MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News (EN)
  • Aktuelles (DE)
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule

Sannkölluð hestaveisla framundan

14/3/2023

Comments

 
Picture
Það má með sönnu segja að ein stærsta hestaveisla vetrarins sé framundan en dagana 13.-15. apríl næstkomandi verða þrír stórir hestaviðburðir á Suðurlandi sem tilvalið er fyrir hestaáhugamenn að sækja. Ákveðið hefur verið að færa lokamót Meistaradeildar Líflands fram um einn dag og verður því keppt í tölti og skeiði í gegnum höllina föstudagskvöldið 14.apríl og lokamót Uppsveitadeildarinnar færist þá yfir á fimmtudaginn 13. apríl þegar einnig verður keppt í tölti og skeiði í gegnum höllina og krýndir verða sigurvegarar deildanna. Með þessu erum við að hleypa að einni af skemmtilegustu reiðhallasýningu ársins, Stóðhestaveislunni, á laugardagskvöldinu 15. apríl þar sem við munum eflaust fá að sjá úrval af bestu gæðingum landsins. 

Þ
að má því búast við því að hestamenn munu hafa úr nógu að velja þessa daga til að svala þorsta hestaáhugans. Við hvetjum auðvita alla til að mæta í hallirnar, sjá bestu hestana, hittast og fá stemminguna beint í æð. 

Búast má við hörku keppni á lokakvöldum deildanna því barist v erður fram á síðasta dropa um það hver og hvaða lið mun standa uppi sem sigurvegarar eftir virkilega skemmtilegar og spennandi keppnir í vetur. 

Þessu verður svo lokað með sýningu á laugardagskvöldinu í HorseDay höllinni með Stóðhestaveislunni sjálfri. Stóðhestaveislan hefur verið einn stærsti og vinsælasti innanhús viðburður síðustu ár og verður engin svikinn af því að mæta í HorseDay höllina.
Kæru hestamenn, takið dagana frá. Nánari upplýsinga um viðburði má vænta þegar nær dregur.
​

Stjórn Meistaradeildar Líflands í samstarfi við Uppsveitadeildina og Stóðhestaveisluna.

Comments
Höfundaréttur © 2008-2025 I Meistaradeild Líflands í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News (EN)
  • Aktuelles (DE)
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule