b. 3 mánuði
- Það loftar vel á milli móta sem gefur fjölmiðlum og þeim fjölmörgu sem fylgjast með Meistaradeildinni svigrúm til umfjöllunar og spámennsku um framvindu mála
- Mótin fara fram á tímum sem gefa þeim óskipta athygli.
- Mótin eru stutt og áhorfendavæn, hvert mót tekur u.þ.b eina kvöldstund og eru haldin að mestu innanhúss þar sem áhorfendur geta látið fara vel um sig.
- Bestu hestaíþróttamenn landsins eru þátttakendur.
- Sömu keppendur keppa á öllum mótum sem auðveldar almenningi að fylgjast með
SAMÞYKKTIR FYRIR MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM.
1.gr.
Félagið heitir Meistaradeild í hestaíþróttum (Meistaradeildin), kt: 640206-0710. Heimili þess er heimilisfang starfandi gjaldkera eða formanns.
2. gr.
Félag þetta er ekki rekið í hagnaðarskyni og er markmið þess að efla hestaíþróttir og stuðla að markaðssetningu íslenska hestsins hérlendis og erlendis.
Í samræmi við ofangreind markmið hyggst félagið vinna að eftirfarandi verkefnum:
- Halda utan um og þróa Meistaradeildina með rekstri mótaraða fyrir fremstu knapa hverju sinni.
- Veita eftirsóknarverða umbun til þeirra hestaíþróttamanna sem fremstir standa hverju sinni.
- Tryggja umfjöllun um Meistaradeildina í helstu íþróttamiðlum landsmanna.
- Tryggja öflugan stuðning fyrirtækja og einstaklinga við Meistaradeildina.
- Beita sér fyrir öðru því sem samrýmist markmiðum Meistaradeildarinnar og stjórn eða félagsfundur ákveður.
Félagsaðilar eru þau fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja meistaradeildina með beinu fjárframlagi samkvæmt gildandi samningi sem og keppnislið og starfandi stjórn hverju sinni. Öðlast félagsaðilar full félagsréttindi þegar stjórn félagsins hefur samþykkt styrktaraðila og keppnislið. Félagsstjórn skal halda félagsskrá sem skal greina nafn, kennitölu, heimilisfang og netfang félagsaðila.
4.gr.
Félagsaðilar bera enga ábyrgð á skuldbindingum félagsins og ber félagið eitt ábyrgð á skuldbindingum sem stofnað er til í nafni þess.
5.gr.
Stjórn félagsins skipa fimm aðalmenn og tveir varamenn, sem kosnir eru á aðalfundi Að minnsta kosti einn aðalmanna eða varamanna í stjórn skal vera knapi úr keppnisliði. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Á aðalfundi skal kjósa til eins árs í senn einn skoðunarmann til að yfirfara ársreikning félagsins.
6.gr.
Daglega framkvæmdastjórn annast formaður eða framkvæmdastjóri ef stjórn ákveður svo. Allar meiriháttar ákvarðanir skulu þó ávallt teknar af meirihluta stjórnar. Formaður boðar til stjórnarfunda svo oft sem þurfa þykir. Skylt er að boða fund ef tveir stjórnarmanna óska þess.
7.gr.
Stjórn félagsins ber að varðveita öll skjöl og gögn er geyma heimildir um störf félagsins, svo sem félagaskrá, bókhaldsgögn og bréf í samræmi við gildandi lög.
8.gr.
Stjórn félagsins boðar félagsfund eins oft og þurfa þykir. Stjórn félagsins skal boða fundi með minnst þriggja daga fyrirvara með tryggilegum hætti. Fundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað. Einfaldur meirihluti atkvæða skal ráða úrslitum allra mála á fundum félagsins.
Formaður eða staðgengill hans setur fund og lætur kjósa fundarstjóra, sem skal ganga úr skugga um að löglega hafi verið boðað til fundarins.
9.gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrir 1. nóvember ár hvert, og skal hann boðaður skv. ákvæðum 9. gr. en þó með minnst viku fyrirvara. Atkvæðarétt hafa: Hver stjórnarmaður (aðal og varamenn) 3 atkvæði; fulltrúar frá aðal styrktaraðilum 2 atkvæði hver aðili; liðseigandi 3 atkvæði og hver knapi eitt atkvæði.
Dagskrá aðalfundar er:
- Fundarsetning.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
- Gjaldkeri leggur fram yfirfarinn ársreikning félagsins til samþykktar.
- Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar eða jöfnun taps.
- Kosning stjórnar skv. 5. gr.
- Kosning skoðunarmanns skv. 5. gr.
- Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram.
- Önnur mál.
Reikningsár félagsins skal vera frá 1. september til 31. ágúst ár hvert.
11.gr.
Samþykktum félagsins verður ekki breytt, nema á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða. Breytingar á samþykktum, sem félagar kunna að vilja bera fram, skulu berast stjórninni fyrir lok ágúst ár hvert og skal geta þeirra í fundarboði.
12.gr.
Ef slíta skal félaginu, verður það einungis gert á aðalfundi, þar sem mættir eru minnst 3/4 hlutar félagsaðila, og verður það aðeins gert, að 2/3 hlutar greiddra atkvæða séu því fylgjandi. Að öðrum kosti skal boða til nýs fundar og verður þá félaginu slitið á löglegan hátt ef 2/3 hlutar greiddra atkvæða samþykkja það, án tillits til þess, hve margir eru mættir á fundinum. Verði félaginu þannig slitið skal fundurinn ákveða með hvaða hætti skuli ráðstafa þeim eignum sem kunna að vera til ráðstöfunar. Skal eignum ráðstafað til félagasamtaka, skóla eða annarra aðila er starfa í anda 2. gr. samþykktar þessarar.
Samþykktir þessar voru samþykktar á aðalfundi þann 22. september 2020 og falla eldri samþykktir þar með úr gildi.