MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News (EN)
  • Aktuelles (DE)
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule

Jöfn og spennandi úrslit: Aðalheiður og Top Reiter sigra Meistaradeild Líflands 2023

14/4/2023

Comments

 
Picture
Ótrúlegu tímabili Meistaradeildar Líflands er nú lokið og hefur keppnin verið æsispennandi nú í vetur og var ekki neitt öðruvísi uppi á teningnum í kvöld. Eftir úrslit í tölti var ljóst að baráttan yrði á milli Aðalheiðar Önnu og Árna Björns í einstaklingskeppninni. Árni Björn var einu stigi á undan eftir töltið og ljóst að úrslit myndu ráðast í skeiðinu. Til að sigra einstaklinskeppnina þurfti annað þeirra einfaldlega að fara hraðar í gegnum höllina. Hið ólíklega átti sér stað! Þau fóru á sama tíma eða 5.66 sek. í gegnum höllina. En þar sem Aðalheiður átti betri annan tíma hlaut hún 3. sætið í skeiðinu og Árni 4. sætið.  Þá voru þau orðin jöfn að stigum í efsta sæti með 39 stig. En þar sem Aðalheiður hefur verið oftar á palli í vetur sigrar hún einstaklingskeppni Meistaradeildar Líflands 2023.  Það var svo Konráð Valur Sveinsson sem lenti í 3. sæti með 32 stig.

Liðakeppnin var ekki síður spennandi. Lið Hjarðartúns leiddi keppnina fyrir skeiðið en það var lið Top Reiter sem sigraði liðakeppnina nokkuð örugglega í skeiðinu og náði með því að vera efst að stigum en jöfn liði Hjarðartúns með 366. Þannig að eins og í einstaklingskeppninni voru leikar jafnir og horfa þurfti til sigra liðanna í vetur. Það var því lið Top Reiter sem sigrar liðakeppni Meistaradeildar Líflands 2023. 

​Nánari úrslit stigakeppninnar má nálganst HÉR.
Picture
Stjórn Meistaradeildar Líflands óskar sigurvegurum og öðrum keppendum til hamingju með árangurinn og hlökkum til næsta tímabils.
Comments
Höfundaréttur © 2008-2025 I Meistaradeild Líflands í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News (EN)
  • Aktuelles (DE)
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule