Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sjóður frá Þóreyjarnúpi sigra 150m skeið Meistaradeildar Líflands 2024!3/30/2024 Keppni í 150m skeiði hófst á glæsilegum spretti Hans Þórs Hilmarssonar á Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði þegar hann hleypti einn brautina á tímanum 14.62 sek. Við tóku virkilega spennandi kappreiðar þar sem tímarnir voru með glæsilegasta móti miðað við árstíma og ekki margir sprettir sem klikkuðu. Það fór svo eftir hörku spennandi lokasprett að Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sjóður frá Þóreyjarnúpi stóðu uppi sem sigurvegarar með tímann 14.18 sek. sem er virkilega glæsilegur árangur. Í öðru sæti voru það Jóhann Kristinn Ragnarsson á tímanum 14.40. Í þriðja sæti voru það Árni Björn Pálsson á Ögra frá Horni I og fóru þeir á tímanum 14.56. Frábær árangur hjá Top Reiter í dag og sigra þeir liðakeppnina í 150 skeiðinu einnig með 43 stig. Liðsmenn þeirra núna voru Árni Björn, Eyrún Ýr og Konráð Valur. Liðakeppni í 150m skeiði 1 Top Reiter 43 2 Hestvit / Árbakki 37 3 Hrímnir / Hest.is 23 4 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 35 5 Austurkot / Pula 39 6 Ganghestar / Margrétarhof 26 7 Hjarðartún 27 Ganghestar/Margrétarhof halda sinni forystu í liðakeppninni en Top Reiter er nú komið í 3. sætið eftir virkilega góðan árangur í báðum skeiðgreinum dagsins. Staðan í liðakeppninni að loknu 150m skeiði 1 Ganghestar / Margrétarhof 239 2 Hestvit / Árbakki 234.5 3 Top Reiter 215.5 4 Hjarðartún 206 5 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 168 6 Hrímnir / Hest.is 165 7 Austurkot / Pula 156 Glódís fór stigalaust í gegnum þessar tvær greinar en heldur samt sinni forystu inn í síðustu tvær greinarnar sem eru Tölt og Flugskeið. Í topp baráttuna hafa einnig skipað sér þeir Gústaf Ásgeir og Árni Björn í fjórða og fimmta sæti. Mjótt er á munum og því má búast við því að lokakvöldið verður æsispennandi um það hver mun sigra Meistaradeild Líflands 2024! Einstaklingskeppni að loknu 150m skeiði 1 Glódís Rún Sigurðardóttir 34.5 2 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 30 3 Jakob Svavar Sigurðsson 30 4 Gústaf Ásgeir Hinriksson 22.75 5 Árni Björn Pálsson 21 NIÐURSTÖÐUR - 150M SKEIÐ
1 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi Hestvit/Árbakki 14,18 2 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum Austurkot/Pula 14,40 3 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I Top Reiter 14,56 4 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði Hjarðartún 14,62 5 Guðmundur Björgvinsson Ögrunn frá Leirulæk Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 14,67 6 Þorgeir Ólafsson Rangá frá Torfunesi Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 14,68 7 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 Ganghestar/Margrétarhof 14,74 8 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási Hrímnir/Hest.is 14,84 9 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri Top Reiter 14,89 10 Hanna Rún Ingibergsdóttir Flótti frá Meiri-Tungu 1 Austurkot/Pula 15,07 11 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk Top Reiter15,16 12 Fredrica Fagerlund Snær frá Keldudal Hestvit/Árbakki15,23 13 Ásmundur Ernir Snorrason Númi frá Árbæjarhjáleigu IIHrímnir/Hest.is 15,25 14 Sigurður Vignir Matthíasson Magnea frá StaðartunguGanghestar/Margrétarhof 15,30 15 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri Austurkot/Pula 15,32 16 Glódís Rún Sigurðardóttir Vinátta frá Árgerði Hestvit/Árbakki 15,34 17 Elvar Þormarsson Buska frá Sauðárkróki Hjarðartún 15,55 18 Jakob Svavar Sigurðsson Salka frá Fákshólum Hjarðartún 15,59 19 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Glitra frá Sveinsstöðum Ganghestar/Margrétarhof 15,60 20 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 16,64 21 Flosi Ólafsson Orka frá Breiðabólsstað Hrímnir/Hest.is 0,00 |
|