Hestvit / ÁrbakkiLiðsmenn Hestvit / Árbakki eru heiðurshjónin Hinrik Bragason og Hulda Gústafsdóttir ásamt syni sínum Gústafi Ásgeiri Hinrikssyni. Auk þeirra er nágranni þeirra frá Pulu í Holtum, Jóhann Kristinn Ragnarsson og nýr knapi Pierre Sandsten Hoyos.
The team Hestvit / Árbakki are Hinrik Bragason and Hulda Gústafsdóttir, with their son Gústaf Ásgeir Hinriksson, their neighbor Jóhann Kristinn Ragnarsson and new rider in the team, Pierre Sandsten Hoyos.
|
Hinrik BragasonHinrik er liðsstjóri liðsins en hann er tamningamaður og reiðkennari á Árbakka. Hinrik er margfaldur heims-, Íslands- og Norðurlandameistari. Hann hefur einnig sýnt fjölda kynbótahrossa í háar tölur á sínum ferli. Hinrik sigraði A-flokk á LM 2011 og var kjörinn gæðingaknapi ársins 2011. Hinrik hefur einnig margoft keppt á HM fyrir Íslands hönd, síðast á HM í Berlín 2013 á Smyrli frá Hrísum.
Hinrik is the team leader, is a trainer and a riding instructor at Árbakki. Hinrik has won many Icelandic,- World,- and Nordic championships titles. He has also been showing horses with good results. Hinrik won the A class at Landsmót 2011 and was elected the gæðinga rider of the year 2011. Hinrik was been a member of the Icelandic national team several times, last at the WC 2013 where he competed in tölt on Smyrill frá Hrísum.
|
Gústaf Ásgeir HinrikssonGústaf er margfaldur Íslandsmeistari í yngri flokkum í öllum greinum. Hann hefur einnig náð eftirtektarverðum árangri í skeiðgreinum og varð þar Íslandsmeistari á meðan hann var enn ungmenni. Hann sigraði ungmennaflokk Landsmóts 2014 og 2016. Hann er sonur þeirra Hinriks og Huldu. Hann útskrifaðist sem reiðkennari og þjálfari frá Hólum vorið 2018. Gústaf hefur þrisvar keppt á HM í ungmennaflokki, varð heimsmeistari á Pistli frá Litlu-Brekku í fjórgangi 2017. Á síðasta HM, 2019 í Berlín, var hann í fyrsta skipti sem fullorðinn knapi og var í A úrslitum í fimmgangi á Sprota frá Innri-Skeljabrekku.
Gústaf is a very successful rider considering his young age. He has won multiple Icelandic championship titles and won the young rider class at Landsmót 2014 and 2016. He is the son of Hinrik and Hulda. He has competed on three WC in young riders class and became the world champion in four gait riding Pistill frá Litla-Brekka. At last WC, 2019 in Berlin, he competed for the first time as an adult and ended in A finals in five gait riding Sproti frá Innri-Skeljabrekku.
|
Hulda GústafsdóttirHulda er tamningamaður og reiðkennari á Árbakka. Samhliða rekstri Árbakka hesta reka þau Hinrik útflutningsfyrirtækið Hestvit ehf. Hulda er margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari og hefur jafnframt verið í íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótum og verið í úrslitum þar, efst í öðru sæti. Hún var valinn Íþróttaknapi ársins árið 2016 og hefur verið tilnefnd sem slík nokkrum sinnum.
Hulda is a trainer and riding instructor at Árbakki. She also runs the exporting company Hestvit with her husband Hinrik. Hulda has won many Icelandic,- and Nordic championships titles and has been in the Icelandic national team many times. Hulda is the sport rider of the year 2016 in Iceland after great results that year, i.a. she was the Icelandic champion in four gait and five gait.
|
Pierre sandsten HoyosPierre Sandsten Hoyos er nýr knapi Hestvits Árbakka. Hann er alinn upp í Svíþjóð, vann þar meðal annars hjá Vignir Jónassyni en fyrir fjórum árum flutti hann á búgarð föður síns, Piet Hoyos, í Austurríki og starfar nú þar. Hann varð heimsmeistara ungmenna í fjórgangi 2015, hefur þrisvar orðið sænskur meistari og þrisvar austurrískur meistari í hestaíþróttum. Var valinn knapi ársins í Svíþjóð og kynbótaknapi ársins í Austurríki. Hann er núna efstur á Worldranking lista FEIF í fimmgangi.
Pierre Sandsten Hoyos is a new rider in Team Hestvit Árbakki. He grew up in Sweden, worked among other places with Vignir Jónasson but 4 years ago, he moved to Austria, to Semriach on the farm of his father Piet Hoyos, and has been working there since then. He was Worldchampion in fourgait young riders in 2015 and has won 3 swedish titles and 3 austrian titels. Was chosen rider of the year in Sweden and breeding rider of the year in Austria. At this moment, autumn 2021 he is on the top of the FEIF worldranking list in fivegait.
|
Jóhann Kristinn RagnarssonJóhann er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og starfar á hrossaræktarbúinu Pulu. Jóhann hefur verið ötull á keppnisbrautinni sem og kynbótabrautinni síðast liðin ár. Jóhann reið árið 2018 með Hestvits liðinu sem villiköttur, sigraði gæðingaskeiðið og er til alls líklegur á komandi keppnistímabili.
Jóhann graduated as a riding instructor and trainer from Hólar and now he works at Pula. Jóhann has gotten good results on the competition and breeding track for the last years. Jóhann competed for the team as a wild card last year and won the PP1 pace test.
|
Hestvit / árbakki Info
Hestvit er fyrirtæki Hinriks og Huldu. Eitt af meginverkefnum þess er að flytja hross frá Íslandi og er það stórt á þeim markaði. Hestvit kaupir einnig og selur hross og þau hjón stunda reiðkennslu, bæði á Íslandi sem og erlendis. Árbakki er rekið á Árbakka í gömlu Landsveit, Rangárþingi ytra. Þar er þjálfunar og sölustöð Hinriks og Huldu og þar starfa við hlið þeirra Gústaf Ásgeir og Jóhanna Margrét. Þar er einnig stunduð hrossarækt.
|
Hestvit is the company of Hinrik and Hulda. One of their tasks is to export horses and they are on of the biggest company in that business. Hestvit also buys and sells horses and both Hulda and Hinni teach a lot, both in Iceland and abroad. Árbakki hestar is run on Hulda and Hinriks farm Árbakki, near Hella in south Iceland. There they run training station and their son Gústaf Ásgeir and his girlfriend Jóhanna Margrét work there together with them. In Árbakki horses are also bred.
|