MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Auðsholtshjáleiga / Horseexport
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Storm Rider/Austurkot
    • Top Reiter
  • Fréttir/News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Dagskrá/Schedule
  • Úrslit/Results

Olil og Álfaklettur sigruðu Fimmganginn / Olil and Álfaklettur won F1

2/25/2021

Comments

 
Picture
Keppni í Fimmgangi F1 í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í Samskipahöllinni í kvöld (25. febrúar). Nýjar sóttvarnarreglur gáfu leyfi fyrir 200 áhorfendum í sal sem skapaði skemmtilega stemningu. Eins og í fyrri keppnum var sýnt frá henni í beinni útsendingu á RÚV2 og streymt var til erlendra áhorfenda á AlendisTV.
​
​Mjótt var á munum í forkeppni eins og við var að búast enda um 
sannkallaða veislu að ræða. Munurinn var einungis 0,13 á fyrsta og þriðja sæti þar sem að fremst fóru Olil Amble og Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum með einkunnina 7,4. Fast á hæla henni komu fyrrum Landsmótssigurvegarar í fimmgangi þau Eyrún Ýr Pálsdóttir og
Hrannar frá Flugumýri með einkunnina 7,33 og þriðju voru þau Árni Björn og Katla frá Hemlu II með einkunnina 7,27.
Eftir harða baráttu í úrslitum urðu Olil Amble og hestur hennar Álfaklettur efst. Tvísýnt var á tímabili um hvernig leikar færu en eftir skeiðið enduðu þau sem sigurvegarar í úrslitum með einkunnina 7,36. Í öðru sæti urðu þau Árni Björn Pálsson og Katla frá Hemlu II með einkunnina 7,33 og í því þriðja höfnuðu Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri II með einkunnina 7,19.

Lið Hestvits/Árbakka hlaut liðaplatt­ann en liðið var með tvo knapa í A-úr­slit­um, þá Gústaf Ásgeir Hinriksson og Hinrik Bragason. Liðið stendur einnig efst í liðakeppninni með 158 stig.

Efst­ir í ein­stak­lingskeppn­inni eru þeir  Jakob Svavar Sigurðsson úr liði Hjarðartúns ásamt Árna Birni Pálssyni úr liði Top Reiter með 25 stig. Í öðru sæti er Jóhanna Margrét Snorradóttir úr liði Hestvits / Árbakka með 15,33 stig.

Niðurstöður úrslita voru eftirfarandi (sjá meðfylgjandi mynd):
Picture
Niðurstöður í einstaklingskeppni og liðakeppni má sjá hér: ​https://www.meistaradeild.is/staethaposition.html
Comments
Höfundaréttur © 2008-2021 I Meistaradeild Líflands í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Auðsholtshjáleiga / Horseexport
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Storm Rider/Austurkot
    • Top Reiter
  • Fréttir/News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Dagskrá/Schedule
  • Úrslit/Results