Forkeppnin byrjaði með stórglæsilegum sýningum og var strax ljóst að keppnin yrði hörkuspennandi. Augu okkar allra voru á fimmti knapa í braut, Árna Birni Pálssyni sigurvegara Meistaradeildarinnar í fyrra, og Kastaníu frá Kvistum. Þau riðu A-úrslit hér í fyrra og höfnuðu þá í 4. sæti. Sýning þeirra var virkilega glæsileg og sýnd af miklu öryggi. Þau hlutu í einkunn 8.13 og fóru beint í 1. sæti og leiddu forkeppnina til enda. Viðar Ingólfsson og Þór frá Stóra-Hofi mættu stuttu seinna í braut og voru einnig með stórglæsilega sýningu og hlutu einkunnina 8.07 voru í 2. sæti inn úrslit. Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli voru með frábæra sýningu og hlutu fyrir það 7.93 eins og þeir Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti og voru jafnir í 3-4 sæti inn í úrslit. Loks var það Teitur Árnason og Dússý frá Vakurstöðum sem komu einbeitt inn í lok forkeppninnar og tryggðu sér öruggt sæti í úrslitum eða 5. sætið. Glódís Rún Sigurðardóttir og Drumbur frá Víðivöllum fremri voru með virkilega flotta sýningu voru síðust inn í úrslitin með 7.7.
Úrslitin voru stórglæsileg. Það var Páll Bragi og Vísir frá Kagaðarhóli sem stóðu efstir eftir hæga töltið með töluna 8.67. En eftir hraðabreytingarnar voru Árni Björn og Kastanía sem tóku forystuna og stóðu uppi sem sigurvegarar í Tölti T1 í Meistaradeild Líflands 2023 með einkunn upp á 8.33. Úrslit Tölt T1 1 Árni Björn Pálsson / Kastanía frá Kvistum 8,33 2 Páll Bragi Hólmarsson / Vísir frá Kagaðarhóli 8,17 3 Viðar Ingólfsson / Þór frá Stóra-Hofi 8,11 4 Teitur Árnason / Dússý frá Vakurstöðum 7,94 5 Jakob Svavar Sigurðsson / Skarpur frá Kýrholti 7,50 6 Glódís Rún Sigurðardóttir / Drumbur frá Víðivöllum fremri 7,11 7 Ragnhildur Haraldsdóttir / Úlfur frá Mosfellsbæ 7,63 8 Sara Sigurbjörnsdóttir / Fluga frá Oddhóli 7,57 9 Þorgeir Ólafsson / Fjöður frá Hrísakoti 7,50 10 Hans Þór Hilmarsson / Vala frá Hjarðartúni 7,33 11-12 Helga Una Björnsdóttir / Bylgja frá Barkarstöðum 7,30 11-12 Benjamín Sandur Ingólfsson / Sigur Ósk frá Íbishóli 7,30 13-15 Jóhann Kristinn Ragnarsson / Kvarði frá Pulu 7,20 13-15 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Flóvent frá Breiðstöðum 7,20 13-15 Jóhanna Margrét Snorradóttir / Kormákur frá Kvistum 7,20 16 Hákon Dan Ólafsson / Halldóra frá Hólaborg 7,13 17 Signý Sól Snorradóttir / Kolbeinn frá Horni I 7,00 18 Ásmundur Ernir Snorrason / Hlökk frá Strandarhöfði 6,97 19 Mette Mannseth / Staka frá Hólum 6,93 20 Ólafur Ásgeirsson / Fengsæll frá Jórvík 6,90 21 Pierre Sandsten Hoyos / Breki frá Austurási 6,70 22 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Sesar frá Rauðalæk 6,43 23 Matthías Kjartansson / Aron frá Þóreyjarnúpi 6,27 24 Þórdís Inga Pálsdóttir / Fjalar frá Vakurstöðum 0,00 Liðakeppnina unnu naumlega lið Hjarðartúns með 48.5 stig en einungis hálfu stigi á eftir var lið Ganghesta/Hjarðartúns. Einstaklingskeppnin eftir töltið er orðin þannig að Árni Björn leiðir nú með 32 stig, einu stigi á undan Aðalheiði sem hefur leitt keppnina hingað til. Nú fer skeiðið að byrja og þá ráðast leikar. hverjir það eru sem munu sigra Meistaradeild Líflands 2023. HorseDay höllin er þétt setin og mikil stemning. Eins er bein útsending á Alendis. |
|