Nú er það ljóst hverjir mæta í fimmganginn á fimmtudaginn í Meistaradeild Líflands 2024. Dregið var í ráslista í beinni útsendingu á ALENDIS fyrr í kvöld. Það er gaman að rýna yfir hestakostinn sem mun mæta til leiks en þar á meðal er Landsmótssigurvegarinn Hrannar frá Flugumýri II með knapa sínum Eyrúnu Ýr. Gaman að segja frá því að tveir synir hans munu einnig mæta til leiks, þeir Steinar frá Stíghúsi ásamt Flosa Ólafssyni og Eldur frá Mið-Fossum ásamt Viðari Ingólfssyni. Einn uppboðsknapi er skráður til leiks en það er Konráð Valur Sveinsson á Seið frá Hólum. Af þeim hestum sem skráðir eru til leiks eru tveir sem voru í A úrslitum, þeir Eldur frá Mið-Fossum með Viðari og Nóta frá Flugumýri II og Teitur. Þrír efstu hestarnir frá því í fyrra fóru fyrir Íslands hönd á HM í Hollandi í sumar og urðu tveir þeirra heimsmeistarar, Salka frá Efri-Brú með Glódísi og Flóki frá Oddhóli með Söru. Það voru einmitt Sara og Flóki sem sigruðu eftir harða baráttu í A-úrslitum í fimmgangi Meistaradeildar Líflands 2023.
Keppni hefst kl. 19:00 á fimmtudaginn í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. FRÍTT verður inn í höllina í boði TOYOTA SELFOSSI. Frábærar veitingar og hlaðborð á staðnum fyrir og á meðan keppni stendur og ef þið pantið fyrir fram á hlaðborðið fylgir frátekið sæti með í kaupbæti. Allar pantanir fara fram HÉR en nánari upplýsingar má nálgast á info@ingolfshvoll. RÁSLISTI FIMMGANGUR Knapi Hestur Lið 1 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 2 Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum Hjarðartún 3 Viðar Ingólfsson Eldur frá Mið-Fossum Hrímnir / Hest.is 4 Páll Bragi Hólmarsson Snjall frá Austurkoti Austurkot / Pula 5 Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli Hestvit / Árbakki 6 Ragnhildur Haraldsdóttir Ísdís frá Árdal Ganghestar / Margrétarhof 7 Árni Björn Pálsson Ísbjörg frá Blesastöðum 1A Top Reiter 8 Ásmundur Ernir Snorrason Askur frá Holtsmúla 1 Hrímnir / Hest.is 9 Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi Hjarðartún 10 Pierre Sandsten Hoyos Heba frá Íbishóli Hestvit / Árbakki 11 Sigurður Vignir Matthíasson Hlekkur frá Saurbæ Ganghestar / Margrétarhof 12 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 13 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hrannar frá Flugumýri II Top Reiter 14 Ólafur Andri Guðmundsson Móeiður frá Feti Austurkot / Pula 15 Flosi Ólafsson Steinar frá Stíghúsi Hrímnir / Hest.is 16 Jakob Svavar Sigurðsson Gleði frá Hólaborg Hjarðartún 17 Sigurður Sigurðarson Mánadís frá Litla-Dal Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 18 Teitur Árnason Nóta frá Flugumýri II Top Reiter 19 Gústaf Ásgeir Hinriksson Hringjari frá Efri-Fitjum Hestvit / Árbakki 20 Jóhann Kristinn Ragnarsson Spyrnir frá Bárubæ Austurkot / Pula 21 Konráð Valur Sveinsson Seiður frá Hólum UPPBOÐSSÆTI 22 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Kamma frá Margrétarhofi Ganghestar / Margrétarhof |
|