MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News (EN)
  • Aktuelles (DE)
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule

Annað árið í röð sem Árni Björn sigrar einstaklingskeppnina og Top Reiter liðakeppnina

8/4/2022

Comments

 
Picture
Nú er síðasta keppniskvöldi í Meistaradeild Líflands lokið. Margir lögðu leið sína í Ölfushöllina á Ingólfshvoli í kvöld til að horfa á síðustu sýningar hjá knöpum og hestum í deildinni. A-úrslit í tölti voru sannkölluð veisla og margir úrvals skeiðsprettir voru lagðir í gegnum höllina. Í tölti sigraði Jóhanna Margrét Snorradóttir á Bárði frá Melabergi með einkunina 7.83 en hún keppti sem villiköttur fyrir lið Hestvits. Í fljúgandi skeiði sigraði hinn þaulreyndi skeiðknapi Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarháleigu II á tímanum 5.64.
 
Lið Hrímnis/Hest.is hlaut liðaplattann fyrir töltið með 52.5 stig. En það voru þeir Flosi Ólafsson, Viðar Ingólfsson og Arnar Bjarki Sigurðarson sem kepptu fyrir lið Hrímnis/Hest.is.

Lið Top Reiter hlaut liðaplattann fyrir fljúgandi skeið með  48.5 stig og stendur uppi sem sigurvegari í liðakeppni deildarinnar með 377.5 stig. En lið Top Reiter sigraði einnig liðakeppnina í fyrra.

Árni Björn sigraði örugglega einstaklingskeppnina með 64.5 stig. Er það annað árið í röð sem hann stendur upp sem sigurvegari einstaklingskeppninar.  Í öðru sæti varð Teitur Árnason liðsfélagi hans í liði Top Reiter  með 42 stig. Í því þriðja varð Mette Mannseth með 24 stig.

Við óskum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn. Þökkum öllum fyrir samveruna í vetur og fyrir frábært tímabil.

Hlökkum til að sjá ykkur á næsta ári.
Hér að neðan má sjá niðurstöður kvöldsins
Picture
Picture
Picture
Picture
Comments
Höfundaréttur © 2008-2025 I Meistaradeild Líflands í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News (EN)
  • Aktuelles (DE)
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule