Keppt verður í fjórgangi í HorseDay höllinni Ingólfshvoli fimmtudaginn 25. janúar. Nú er loksins komið að því að tímabilið hefjist og hlökkum við í stjórn Meistaradeildarinnar mikið til þessa hestamenn fjölmenni í höllina og njóti þess að horfa á bestu fjórgangara landsins etja kappi.
Keppni hefst kl. 19:00 og ætla fasteignasalarnir Gulla Jóna og Garðar Hólm að bjóða áhorfendum FRÍTT í stúkuna að þessu sinni og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara! Þeir sem ekki komast þá að sjálfsögðu mælum við með að allir tryggi sér áskrift hjá ALENDIS og fylgist með í beinni útsendingu. Eins og í fyrra verða frábærar veitingar í boði fyrir áhorfendur í HorseDay höllinni og er þeim bent á að panta mat á [email protected] og fá þá í kaupbæti frátekið sæti á besta stað í stúkunni - húsið opnar 17:30! Í fyrra voru það þau Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Það verður spennandi að sjá hvort þau munu mæta aftur til leiks! Það er veisla fram undan! Bestu knapar landsins munu berjast um titilinn um það hver sigri Meistaradeild Líflands 2024 - það er ljóst að margir ætla sér stóra hluti! Hver ætli að vinni fjórganginn í ár? |
|