MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Auðsholtshjáleiga / Horseexport
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Storm Rider/Austurkot
    • Top Reiter
  • Fréttir/News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Dagskrá/Schedule
  • Úrslit/Results

Aðalheiður Anna og Flóvent sigra fjórganginn í Meistaradeild Líflands 2023!

1/26/2023

Comments

 
Picture
Þá er fyrsta móti ársins í hestaíþróttum lokið. Virkilega flottar og vel útfærðar sýningar sem gerði kvöldið virkilega spennandi og skemmtilegt. Vel var mætt í höllina og var stúkan þétt setin, aðstæður voru til fyrirmyndar og var vel var tekið á móti knöpum og áhorfendum af aðstandendum HorseDay hallarinnar.
​
Eftir forkeppni var það Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sem leiddi leika nokkuð örugglega á Flóvent frá Breiðsstöðum með einkunnina 7.90.  Önnur var Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ með 7.43 og fast á hæla hennar voru Þorgeir á Váki frá Vatnsenda og Sara Sigurbjörnsdóttir og Fluga frá Oddhóli jöfn með 7.23. Því næst var það Signý Sól Snorradóttir á Kolbeini frá Horni 1 með 7.20 og síðastur inn í úrslit var Hans Þór Hilmarsson á Fáki frá Kaldbak með 7.17.
A úrslitin voru spennandi og mátti sjá knapa einbeitta í að stefna á fyrsta sætið enda mikið í húfi á þessu fyrsta kvöldi vetrarins í stigasöfnun deildarinnar. Eftir hæga töltið voru það Aðalheiður og Flóvent sem leiddu og héldu þeirri forystu nokkuð örugglega allt til enda og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar í fjórgangi Meistaradeildar Líflands 2023 með einkunnina 8.22. Önnur var nýliðinn og yngsti keppandi kvöldsins Signý Sól Snorradóttir og Kobeinn með 7.60 og Sara Sigurbjörnsdóttir og Fluga í því þriðja með einkunnina 7.40.
Picture
Liðakeppni kvöldsins sigraði lið Ganghestar/Margrétarhofs með 59 stig en liðið var með tvo knapa í úrslitum, þær Aðalheiði Önnu og  Ragnhildi en Glódís Rún keppti einnig fyrir liðið.
Picture
Við í stjórn meistaradeildar viljum þakka fyrir frábærar móttökur á fyrsta móti ársins og óskum knöpum til hamingju með árangurinn. Sjáumst næst 9. febrúar í HorseDay höllinni Ingólfshvoli þegar keppt verður í slaktaumatölti T2.
A úrslit
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum 8,20
2 Signý Sól Snorradóttir og Kolbeinn frá Horni I 7,60
3 Sara Sigurbjörnsdóttir og Fluga frá Oddhóli 7,40
4 Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ 7,37
5 Hans Þór Hilmarsson og Fákur frá Kaldbak 7,30
6 Þorgeir Ólafsson og Vákur frá Vatnsenda 7,23
​

Forkeppni
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum7,90
2 Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ7,43
3-4Þorgeir Ólafsson og Vákur frá Vatnsenda7,23
3-4 Sara Sigurbjörnsdóttir og Fluga frá Oddhóli7,23
5 Signý Sól Snorradóttir og Kolbeinn frá Horni I7,20
6 Hans Þór Hilmarsson og Fákur frá Kaldbak7,17
7 Helga Una Björnsdóttir og Bylgja frá Barkarstöðum7,13
8-9 Jóhanna Margrét Snorradóttir og Kormákur frá Kvistum7,10
8-9 Hinrik Bragason og Sigur frá Stóra-Vatnsskarði7,10
10 Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti7,00
11-12 Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási6,93
11-12 Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sigur frá Laugarbökkum6,93
13-14 Teitur Árnason og Auðlind frá Þjórsárbakka6,90
13-14 Ásmundur Ernir Snorrason og Stimpill frá Strandarhöfði6,90
15 Viðar Ingólfsson og Þormar frá Neðri-Hrepp6,83
16 Ólöf Rún Guðmundsdóttir og Snót frá Laugardælum6,80
17-19 Sigurður Sigurðarson og Leikur frá Vesturkoti6,70
17-19 Þórdís Inga Pálsdóttir og Blængur frá Hofsstaðaseli6,70
17-19 Hákon Dan Ólafsson og Hátíð frá Hólaborg6,70
20-21 Hafþór Hreiðar Birgisson og Hraunar frá Vorsabæ II 6,67
20-21 Matthías Kjartansson og Aron frá Þóreyjarnúpi 6,67
22 Ólafur Ásgeirsson og Fengsæll frá Jórvík 6,60
23 Konráð Valur Sveinsson og Seiður frá Hólum 6,53
24-25 Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli 6,17
24-25 Arnar Bjarki Sigurðarson og Adam frá Reykjavík 6,17

Picture



Comments
Höfundaréttur © 2008-2021 I Meistaradeild Líflands í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Auðsholtshjáleiga / Horseexport
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Storm Rider/Austurkot
    • Top Reiter
  • Fréttir/News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Dagskrá/Schedule
  • Úrslit/Results