MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Gangmyllan
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Skeiðvellir / Árheimar
    • Top Reiter
  • Fréttir/News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Dagskrá/Schedule
  • Úrslit/Results

Hjarðartún


Hjaðartún tekur nú þátt í annað sinn en það er ekki skipað neinum aukvissum. Helga Una Björnsdóttir er liðsstjóri liðsins en aðrir knapar eru þeir Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson, Jakob Svavar Sigurðsson og Þórarinn Ragnarsson. Hjarðartún vann liðakeppnina árið 2020. 
This is the second year that Hjarðartún has a team in the Champions League. Helga Una Björnsdóttir is the team leader but other riders are Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson, Jakob Svavar Sigurðsson and Þórarinn Ragnarsson. Hjarðartún won the team cup in 2020.
Picture

Helga una Björnsdóttir


Helga Una, liðsstjóri, útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum árið 2018. Helga Una er reynslu mikill knapi og hefur skapað sér gott orð bæði á keppnisbrautinni sem og kynbótabrautinni. Helga Una setti heimsmet á Sendingu frá Þorlákshöfn sumarið 2015 þegar hún sýndi hana í 8,64, sem var þá hæsta aðaleinkunn sem klárhross hafði hlotið. Helga Una hefur einnig náð góðum árangri í ræktun og vakti hún mikla athygli á hesti sínum Bikari frá Syðri-Reykjum. Helga Una varð einnig Íslandsmeistari á Besta frá Upphafi í 100m. Skeiði og á Þoku frá Hamarsey í slaktaumatölti árið 2019.
Helga Una, team leader, graduated from the Hólar University in 2018. She has gotten a good results both at the competition and the breeding track. Helga Una set a world record when she showed Sending frá Þorlákshöfn in 2015 but Sending got 8,64 in total score, which is the highest score a four gaiter has gotten in a breeding show. Helga Una is also the Icelandic champion in 100m. pace race on Besti frá Upphafi.
Picture

Elvar Þormarsson


Elvar stundar tamningar og þjálfun á Hvolsvelli og ræktar hross kennd við Strandarhjáleigu. Elvar hefur verið ötull á keppnisvellinum sem og kynbótabrautinni síðustu ár. 
Elvar Þormarsson works at Hvolsvöllur and breeds horses at Strandarhjáleiga in the south of Iceland. Elvar has gotten good results both at the breeding and competition track.
Picture

Hans þór Hilmarsson


Hans Þór er menntaður reiðkennari og tamningamaður frá Hólaskóla. Hann starfar við tamningar og þjálfun í Hjarðartúni en Hansi hefur náð góðum árangri á keppnis- og kynbótabrautinni. Var m.a. 4. sæti í A-flokki árið 2012, á besta tímann á árinu í 100.m skeiði 2015 og var í A-úrslitum í fimmgangi 2016 á Lukku-Láka frá Stóra-Vatnsskarði.
Hans Þór, graduated as a riding instructor and trainer from Hólaskóli. He trains horses at Hjarðartún near Hvolsvöllur. Hans has gotten great results at both the breeding- and competition track. He was in fourth place in A class gæðingar at Landsmót 2012 riding Lotta frá Hellu, he and Hera frá Þóroddsstöðum had the best time in 100m. pace in Iceland in 2015 and he was in A finals in five gait at the Icelandic championship in 2016 riding Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði.
Picture

Jakob Svavar Sigurðsson


Jakob Svavar er tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla. Hann rekur tamningastöð að Fákshólum. Hann hlaut knapaverðlaun FT á LM2008, Íslandsmeistari í slaktaumatölti 2010, 2012 og 2013, Íslandsmeistari í fimmgangi 2012 og 2013 á Al frá Lundum og Íslandsmeistari í fjórgangi 2013 á Eldi frá Köldukinn. Jakob sigraði B flokkinn á LM2016 á Nökkva frá Syðra-Skörðugili, varð í þriðja sæti í A flokki á Skýr frá Skálakoti og hlaut knapaverðlaun FT. Hann hefur jafnframt verið að gera góða hluti í kynbótasýningum. Jakob var kosinn íþróttaknapi ársins 2012, 2013 og 2018 og gæðingaknapi ársins 2016. 
Jakob Svavar graduated as a riding instructor and trainer from Hólar. He recently moved to Fákshólar where he is training horses. He was an Icelandic champion in T2 in 2010, 2012 and 2013 and also in five gait in 2012 and 2013 riding Alur frá Lundum. He was also an Icelandic champion in four gait in 2013 riding Eldur frá Köldukinn. Jakob won the B class at Landsmót 2016 riding Nökkvi frá Syðra-Skörðugili and placed third in the A class riding Skýr frá Skálakot. He was the sport rider of the year in 2012, 2013 and 2018 and gæðinga rider of the year in 2016.
Picture

Þórarinn Ragnarsson


Þórarinn er menntaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hann stundar þjálfun og tamningar í Vesturkoti á Skeiðum. Hefur náð góðum árangri á keppnisbrautinni en hann sigraði m.a. A flokkinn á LM2014 á Spuna frá Vesturkoti og var í A úrslitum í tölti á sama móti á Þyt frá Efsta-Dal. Þórarinn og Spuni urðu einnig Íslandsmeistarar í fimmgangi árið 2017 og sigruðu sömu grein á Reykjavíkurmótinu sama ár. Þytur og Þórarinn sigruðu einnig Þá alla sterkustu, ístöltsmótið, sem haldið var vorið 2014. Þórarinn var valin gæðingaknapi ársins 2014.
Þórarinn graduated as a riding instructor and trainer from the University at Hólar. Þórarinn works at Vesturkot and has gotten good results both in breeding shows and competitions. He won the A class gæðingar at Landsmót 2014 riding Spuni frá Vesturkoti and was in the A finals in tölt at the same Landsmót riding Þytur frá Efsta-Dal II. Þytur and Þórarinn also won the ice tölt “Þeir allra sterkustu” in 2014. Þórarinn was selected as the gæðingarider of the year in 2014.
Picture

Hjarðartún info


Hrossaræktarbúið Hjarðartún er staðsett í Hvolhreppi u.þ.b 2 km norður af Hvolsvelli. Í Hjarðartúni er frábær aðstaða sem tekin var í notkun árið 2007. Þáverandi eigandi, Óskar Eyjólfsson, byggði hesthús sem rúmar 36 hross ásamt reiðhöll, vélaskemmum og nýju íbúðarhúsi. Óskar ræktaði hross undir nafni Hjarðartúns, þar sem hestagullið og Landsmótssigurvegarinn Dögg frá Breiðholti var ein af aðalræktunarhryssum búsins. Árið 2015 kaupa hjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson og félag þeirra Einhyrningur ehf Hjarðartún og halda áfram uppbyggingu og ræktun búsins þar sem 3 til 4 tamningamenn starfa allan ársins hring. Í dag samanstendur ræktunin af hryssum frá Hjarðartúni og Eystra-Fróðholti með áherslu á að rækta undan langræktuðum gæðingshryssum. 
Info missing

www.hjardartun.is

Höfundaréttur © 2008-2021 I Meistaradeildin í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Gangmyllan
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Skeiðvellir / Árheimar
    • Top Reiter
  • Fréttir/News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Dagskrá/Schedule
  • Úrslit/Results