SumarliðabærLið sumarliðabær Liðsmenn eru Þorgeir Ólafsson, Guðmundur Björgvinsson, Benjamín Sandur Ingólfsson, Védís Huld Sigurðardóttir og Jón Ársæll Bergmann.
The team Sumarliðabær. Team members are Þorgeir Ólafsson, Guðmundur Björgvinsson, Benjamín Sandur Ingólfsson, Védís Huld Sigurðardóttir og Jón Ársæll Bergmann.
|
Þorgeir ólafssonÞorgeir Ólafsson er þjálfari og tamningamaður í Sumarliðabæ. Hann er nýr í meistaradeildinni 2023, sigurvegari í einstaklingskeppni í Uppsveitadeildinni síðustu 3 ár. Íslandsmeistari ungmennaflokk í 100m skeiði 2018 á Ögrunni frá Leirulæk. Hefur verið að gera það gott á kynbótabrautinni.
Þorgeir Ólafsson is a trainer and currently working in Sumarliðabær. He is new to the Champions League in 2023. He is the winner of the individual competition in Uppsveitadeildin for the last 3 years. He was the Icelandic champion in young adults in 100m pace 2018 with Ögrunn frá Leirulæk. He has been doing well on the breeding track lately.
|
Benjamín Sandur IngólfssonBenjamín Sandur, stundar tamningar og þjálfun í Káragerði í Vestur landeyjum. Hann hefur orðið Íslandsmeistari nokkrum sinnum í ungmennaflokki einnig hefur hann hlotið Reykjvíkurmeistara titla í ungmennaflokki. Benjamín varð Heimsmeistari í gæðingaskeiði ungmenna á Messu frá Káragerði 2019 og var sama ár valinn efnilegasti knapi ársins.
Benjamín Sandur, trains horses at Káragerði. Benjamín has done some great things at competitions and has been an Icelandic champion and Reykjavík champion a few times. Benjamín won the World Championship in PP1 Young rider on Messa frá Kàragerði in 2019 and was also nominated the most promising rider in Iceland that same year.
|
Védís Huld SigurðardóttirVédís Huld er fædd og uppalin á Sunnuhvoli í Ölfusi, þar sem hún starfar ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur verið viðloðandi í hestamennsku frá unga aldri og að baki á hún m.a 6 norðurlandameistaratitla og 15 Íslandsmeistaratitla. Þetta er fyrsta árið hjá henni sem knapi í meistaradeildinni. Védís er í U21 landsliðshópi fyrir árið 2025.
Védís is born and raised at Sunnuhvoll in Ölfus where she now trains horses with her family. She has been riding horses as long as she can remember. She has won 6 nordic championships titles and 15 Icelandic championships titles. This is her first year riding in meistaradeild. Védís is in the U21 national team for the year 2025.
|
Sumarliðabær
Sumarliðabær er ungt og upprennandi hrossaræktarbú í Ásahreppi. Þar sem áður stóð yfirgefið kúabú í niðurníðslu stendur nú þessi glæsilegi búgarður. Aðstaðan er eins og hún gerist best, bæði fyrir menn og dýr. Óhætt er að segja að hún eigi sér engan sinn líka hér á landi. Þar má nefna, rúmgott hesthús með 33 stíum, reiðhöll með Proground/Ecoraster gólfi, 7 km rekstrarhring og keppnisvöll með vikur undirlagi. Við erum metnaðarfull og stefnum óhikað að því að verða eitt fremsta keppins- og hrossaræktarbú landsins þegar fram líða stundir.