Flosi Ólafsson og Forkur frá Breiðbólsstað stóðu uppi sem sigurvegarar í slaktaumatöltinu.10/2/2022 Keppni í slaktaumatölti í TM reiðhöllinni er nú lokið. Margar frábærar sýningar sáust í kvöld og hestakostur frábær. Árni Björn og Katla stóðu efst eftir forkeppni með einkunina 7.97. Í úrslitum léku þeir Flosi og Forkur á alls oddi og sigruðu örugglega með einkunina 8.21. Kasta þurfti hlutkesti um annað sæti milli Hinriks og Árna Björns sem endaði þannig að Árni Björn varð annar og Hinrik í því þriðja. Í fjórði sæti varð Sigursteinn, á eftir honum komu svo Helga Una í því fimmta og Jakob Svavar í sjötta. Liðakeppnina í kvöld vann lið Hrímnis/Hest.is með 2 stigum. Lið Top reiter stendur efst eftir 2 keppnisgreinar með 96 stig samtals. Öll úrslit má sjá hér að neðan. Niðurstöður úr A úrslitum Niðurstöður úr forkeppni Niðurstöður úr liðakeppni Niðurstöður úr einstaklingskeppni
|
|