Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum heldur áfram n.k fimmtudag 10.febrúar þegar keppt verður í slaktaumatölti (T2) í TM reiðhöllinni í Víðidal. Dagskrá hefst kl 19.00 í opinni dagskrá á Rúv2 og streymi frá Alendis. Frítt er inn í höllina fyrir gesti og áhorfendur allt upp að 500 manns, samkvæmt sóttvarnarreglum.
Slaktaumatölt fer sífellt vaxandi sem keppnisgrein en hún er krefjandi og reynir á jafnvægi og traust milli knapa og hests. Knapi sem vill keppa í slaktaumatölti í meistaradeildinni getur keypt sér keppnisrétt sem 25 knapi. Skráning fer fram á [email protected]. Þátttökugjald er 50.000kr, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi gilda. Skráningu lýkur kl 18.00 þriðjudaginn 8. febrúar. |
|