Nú styttist í fyrsta mót Meistaradeildar Líflands 2023 en fjórgangur V1 er á dagskrá næstkomandi fimmtudag. Það verður spennandi að sjá okkar fremstu knapa og fá forsmekkinn af því sem í boði verður núna á ári heimsmeistaramóts. Íslensk Verðbréf ætla bjóða á fjórganginn og verður því frítt inn fyrir áhorfendur. Í tilefni þessarar fyrstu uppákomu í HorseDay höllinni verður HorseDay á staðnum og ætla að bjóða upp á léttar veitingar og sértilboð á áskriftum fyrir gesti kvöldsins.
Matseðill kvöldsins verður eftirfarandi: • Ofnsteikt lambalæri með bernaise, kartöflum og grænmeti • Tælensk kjötsúpa • Samlokur frá Vor • Pizzusneiðar frá Kaffi Krús Við hvetjum alla til að panta mat fyrir fram á [email protected] því ef það er gert er einnig hægt að láta taka frá sæti í stúku fyrir kvöldið. Húsið og veitingasala opnar kl. 17:30, upphitunarhestur fer í braut 18:30 og hefst svo keppnin stundvíslega kl. 19:00. Sjáumst sem flest í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli á fimmtudagskvöldið annars bendum við fólki á áskrift hjá Alendis. Stjórn Meistaradeildar Líflands |
|