Skeiðvellir / ÁrheimarLiðið Skeiðvellir / Árheimar hét áður Eques / Kingsland en með nafna breytingunni urðu líka breytingar á nokkrum knöpum. Liðsmenn eru Davíð Jónsson, Sigursteinn Sumarliðason, Matthías Leó Matthíasson, Sólon Morthens og Janus Halldór Eiríksson.
The team Skeiðvellir / Árheimar, that was called Eques / Kingsland last year, has some new riders on board. This year’s team members are Davíð Jónsson, Sigursteinn Sumarliðason, Matthías Leó Matthíasson, Sólon Morthens and Janus Halldór Eiríksson.
|
Davíð JónssonDavíð er búsettur á Skeiðvöllum og hefur verið öflugur á skeiðbrautinni síðustu ár. Davíð og Irpa frá Borgarnesi eru meðal annars íslandsmeistarar í gæðingaskeiði 2019, íslandsmeistarar í 150 m árið 2017 og þau unnu einnig 100m skeiðið á LM2012 í Reykjavík.
Davíð works at Skeiðvellir. Davíð has been really successful on the pace track these last years, riding Irpa frá Borgarnesi. They won the 100m. pace race at Landsmót 2012 in Reykjavík, became Icelandic Champions in PP1 pace test in 2019 and in 150m. pace in 2017.
|
Matthías Leó MatthíassonStundar tamningar og þjálfun að Hvoli í Ölfusi. Hann hefur unnið við tamningar og þjálfun í 14 ár, til dæmis á Leirubakka, Kjartansstöðum og í Þjóðólfshaga. Matthías vann fjórgang á Reykjavíkurmeistaramótinu 2015 í fyrsta flokki og var fjórði á Íslandsmóti 2015. Hann var í þriðja sæti í slaktaumatölti á Íslandsmóti 2019 og í tölt úrslitum á sama móti, besti árangur Matthíasar í Meistaradeildinni er 2.sæti í fjórgangi árið 2020.
Is training horses at Hvoll, Ölfus. He has been training horses for more than 14 years now for example at Leirubakki, Kjartansstaðir and Þjóðólfshagi. Matthías won the four gait at the Reykjavík championship in 2015 and became fourth at the Icelandic championship same year. Matthías was the third in tölt T2 and in finals in tölt T1 at the Icelandic championship 2019. His best result in Meistaradeildin so far is the second place in Fourgait in 2020.
|
Sigursteinn SUmarliðasonHefur ná góðum árangri á keppnisvellinum, bæði í gæðinga og íþróttakeppni. Hann hefur einnig náð góðum árangri á kynbótabrautinni. Sigursteinn hefur orðið heimsmeistari í gæðingaskeiði, Íslandsmeistari og tvöfaldur Landsmótssigurvegari í tölti árin 2011 og 2012. Sigursteinn á besta tímann í 250 m skeiði árið 2020.
Sigursteinn has gotten good results at the competition track both in sport and gæðinga competitions and on the breeding track. Sigursteinn has been a World Champion in PP1 pace test, Icelandic Champion and a double Landsmótswinner in tölt, 2011 and 2012. He has the best time in 250 m pace in 2020.
|
Sólon MorthensÚtskrifaðist sem tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum vorið 2010. Sólon hefur verið virkur á keppnisvellinum og á kynbótabrautinni. Hann hefur meðal annars verið í úrslitum á Landsmótum sem og Íslandssmótum. Hann stundar tamningar, þjálfun og reiðkennslu í Hrosshaga í Biskupstungum þar sem hann rekur tamningastöð ásamt Þóreyju konu sinni.
Graduated as a trainer and riding instructor from Hólar in 2010. He has been active as a competition rider as well as showing horses in breeding shows. Sólon has been both in finals at Landsmót and Icelandic Championships. He runs a training stable, with his wife Þórey, at Hrosshagi in Biskupstungur, where they work with horses in all stages and also do riding lessons.
|
Janus Halldór EiríkssonStarfar við tamningar á Laugarbökkum. Hann hefur náð góðum árangri á kynbótabrautinni og sýnt margan gæðinginn. Einnig hefur hann náð fínum árangri á keppnisbrautinni m.a. á hestinum Barða frá Laugarbökkum.
Works at Laugarbakkar, training horses. He has a good record showing breeding horses and has presented many good horses. He has also been quite successful in competitions i.e. on Barði frá Laugarbökkum.
|