Hestvit / ÁrbakkiLiðsmenn Hestvit / Árbakki eru Gústaf Ásgeir Hinriksson, Fredrica Fagerlund, Glódís Rún Sigurðardóttir, Jóhanna Margrét Snorradóttir og Pierre Sandsten Hoyos.
The team Hestvit / Árbakki are Gústaf Ásgeir Hinriksson, Fredrica Fagerlund, Glódís Rún Sigurðardóttir, Jóhanna Margrét Snorradóttir and Pierre Sandsten Hoyos.
|
Gústaf Ásgeir HinrikssonGústaf er liðsstjóri liðsins og er uppalinn að mestu á Árbakka í Landsveit. Gústaf er margfaldur Íslandsmeistari í öllum greinum og alls 40 sinnum. Hann hefur einnig unnið bæði Landsmót og heimsmeistaramót. Hann varð valinn Gæðingaknapi ársins 2023 eftir eftirminnilegan árangur á Bjarma frá Litlu-Tungu 2. Gústaf er í landsliðshópi árið 2024.
Gústaf is the team leader and is mostly raised at Árbakki, Landsveit. He has won multiple Icelandic championship titles, a total of 40 times in all disciplines. He has both won Landsmót and has been a World Champion. He received the title Gæðingaknapi ársins 2023 after his outstanding performance with Bjarmi frá Litlu-Tungu 2. Gústaf is in the 2024 National Team.
|
Jóhanna margrét snorradóttir
Jóhanna Margrét er uppalin í Keflavík og hóf sína hestamennsku þar. Hún útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum árið 2018 og hefur búið á Árbakka síðan þá. Hún er margfaldur Íslandsmeistari. Þar ber hæst að nefna, þrefaldur Íslandsmeistari árið 2023 í fjórgangi, tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum. Árið 2023 sigraði hún líka T1 tölt á Heimsmeistaramóti og samanlagðar fjórgangsgreinar og fékk silfur í fjórgangi á Bárði frá Melabergi. Jóhanna Margrét er íþróttaknapi ársins 2023 og í landsliðshópi árið 2024.
Jóhanna Margrét was raised in Keflavik and started her riding career there. She graduated from the University of Hólar in 2018 and has lived and worked at Árbakki since then. She is a multiple Icelandic Champion, with three titles in 2023 - T1, V1 and Fourgait combination. She also won T1 at the World Championship 2023 and the Fourgait combination. Jóhanna Margrét is Sportsrider of the year in Iceland 2023 and a member of the 2024 National Team.
|
Glódís Rún SigurðardóttirGlódís Rún er fædd og uppalin á Sunnuhvoli í Ölfusi, þar sem hún starfar ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur verið viðloðandi hestamennsku frá unga aldri og að baki á hún m.a 36 Íslandsmeistaratitla og þrjá sigra á Landsmóti í barnaflokki. Árið 2023 varð hún heimsmeistari í fimmgangi ungmenna á Sölku frá Efri-Brú eftir að hafa einnig staðið önnur eftir forkeppni yfir alla keppendur í fimmgangi. Hún varð efnilegasti knapi ársins árið 2020. Glódís er í A landsliðshóp árið 2024.
Glódís is born and raised at Sunnuhvoll in Ölfus where she now trains horses with her family. She has been riding horses since she can remember and with great success. She has won 36 Icelandic Championships titles and won the children's class three times at Landsmót. In 2023 she won the F1 at the World Championship Young Riders with Salka frá Efri-Brú. Glódís and Salka had the second highest score overall at the WC. She was awarded as The Most Promising Rider 2020. Glódís is in the 2024 Icelandic National Team.
|
Fredrica FagerlundFredrica Fagerlund hefur frá unga aldri haft gríðarlegan áhuga á hestamennsku. Hún er fædd og uppalin í Finnlandi, en frá 19 ára aldri hefur hún búið á Íslandi. Árið 2014 útskrifaðist Fredrica með Bs í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum og starfaði þar sem reiðkennari í framhaldi af náminu. Fredrica rekur starfsemi sína í Herði Mosfellsbæ, þar sem hún sinnir bæði þjálfun, kennslu og ræktar hross. Fredrica hefur verið ötul á keppnisbrautinni undanfarin ár og hefur vakið sérstaka athygli í gæðingalist.
Fredrica Fagerlund’s mind has been all about horses since she was young. She was born and raised in Finland but has lived in Iceland since she was 19 years old. She graduated from Hólar University in 2014 and became a teacher at Hólar after that. Fredrica is stationed in Hörður, Mosfellsbær and there she rides, teaches and has her breeding horses. Fredrica has done well in competition, and has done especially well in Gæðingalist.
|
Pierre sandsten HoyosPierre Sandsten Hoyos er alinn upp í Svíþjóð, vann þar meðal annars hjá Vignir Jónassyni en býr í dag á búgarði föður síns, Piet Hoyos, í Austurríki og starfar þar. Hann varð heimsmeistara ungmenna í fjórgangi 2015, hefur þrisvar orðið sænskur meistari og þrisvar austurrískur meistari í hestaíþróttum. Á Heimsmeistaramóti 2023 var hann annar í 5-gangi á hestinum Búa frá Húsavík og vakti mikla athygli með hestinn Sigursson frá Hoftúni. Pierre hefur verið valinn knapi ársins bæði í Svíþjóð og kynbótaknapi ársins í Austurríki.
Pierre Sandsten Hoyos grew up in Sweden. There he worked, among other places, with Vignir Jónasson but now he lives in Austria, Semriach at his father's Piet Hoyos’s farm, and has been working there since 2016. He was Worldchampion in fourgait young riders in 2015 and has won 3 Swedish titles and 3 Austrian titles. Was chosen rider of the year in Sweden and breeding rider of the year in Austria. He came in second in fivegait at the last World Championship with Búi frá Húsavík and he showed Sigursson frá Hoftúni brilliantly in breeding assessment, who caught many’s eye at WC.
|
Hestvit / árbakki Info
Hestvit er fyrirtæki Hinriks Bragasonar og Huldu Gústafsdóttur. Eitt af meginverkefnum þess er að flytja hross frá Íslandi og er Hestvit stórt á þeim markaði. Hestvit kaupir einnig og selur hross og þau hjón stunda reiðkennslu, bæði á Íslandi sem og erlendis. Fyrirtækið Árbakki er rekið á Árbakka í gömlu Landsveit, Rangárþingi ytra. Þar er þjálfunar og sölustöð Hinriks og Huldu og þar starfa við hlið þeirra Gústaf Ásgeir og Jóhanna Margrét. Þar er einnig stunduð hrossarækt.
|
Hestvit is the company of Hinrik Bragason and Hulda Gústafsdóttir. One of their tasks is to export horses and they are one of the biggest companies in that business. Hestvit also buys and sells horses and both Hulda and Hinni teach a lot, both in Iceland and abroad. The Árbakki hestar firm is run on Hulda and Hinriks farm Árbakki, near Hella in South Iceland. There they run a training station and their son Gústaf Ásgeir and his spouse Jóhanna Margrét work alongside them. In Árbakki horses are also bred.
|