29. febrúar síðastliðin þegar keppt var í fimmgangi í Meistaradeild Líflands 2024 var einnig alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna. Það var Elísabet Sveinsdóttir, Sleipnisfélgi, sem fór af stað með að hvetja alla hestamenn að glitra fyrir félagið Einstök börn í tilefni dagsins, en félagið stendur henni mjög nærri. Elísabet hafði samband við stjórn Meistaradeildar og óskaði eftir því að fá okkur í lið með sér að vekja athygli á málefninu, bæði með því að hvetja knapa Meistaradeildarinnar til að glitra fyrir Einstök börn í keppninni ásamt því að færa verðlauna knöpum Drekahjarta til styrktar félagsins.
Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu. Við viljum bæði þakka Elísabetu fyrir að vekja athygli á þessu einstaka málefni ásamt þeim knöpum sem sýndu því lit með því að glitra með hestum sínum þetta kvöld. Við hvetjum alla hestamenn til að kynna sér félagið Einstök börn og leggja málefninu lið með því að styrkja það. |
|