MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Auðsholtshjáleiga / Horseexport
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Storm Rider/Austurkot
    • Top Reiter
  • Fréttir/News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Dagskrá/Schedule
  • Úrslit/Results

Aðalheiður og Flóvent endurtaka leikinn og eru  sigurvegarar í slaktaumatölti Meistaradeildar Líflands 2023!

2/9/2023

Comments

 
Picture
Picture
Keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í HorseDay höllinni Ingólfshvoli í kvöld, 9. febrúar. Margir sterkir hestar voru skráðir til leiks og miklar væntingar gerðar til kvöldsins. Forkeppnin var hörkuspennandi allt til enda og að henni lokinni var það sigurvegarar fjórgangsins Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Flóvent frá Breiðsstöðum sem leiddu forkeppnina eftir glæsilega sýningu sem gaf þeim einkunnina 7.93. Í öðru sæti inn í úrslit var Ásmundur Ernir Snorrason á Hlökk frá Strandarhöfði með 7.83 og í því þriðja var villiköttur Top Reiter liðsins, Védís Huld Sigurðardóttir á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum, með einkunnina 7.70. Jöfn á eftir þeim voru Árni Björn Pálsson á Kötlu frá Hemlu II og Flosi Ólafsson og Forkur frá Breiðabólsstað með 7.60. Rétt á eftir þeim var uppboðssknapi kvöldsins Hanne Smidesang á Tóni frá Hjarðartúni með 7.57 sem mættu einbeitt til leiks og uppskáru sæti í A úrslitum.

A úrslitin voru gríðarlega jöfn spennandi. Þetta var ótrúleg veisla að horfa á og frábær stemning í stúkunni. Fyrir slaka tauminn voru jöfn þau Aðalheiði Anna á Flóvent frá Breiðstöðum og  Ásmundur Ernir á Hlökk frá Strandarhöfði. Fór það svo að Aðalheiður og Flóvent sigruðu nokkuð örugglega með 8.08. Svo var það uppboðsknapi kvöldsins, Hanne Smidesang á Tóni frá Hjarðartúnu, sem landaði 2. sætinu eftir frábær innkomu. Í 3. sæti voru sigurvegararnir frá því í fyrra, þeir Flosi Ólafsson og Forkur frá Breiðsstöðum og villiköttur Top Reiters, Védís Huld á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum með 7.75. Þrátt fyrir frábæra byrjun voru það Ásmundur Ernir og Hlökk frá Strandarhöfði sem höfnuðu í 5. sæti með 7.42 en þau lentu í smá hnökrum í slaka taumnum. Það voru svo þau Árni Björn og Katla frá Hemlu II sem lentu í 6. sæti með einkunnina 7.04. 

Picture
​Það var lið Top Reiter hlaut liðaplatt­ann í kvöld en liðið var með tvo knapa í A-úr­slit­um, þau Árna Björn Pálsson og villiköttinn Védísi Huld Sigurðardóttur. Teitur Árnason keppti einnig fyrir þeirra hönd og hafnaði í 8. sæti á Nirði frá Feti. Lið TopvReiter er núna í 4. sæti í liðakeppninni með 82.5 stig. Efst í liðakeppn­inni er lið Ganghesta/Margrétarhofs með 102,5 stig. Í 2. sæti er Auðsholtshjáleiga/Horseexport með 94 stig og í því 3. er Hestvit/Árbakki með 89.
Picture
Efst­ur í ein­stak­lingskeppn­inni eftir kvöldið er Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með fullt hús stiga eða 24 stig eftir að hafa sigrað báðar keppnirnar sem af eru. Nýliðinn Signý Sól Snorradóttir ásamt uppboðsknapa kvöldsins, Hanna Smidesang, eru jafnar í 2.-3. sæti með 10 stig. Aðalheiður er því komin með gott forskot inn í veturinn, en nóg er eftir af stigum í pottinum.
Picture
Við í stjórn meistaradeildar viljum þakka frábært kvöld og óskum knöpum til hamingju með árangurinn. Sjáumst næst eftir 3 vikur eða 3. mars í HorseDay höllinni Ingólfshvoli þegar keppt verður í fimmgangi. Í fyrra voru það Árni Björn Pálsson og Katla frá Hemlu II sem sigruðu eftir hörkuspennandi keppni. Við hlökkum til að sjá ykkur.
​

Stjórn Meistaradeildar Líflands

Comments
Höfundaréttur © 2008-2021 I Meistaradeild Líflands í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Auðsholtshjáleiga / Horseexport
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Storm Rider/Austurkot
    • Top Reiter
  • Fréttir/News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Dagskrá/Schedule
  • Úrslit/Results