MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Auðsholtshjáleiga / Horseexport
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Storm Rider/Austurkot
    • Top Reiter
  • Fréttir/News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Dagskrá/Schedule
  • Úrslit/Results

Lokamót meistaradeildar tölt og flugkskeiði

4/1/2022

Comments

 
Picture
Seinasta mót Meistaradeildar Líflands fer fram föstudaginn 8.april á Ingólfshvoli en þá verður keppt í tölti og 100m flugskeiði í gegnum höllina. Keppni hefst kl 18:00 á tölti.

Árni Björn leiðir einstaklingskeppnina með 50 stig. En á eftir honum kemur Teitur með 34 stig. En Teitur er ekki þekktur fyrir að gefast upp og mun leggja allt undir í töltinu og skeiðinu.
Það er ljóst að það er gríðarlega sterk töltkeppni framundan og fljótustu hestar landsins munu mæta á lokamót deildarinnar.
Frítt er inn í höllina fyrir áhorfendur í boði Meistaradeildar Líflands.Hlynur Snær Theodórsson trúbador ætlar spila vel valin lög fyrir gesti. Veitingar og drykkir í boði.

Fylgist með Meistaradeildinni á Instagram undir nafninu meistaradeildin og munið eftir að merkja okkur á myndir / video sem þið takið á viðburðinum með #meistaradeildin.
Comments

Árni Björn átti daginn í dag og sigraði tvöfalt í skeiðgreinum og skaut sér þar með á toppinn í einstaklingskeppninni

3/26/2022

Comments

 
Picture
Árni Björn Pálsson  sigraði tvöfalt á Brávöllum á Selfossi í dag þegar keppt var í Gæðingaskeiði og 150m skeiði.
Með sigrunum tveimur í skeiðgreinunum stendur hann nú lang efstur í einstaklingskeppninni með  50 stig

Lið Hjarðartúns hlaut liðaplattann  fyrir Gæðingaskeiðið með Elvar Þormarsson, Þórarinn Ragnarsson og Jakob Svavar Sigurðsson í fararbroddi.

Lið Auðsholtsjáleigu hlaut liðaplattan í 150m skeiði en fyrir lið Auðsholtshjáleigu kepptu Daniel Gunnarsson, Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Sara Sigurbjörnsdóttir.

Lið Topreiter stendur enn efst í stigakeppninni með með 282 stig.

Niðurstöður má sjá hér að neðan.


Niðurstöður úr Gæðingaskeiði:
Picture
Niðurstöður úr 150m skeiði:
Picture
Staðan í einstaklingskeppninni:
Picture
Staðan í liðakeppninni:
Picture
Comments

Gæðingaskeið og 150m skeið næstu keppnisgreinar Meistardeildar.

3/22/2022

Comments

 
Picture
Næsta mót Meistaradeildar verður haldið laugardaginn 26.mars á Brávöllum á Selfossi þegar knapar keppa í Gæðingaskeiði og 150m skeiði. Keppni hefst kl 11.  

Að venju verður bein útsending frá Rúv2 og Alendis.

Knapi sem vill keppa í skeiði í Meistaradeildinni getur keypt sér keppnisrétt sem 25 knapi. Skráning fer fram á info@meistaradeild.is og lýkur á hádegi kl 12 fimmtudaginn 25. mars. Þátttökugjald er 50.000kr. Hér er hægt að nálgast reglur um uppboðssæti Meistaradeildar https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html.

Hlökkum til að sjá ykkur.


Comments

Teitur árnason og Taktur frá vakurstöðum sigurvegarar í gæðingafimi

3/18/2022

Comments

 
Picture
Gríðarlega sterkri Gæðingakeppni var nú að ljúka í Ölfushöllinni. Það er óhætt að segja að margar frábærar og vel útfærðar sýningar sáust í kvöld.  Úrslitin voru gríðarlega sterk og hart var barist um efstu sætin.

Teitur Árnason fór efstur inn í úrslit eftir forkeppni. Í úrslitum hélt hann efsta sætinu með frábæra sýningu á Takti. Að honum sóttu þó hart norðanfólkið  þau Mette Mannseth og Gísli Gíslason með úrvals góðar og vel útfærðar sýningar og frábæra reiðmennsku. 

Teitur Árnason stendur efstur í einstaklingskeppninni eftir fjórar greinar með 30 stig.
Lið Ganghesta/Margrétarhofs unnu liðaplattan í kvöld með 58 stig. Það voru þær Ragnhildur Haraldsdóttir, Glódís Rún Sigurðardóttir og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sem kepptu fyrir þeirra hönd.

Lið Top Reiter leiðir enn liðakeppnina eftir fjórar greinar með 193,5 stig.

Nú eru einungis tvö mót eftir og fjórar keppnisgreinar,  skeiðgreinar og töltkeppni og spennan mikil í einstaklings og liðakeppninni.
 
Hér að neðan má sjá hvernig úrslit kvöldins fóru.

Niðurstöður úr A-úrslitum:
Picture
Niðurstöður úr forkeppni:
Picture
Niðurstöður úr einstaklingskeppni:
Picture
Niðurstöður úr liðakeppni:
Picture
Comments

Ráslistinn er klár fyrir gæðingafimi

3/17/2022

Comments

 
Picture
Ráslistinn er klár fyrir Gæðingafimina sem haldin verður á Ingólfshvoli á morgunn. 

25 knapar eru skráðir til leiks og það er ljóst að hart verður barist um sætin og  reikna má með gríðarlega spennandi keppni. Þrír villikettir eru skráðir til leiks i þetta skiptið, þeir keppa fyrir lið Hjarðartúns, Þjóðólfshaga/Sumarliðabæ og Skeiðvelli/Storm Rider. Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir keppir  svo í uppboðssæti á hestinum Viljari frá Múla.

Ekki missa af spennandi keppni í Gæðingafimi.
Comments

Gæðingafimi næsta keppnisgrein meistaradeildar

3/13/2022

Comments

 
Picture
 Föstudaginn 18.mars verður keppt í Gæðingafimi í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum á Ingolfshvoli í Ölfusi.

Gæðingafimi er gríðarlega krefjandi keppnisgrein þar sem reynir á ganghæfileika og þjálfunarstig hests og knapar þurfa að koma vel undirbúnir til leiks. Keppendur fá allt að 5 min til að sýna það besta sem hesturinn hefur upp á að bjóða og nú í ár verður í fyrsta skipti keppt eftir reglum LH.

Hart var barist í fyrra í úrslitum, þar voru þaulvanir hestar og knapar. Jakob Svavar Sigurðsson sigraði með frábærlega vel útfærða og glæsilega sýningu á hestinum Hálfmána frá Steinsholti og 8.60 í einkunn. Nú í ár er mikið um nýja hesta og knapa sem spennandi verður að fylgjast með hvernig til tekst.

Frítt er inn í höllina fyrir áhorfendur. Húsið opnar kl. 17 Boðið verður upp á sunnlenska kjötsúpu og drykki í öllum stærðum og gerðum.

Knapi sem vill keppa í Gæðingafimi í Meistaradeildinni getur keypt sér keppnisrétt sem 25 knapi. Skráning fer fram á info@meistaradeild.is og lýkur á hádegi kl 12 miðvikudaginn 16.mars. Þátttökugjald er 50.000kr. Hér er hægt að nálgast reglur um uppboðssæti meistaradeildar https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html.

Hlökkum til að sjá ykkur :)
Comments

Árni Björn og Katla Sigra fimmganginn með 7.36 í einkunn

2/25/2022

Comments

 
Picture
Þriðja mót Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum fór fram í kvöld 25.febrúar í Samskipahöllinni. Frá og með deginu í dag var öllum takmörkunum og opinberum sóttvarnaraðgerðum aflétt sem gaf leyfi fyrir áhorfendur. Fjöldi manns mætti sem skapaði létta og skemmtilega stemmningu í höllinni. Aðstæður fyrir knapa voru afar erfiðar vegna mikillar úrkomu og vinds sem setti svip sinn á keppnina en þrátt fyrir það sáust margar frábærar sýningar .

Það var ofurparið Árni Björn og Katla sem stóðu efst eftir forkeppni með einkunina 7.43. Mjótt var á munum í úrslitum en Árni Björn og Katla héldu sínu sæti og stóðu upp sem sigurvegarar kvöldsins með einkunina 7.36. Í öðru sæti urðu Glódís Rún og Snillingur frá Íbíshól með einkunina 7.31 og í því þriðja urðu Hinrik Bragason og Telma frá Árbakka með 7.26 í einkun.

Tvö lið hlutu liðaplattann í kvöld. Það voru lið Ganghesta/Margrétarhofs og lið Auðsholtshjáleigu með 51 stig hvort lið.
Lið Top Reiter trónir enn á toppnu í liðakeppninni með 143 stig.
Stigahæsti knapinn eftir 3 keppnisgreinar er siguvegari kvöldsins Árni Björn Pálsson með 21 stig.

Allar niðurstöður er hægt að nálgast hér að neðan.

Niðurstöður A úrslit
Picture
Niðurstöður úr forkeppni
Picture
Niðurstöður úr einstaklingskeppni
Picture
Niðurstöður úr liðakeppni
Picture
Comments

Ráslistinn er klár fyrir fimmganginn

2/24/2022

Comments

 
Picture
Ráslistinn er klár fyrir fimmganginn. 26 knapar eru skráðir til leiks þar á meðal eru nokkrir nýjir hestar sem  gaman verður að fylgjast með. Það er ljóst að það verður gríðarleg barátta á morgunn í Samskipahöllinni og  mikill hugur er í knöpunum.

Upphitunarhestar fyrir dómara verða knapar í U-21 árs landsliði Íslands. Það eru þau Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir með Vísi frá Helgatúni og Kristófer Darri Sigurðsson með hestinn Ísafold frá Velli


Comments

ATH tilkynning

2/24/2022

Comments

 
Picture

Eftir miklar umræður og vangaveltur vegna veðurspáar hefur verið ákveðið að halda tilsettri dagsetningu og halda keppnina í fimmgangi föstudaginn 25. febrúar. Breyting hefur þó orðið á tímasetningu en ákveðið hefur verið að seinka keppninni til kl 20.

Dagskrá RÚV hefst kl 20 með sérfræðingunum Huldu Geirs og Steindóri Guðmunds.

Dagskrá Alendis hefst kl 19.30 með sérfræðingunum Telma Lucinda Tómassonog Edda Run. En Edda er vel kunnug fyrir snilli sína í fimmgangs- og skeiðgreinum

Húsið opnar kl 17.30.  Frítt er inn í höllina í boði Líflands. Í boði verða kótelettur í raspi og drykkir af öllum stærðum og gerðum.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kær kveðja stjórn
Comments

Keppt verður í fimmgangi í Samskipahöllinni þann 25. febrúar.

2/22/2022

Comments

 
Picture
Næsta grein Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum er fimmgangur í Samskipahöllinni föstudaginn 25. febrúar. Dagskrá hefst kl 19.00 í opinni dagskrá á Rúv 2 og streymi frá Alendis.

Knapi sem vill keppa í fimmgangi í meistaradeildinni getur keypt sér keppnisrétt sem 25 knapi. Skráning fer fram á info@meistaradeild.is. Þátttökugjald er 50.000kr, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi gilda.  Skráningu lýkur miðvikudaginn 23. febrúar kl 22.

Frítt er inn í höllina fyrir gesti og gangandi fólk, húsið opnar kl 17:30. Boðið verður upp á kótilettur í raspi og drykki.


Hlökkum til að sjá sem flesta á föstudaginn í Samskipahöllinni.


Comments

Flosi Ólafsson og Forkur frá Breiðbólsstað stóðu uppi sem sigurvegarar í slaktaumatöltinu.

2/10/2022

Comments

 
Picture
Keppni í slaktaumatölti í TM reiðhöllinni er nú lokið. Margar frábærar sýningar sáust í kvöld og hestakostur frábær. Árni Björn og Katla stóðu efst eftir forkeppni með einkunina 7.97.
Í úrslitum léku þeir Flosi og Forkur á alls oddi og sigruðu örugglega með einkunina 8.21.
Kasta þurfti hlutkesti um annað sæti milli Hinriks og Árna Björns sem endaði þannig að Árni Björn varð annar og Hinrik í því þriðja. Í fjórði sæti varð Sigursteinn, á eftir honum komu svo Helga Una í því fimmta og Jakob Svavar í sjötta.

Liðakeppnina í kvöld vann lið Hrímnis/Hest.is með 2 stigum. 
Lið Top reiter stendur efst eftir 2 keppnisgreinar með 96 stig samtals.

Öll úrslit má sjá hér að neðan.


Niðurstöður úr A úrslitum
Picture
Niðurstöður úr forkeppni
Picture
Niðurstöður úr liðakeppni
Picture
Niðurstöður úr einstaklingskeppni
Picture
Comments

Ráslisti fyrir slaktaumatölt í TM höllinni

2/10/2022

Comments

 
Picture
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum heldur áfram á morgunn fimmtudag þegar keppt verður í slaktaumatölti (T2) í TM reiðhöllinni í Víðdal. Keppnin hefst kl 19 í opinni dagskrá á RÚV2 og á Alendis.is. Áhorfendur eru leyfðir allt að 500 manns. Frítt er inn á viðburðinn en húsið opnar kl 18.30.
Silli kokkur verður með veitingarvagninn á svæðinu þar sem hægt verður að fá nauta, hreindýra eða gæsahamborgar frá kl 17.45.

Tveir knapar í U-21 árs landsliðinu munu hita upp fyrir dómara. Það eru þau Katla Sif Snorradóttir með hestinn Bálk frá Dýrfinnustöðum og Signý Sól Snorradóttir með Rafn frá Melabergi.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Comments

Slaktaumatölt (T2) Meistaradeildar í TM reiðhöllinni þann 10.febrúar.

2/6/2022

Comments

 
Picture
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum heldur áfram n.k fimmtudag 10.febrúar þegar keppt verður í slaktaumatölti (T2) í TM reiðhöllinni í Víðidal. Dagskrá hefst kl 19.00 í opinni dagskrá á Rúv2 og streymi frá Alendis. Frítt er inn í höllina fyrir gesti og áhorfendur allt upp að 500 manns, samkvæmt sóttvarnarreglum.
 
Slaktaumatölt fer sífellt vaxandi sem keppnisgrein en hún er krefjandi og reynir á jafnvægi og traust milli knapa og hests. Knapi sem vill keppa í slaktaumatölti í meistaradeildinni getur keypt sér keppnisrétt sem 25 knapi.
Skráning fer fram á info@meistaradeild.is. Þátttökugjald er 50.000kr, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi gilda. Skráningu lýkur kl 18.00 þriðjudaginn 8. febrúar.
Comments

Sigurður Sigurðarson sigraði fjórganginn

1/27/2022

Comments

 
Picture
.
Spennandi keppni í fjórgangi Meistaradeildar Líflands er nú lokið. Mikið var um ný andlit bæði í hópi manna og hesta. Teitur Árnason leiddi forkeppnina á hestinum Takt frá Vakurstöðum með einkunina 7,37. Á eftir honum jafnir í öðru og þriðja sæti voru Pierre Sandsten-Hoyos og Sigurður Sigurðarson með 7.13 í einkunn,
Í úrslitum snérust leikar við og var það Sigurður sem kom sá og sigraði á hestinum Leik frá Vesturkoti með einkunina 7,57.  Sara Sigurbjörnsdóttir stóð sig gríðarlega vel og endaði önnur á Flugu frá Oddhóli með einkunina 7,50 og Teitur og Taktur enduðu í þriðja sæti með einkunina 7,43.

Liðakeppnina vann lið Top Reiter með 51,5 stig.
Niðurstöður úr A úrslitum
Picture
Niðurstöður úr forkeppni
Picture
Niðurstöður úr liðakeppni
Picture
Comments

Ráslistar liggja fyrir

1/26/2022

Comments

 
Picture
Dregið hefur verið í ráslista í fjórgangi í fyrstu keppni Meistaradeildar. Ráslistann er hægt að nálgast í Kappa. Keppnin hefst kl 19 í opinni dagskrá á RÚV 2 og streymi frá Alendis.

Áður en keppnin hefst munu tveir knapar í U-21 árs landsliði Íslands ríða fjórgangsprógram sem upphitunarhestar. Það eru þau Hulda María Sveinbjörnsdóttir á hestinum Muninn frá Bergi og Hákon Dan Ólafsson á Svörtu Perlu frá Álfhólum.
Picture
Comments

Opið er fyrir skráningu á uppboðssæti í fjórgangskeppni meistaradeildar.

1/22/2022

Comments

 
Picture

Eitt sæti er laust í fjórgangskeppni Meistaradeildar Líflands sem hefst 27. janúar næstkomandi. Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka taka þátt mun hæstbjóðandi gilda. Hægt er að nálgast reglurnar hér https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html

Skráningarfrestur er til 25.janúar. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á info@meistaradeild.is.

Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum


One place is available in the 4 gait competition in the Champions League, which starts January 27th.
The rules of the league state that an individual rider can buy the right to compete. If more than one  rider wants to participate, the highest bidder will apply. You can access the rules here https://www.meistaradeild.is/leikreglur.htm.

The deadline to register is to January 25th. Please send an offer with registration to the email address info@meistaradeild.is if you want to compete among the best in the world.

The board of the Lífland Champions league





Comments

Styttist í fyrsta mót meistaradeildar 2022

1/19/2022

Comments

 
Picture
Framundan er fyrsta mót ársins í Meistaradeild Líflands 2022.  Vegna hraðvaxandi fjölgun COVID-19 smita í samfélaginu undanfarna daga og vikur verðu ekki hægt að leyfa neina áhorfendur í höllina í þetta sinn. Mótið verður haldið samkæmt nýjustu sóttvarnarreglum sem settar hafa verið fram af Landlæknisembættinu og Heilbrigðisráðaneytinu. Hvetjum alla til að fylgjast með og njóta keppninnar í beinni útsendingu á RÚV2 eða streyminu á Alendis og kíkja svo við á Instagram síðu meistaradeildarinnar.


Comments

miðasala á ársmiðum hafin á Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum 2022

12/17/2021

Comments

 
Picture
Sala á ársmiðum á Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum 2022 er hafin á tix.is en stakir miðar á keppniskvöldin verða ekki í boði. Hér er hægt að nálgast miða: https://tix.is/is/event/12557/meistaradeild-i-hestai-rottum/

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum 2022 er mótaröð sex móta, frá lok janúar og fram í lok apríl, þar sem úrvals knapar keppa í 8 keppnisgreinum.
Hver ársmiði á Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum gildir einnig sem happadrættismiði, hver miði er númeraður og á lokahátíðinni í apríl þá verður dregið úr 10 veglegum vinningum.

Þetta er án efa besta jólagjöf hestamannsins í ár.

Dagskrá 2022

27. janúar kl. 19 – Fjórgangur – Ingólfshvoll
10. febrúar kl. 19 – Slauktaumatölt – TM höllin
25. febrúar kl. 19 – Fimmgangur – Samskipahöllin
18. mars kl. 19 – Gæðingafimi – Ingólfshvoll
26. mars kl. 13 – Gæðingaskeið og 150m skeið – Selfoss
9. apríl kl. 14 – Tölt og 100m skeið – lokahátíð – Ingólfshvo

Með kærri kveðju,
Stjórn Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum

Comments

Breytingar á liði skeiðvalla/stormrider

11/24/2021

Comments

 
Picture
Breytingar hefa verið gerðar á liði Skeiðvalla/StormRider, Sólon Mortens hefur ákveðið að draga sig í hlé, í hans stað kemur inn Pall Bragi Hólmarsson.  Páll Bragi er menntaður reiðkennari og tamningamaður. Hann starfar við tamningar og þjálfun á hrossaræktarbúi fjölskyldunnar í Austurkoti.
Bjóðum Pál Braga velkominn í deildina

Comments

Dagsetningar fyrir Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum keppnistímabilið 2022

10/8/2021

Comments

 
Picture
Búið er að ákveða dagsetningar fyrir Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum keppnistímabilið 2022.
​

27. janúar          fimmtudagur                   Fjórgangur V1
10. febrúar         fimmtudagur                   Slaktaumatölt T2 
25. febrúar         föstudagur                       Fimmgangur F1
18. mars              föstudagur                       Gæðingafimi
26 .mars             laugardagur                     Skeiðmót           
9. apríl                laugardagur                     Tölt T1 og flugskeið
 
Staðsetningar keppna verða auglýstar síðar.

Beinnar útsendingar verða frá öllum keppnunum, á RÚV2 og Alendis TV.

Með kærri kveðju,
Stjórn Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum
Comments

Ný stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum 2022

10/8/2021

Comments

 
Á aðalfundi Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum sem haldin var þann 1. október sl. var kosin inn ný stjórn, sem hefur nú formlega hafið störf.

Stjórnin er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga sem munu kappkosta við að halda uppi hróðri Meistaradeildar og stuðla að áframhaldandi jákvæðri þróun hennar.

Stjórnina skipa:
Sigurbjörn Eiríksson, formaður
Sóley Margeirsdóttir, ritari
Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir, gjaldkeri
Erlendur Árnason
Teitur Árnason
Varamenn: Gústaf Ásgeir Hinriksson, Bjarni Elvar Pjetursson
Sjá nánar:  https://www.meistaradeild.is/stjoacuternboard.html

Á næstu dögum verða liðin á keppnistímabilinu 2022 kynnt til leiks ásamt dagskrá og verður spennandi að sjá hvaða breytingar hafa orðið á liðunum - en liðin eru afar sterk að vanda.

Núverandi stjórn vill að lokum þakka fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar.

Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum
Comments

Meistaradeildin í hestaíþróttum og Lífland skrifa undir áframhaldandi samstarfssamning.

9/23/2021

Comments

 
Picture

Nú hefur verið undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur Líflands og Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum, deildin mun á komandi keppnistímabili heita „Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum“
„Samstarfssamningurinn við Lífland er ákaflega mikilvægur fyrir Meistaradeildina, það skiptir okkur öllu máli að hafa jafn traustan samstarfsaðila og Lífland er, aðila sem er tilbúin að hlúa vel að hestaíþróttum, með svona sterkan samstarfsaðila þá er hægt að gera alla umgjörð keppniskvölda sýnilegri, ásamt því halda þeim glæsileika sem deildin hefur verið lofuð fyrir síðustu árin. Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum er sýnd í beinni útsendingu út um allan heim, áhorf hérlendis og erlendis vex með ári hverju og því mikilvægt að vanda alla umgjörð,“ segir Sigurbjörn formaður Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum

Picture
Comments

MD auglýsir eftir liðum fyrir 2022

7/21/2021

Comments

 
Picture
Meistaradeild í hestaíþróttum auglýsir eftir liðum til þátttöku í mótaröð deildarinnar árið 2022, lokadagur til að skila inn umsókn er 25. ágúst 2021. Senda skal umsóknina á netfangið info@meistaradeild.is.  Í umsókninni þarf að koma fram hverjir eru liðseigendur og knapar liðsins. Hægt er að nálgast leikreglur Meistaradeildarinnar inn á heimasíðu deildarinnar https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html
Comments

Árni og Konráð sigurvegarar kvöldsins ásamt Top Reiter liðinu

4/24/2021

Comments

 

Picture
Picture
Úrslitum í Tölti T1  og Flugskeiði P2 er lokið í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum og þar með er keppnistímabili deildarinnar lokið. Efstur eftir forkeppni í tölti var Jakob Svavar Sigurðsson en í öðru sæti var Viðar Ingólfsson og Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu. Keppnin endaði þó þannig að Árni Björn og Ljúfur frá Torfunesi unnu keppnina með yfirburðum en þeir unnu sig upp úr 4. til 5. sæti  í það fyrsta með einkunnina 9,0. Mótið var sent út í beinni á Rúv2 og streymt á Alendis Tv, bæði hérlendis eða erlendis.  Liðaplatta kvöldsins í Tölti hlaut lið Hestvits.
 
Í Flugskeiði var keppnin gríðarlega hörð enda margreyndir verðlaunahestar í braut. Strax eftir fyrri sprett stóðu þeir Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu á tímanum 5,77 s. en mjótt var á munum á milli þeirra og Sigursteins Sumarliðasonar og Krókusar frá Dalbæ sem fóru á tímanum 5,85 sekúndum. Það var svo lið Top Reiter sem tók liðaplattann í Flugskeiðinu.
 
Í heildar liðakeppninni var það lið Top Reiter sem vann liðakeppnina í samanlögðum stigum með 394,5 stig og voru þau vel að því komin. Liðsfélagar voru þau Teitur Árnason, Árni Björn Pálsson, Hanna Rún Ingibergsdóttir, Eyrún Ýr Pálsdóttir og Konráð Valur Sveinsson.

​Í einstaklingskeppninni varð stigahæstur Árni Björn Pálsson í liði Top Reiter með 64 stig.
 
Hér fyrir neðan eru niðurstöður kvöldsins:
 
Tölt T1 - Úrslit:
  1. Árni Björn Pálsson / Ljúfur frá Torfunesi - 9,00
  2. Jakob Svavar Sigurðsson / Hálfmáni frá Steinsholti - 8,67
  3. Viðar Ingólfsson / Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II - 8,44
  4. Sólon Morthens / Katalína frá Hafnarfirði - 8,11
  5. Jóhanna Margrét Snorradóttir / Bárður frá Melabergi - 8,11
  6. Matthías Leó Matthíasson / Taktur frá Vakurstöðum - 7,56
 
Tölt T1 - Niðurstöður í forkeppni:
  1. Jakob Svavar Sigurðsson / Hálfmáni frá Steinsholti - 8,63
  2. Viðar Ingólfsson / Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II - 8,30
  3. Jóhanna Margrét Snorradóttir / Bárður frá Melabergi - 8,07
  4. Árni Björn Pálsson / Ljúfur frá Torfunesi - 7,93
  5. Sólon Morthens / Katalína frá Hafnarfirði - 7,93
  6. Matthías Leó Matthíasson / Taktur frá Vakurstöðum - 7,87
  7. Sigurður Sigurðarson / Rauða-List frá Þjóðólfshaga 1 - 7,43
  8. Helga Una Björnsdóttir / Fluga frá Hrafnagili - 7,43
  9. Ævar Örn Guðjónsson / Vökull frá Efri-Brú - 7,33
  10. Eyrún Ýr Pálsdóttir / Hrannar frá Flugumýri II - 7,30
  11. Hulda Gústafsdóttir / Sesar frá Lönguskák - 7,27
  12. Hinrik Bragason / Rósetta frá Akureyri - 7,27
  13. Elin Holst / Frami frá Ketilsstöðum - 7,23
  14. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Özur frá Ásmundarstöðum 3 - 7,20
  15. Sylvía Sigurbjörnsdóttir / Rós frá Breiðholti í Flóa - 7,20
  16. Ragnhildur Haraldsdóttir / Úlfur frá Mosfellsbæ - 7,17
  17. Janus Halldór Eiríksson / Blíða frá Laugarbökkum - 7,13
  18. Benjamín Sandur Ingólfsson / Mugga frá Leysingjastöðum II - 7,00
  19. Davíð Jónsson / Ólína frá Skeiðvöllum - 6,93
  20. Flosi Ólafsson / Snæfinnur frá Hvammi - 6,87
  21. Ásmundur Ernir Snorrason / Hlökk frá Strandarhöfði - 6,83
  22. Sigurður Vignir Matthíasson / Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 - 6,77
  23. Hanna Rún Ingibergsdóttir / Grímur frá Skógarási - 6,77
  24. Þórdís Erla Gunnarsdóttir / Terna frá Auðsholtshjáleigu - 6,73
  25. Þórarinn Ragnarsson / Gullhamar frá Dallandi - 6,70

Flugskeið P2 – Niðurstöður:
 
  1. Konráð Valur Sveinsson - Top Reiter - 5,77
  2. Sigursteinn Sumarliðason - Skeiðvellir / Árheimar - 5,85
  3. Árni Björn Pálsson - Top Reiter - 5,89
  4. Jakob Svavar Sigurðsson - Hjarðartún - 5,94
  5. Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson - Ganghestar / Margrétarhof - 5,95
  6. Gústaf Ásgeir Hinriksson - Hestvit / Árbakki - 6,00
  7. Hans Þór Hilmarsson - Hjarðartún - 6,02
  8. Daníel Gunnarsson - Hrímnir / Hest.is - 6,07
  9. Freyja Amble Gísladóttir - Gangmyllan - 6,09
  10. Viðar Ingólfsson - Hrímnir / Hest.is - 6,10
  11. Davíð Jónsson - Skeiðvellir - 6,10
  12. Jóhann Magnússon - Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð - 6,11
  13. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð - 6,18
  14. Sigurður Vignir Matthíasson - Ganghestar / Margrétarhof - 6,20
  15. Glódís Rún Sigurðardóttir - Ganghestar / Margrétarhof - 6,20
  16. Benjamín Sandur Ingólfsson - Hrímnir / Hest.is - 6,31
  17. Jóhann Kristinn Ragnarsson - Hestvit / Árbakki - 6,33
  18. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð - 6,34
  19. Hinrik Bragason - Hestvit / Árbakki - 6,48
  20. Sólon Morthens - Skeiðvellir / Árheimar - 6,50
  21. Sigurður Sigurðarson - Gangmyllan - 6,53
  22. Ævar Örn Guðjónsson - Gangmyllan - 6,86
  23. Eyrún Ýr Pálsdóttir - Top Reiter - 0,00
  24. Elvar Þormarsson - Hjarðartún - 0,00

Liðakeppni Meistaradeildar 2021

Picture

Einstaklingskeppni Meistaradeildar 2021

Picture

Comments

Ráslistar fyrir lokamót - Starting lIsts for the final Event

4/22/2021

Comments

 

Lokamót Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum fer fram á Ingólfshvoli á laugardaginn 24. apríl, en þar mun verða keppt í tölti og flugskeiði. Æsispennandi mót er framundan enda er ráslistinn ekki af verri endanum og ljóst er að endaspretturinn verður eitthvað sem að enginn vill missa af. Mótið verður í beinni á Rúv2 og streymt á Alendis Tv – þannig að allir ættu að geta notið veislunnar – hvort sem er hérlendis eða erlendis.
 
Ráslistar eru eftirfarandi:
 
Tölt T1:
  1. Helga Una Björnsdóttir – Hjarðartún - Fluga frá Hrafnagili
  2. Elin Holst – Gangmyllan - Frami frá Ketilsstöðum
  3. Árni Björn Pálsson - Top Reiter - Ljúfur frá Torfunesi
  4. Janus Halldór Eiríksson – Skeiðvellir / Árheimar - Blíða frá Laugarbökkum
  5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir – Ganghestar / Margrétarhof - Özur frá Ásmundarstöðum 3
  6. Flosi Ólafsson – Hrímnir - Snæfinnur frá Hvammi
  7. Sólon Morthens – Skeiðvellir / Árheimar - Katalína frá Hafnarfirði
  8. Hinrik Bragason – Hestvit / Árbakki - Rósetta frá Akureyri
  9. Þórdís Erla Gunnarsdóttir – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð - Terna frá Auðsholtshjáleigu
  10. Sigurður Sigurðarson – Gangmyllan - Rauða-List frá Þjóðólfshaga 1
  11. Matthías Leó Matthíasson – Skeiðvellir / Árheimar - Taktur frá Vakurstöðum
  12. Benjamín Sandur Ingólfsson – Hrímnir - Mugga frá Leysingjastöðum II
  13. Hulda Gústafsdóttir – Hestvit / Árbakki - Sesar frá Lönguskák
  14. Hanna Rún Ingibergsdóttir - Top Reiter - Grímur frá Skógarási
  15. Þórarinn Ragnarsson – Hjarðartún - Gullhamar frá Dallandi
  16. Sylvía Sigurbjörnsdóttir – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð - Rós frá Breiðholti í Flóa
  17. Sigurður Vignir Matthíasson – Ganghestar - Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1
  18. Ævar Örn Guðjónsson - Gangmyllan - Vökull frá Efri-Brú
  19. Ragnhildur Haraldsdóttir – Ganghestar - Úlfur frá Mosfellsbæ
  20. Jóhanna Margrét Snorradóttir – Hestvit / Árbakki  - Bárður frá Melabergi
  21. Eyrún Ýr Pálsdóttir - Top Reiter - Hrannar frá Flugumýri II
  22. Viðar Ingólfsson – Hrímnir - Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II
  23. Ásmundur Ernir Snorrason – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð - Hlökk frá Strandarhöfði
  24. Davíð Jónsson – Skeiðvellir / Árheimar - Ólína frá Skeiðvöllum
  25. Jakob Svavar Sigurðsson – Hjarðartún - Hálfmáni frá Steinsholti
 
Flugskeið P2:
 
  1. Sigurður Sigurðarson – Gangmyllan - Drómi frá Þjóðólfshaga 1
  2. Árni Björn Pálsson - Top Reiter - Ögri frá Horni I
  3. VILLIKÖTTUR - Hrímnir          
  4. Hinrik Bragason – Hestvit / Árbakki - Rangá frá Torfunesi
  5. Sigurður Vignir Matthíasson – Ganghestar - Dama frá Hekluflötum
  6. Jóhann Magnússon – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð - Fröken frá Bessastöðum
  7. Sólon Morthens – Skeiðvellir / Árheimar - Þingey frá Torfunesi
  8. Hans Þór Hilmarsson – Hjarðartún - Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði
  9. Sigursteinn Sumarliðason – Skeiðvellir / Árheimar - Krókus frá Dalbæ
  10. Glódís Rún Sigurðardóttir – Ganghestar - Blikka frá Þóroddsstöðum
  11. Jóhann Kristinn Ragnarsson – Hestvit / Árbakki  - Þórvör frá Lækjarbotnum
  12. Eyrún Ýr Pálsdóttir - Top Reiter - Sigurrós frá Gauksmýri
  13. Sylvía Sigurbjörnsdóttir – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð  - Seiður frá Hlíðarbergi
  14. Viðar Ingólfsson – Hrímnir - Ópall frá Miðási
  15. Jakob Svavar Sigurðsson – Hjarðartún - Jarl frá Kílhrauni
  16. VILLIKÖTTUR - Gangmyllan    
  17. VILLIKÖTTUR - Ganghestar    
  18. Konráð Valur Sveinsson - Top Reiter - Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II
  19. Elvar Þormarsson – Hjarðartún -Tígull frá Bjarnastöðum
  20. Þórdís Erla Gunnarsdóttir – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð   - Óskastjarna frá Fitjum
  21. Ævar Örn Guðjónsson – Gangmyllan - Ás frá Eystri-Hól
  22. Gústaf Ásgeir Hinriksson – Hestvit / Árbakki - Sjóður frá Þóreyjarnúpi
  23. Davíð Jónsson – Skeiðvellir / Árheimar - Irpa frá Borgarnesi
  24. Benjamín Sandur Ingólfsson – Hrímnir - Fáfnir frá Efri-Rauðalæk
Comments
<<Previous
Forward>>
Höfundaréttur © 2008-2021 I Meistaradeild Líflands í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Auðsholtshjáleiga / Horseexport
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Storm Rider/Austurkot
    • Top Reiter
  • Fréttir/News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Dagskrá/Schedule
  • Úrslit/Results