MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Auðsholtshjáleiga / Horseexport
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Storm Rider/Austurkot
    • Top Reiter
  • Fréttir/News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Dagskrá/Schedule
  • Úrslit/Results

Villikötturinn Olil Amble sigrar gæðingalist Meistaradeildar Líflands 2023

3/23/2023

Comments

 
Picture
Fjórða mót Meistaradeildar Líflands fór fram í kvöld þegar keppt var í gæðingalist í HorseDay Höllinni á Ingólfshvoli. Það var ljóst fyrir kvöldið að áhorfendur máttu búast við frábærum sýningum og HorseDay höllin þétt setin og höfum við aldrei séð jafn marga á pöllunum í þessari grein. Fjórir villikettir voru skráðir til leiks og ríkti mikil eftirvænting fyrir því hverjir þeir væru. Af þeim reið á vaðið reynsluboltinn Gísli Gíslason á Trymbli frá Stóra-Ási fyrir Þjóðólfshaga/Sumarliðabæ með frábærri sýningu eins og við var að búast af þeim félögum og hafa sýnt okkur svo oft áður. Eins mætti Ólafur Andri Guðmundsson fyrir lið Storm Rider/Austurkot með glæsihryssuna Dröfn frá Feti. Þriðji villiköttur kvöldsins mætti með hreint út sagt ótrúlega sýningu og mátti heyra saumnál detta hér í HorseDay höllinni á meðan á sýningu þeirra Olil Amble og Glampa frá Ketilsstöðum stóð. Virkilega glæsileg og vel útfærð sýning hjá þeim og skutu þau sér beint á toppinn og leiddu forkeppnina allt til enda. Þau kepptu í kvöld fyrir lið Hjarðartúns. Fjórði villiköttur kvöldsins var Fredrika Fagerlund og Stormur frá Ystafelli en þau sigruðu KS-deildina fyrir norðan nú fyrr í vetur og tryggðu sér sæti í úrslitum hér í Meistaradeild Líflands.
Picture
Þó það hafi verið spennandi að fá alla þessa villiketti með í kvöld voru virkilega glæsilegar sýningar sem mátti sjá í forkeppninni. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum riðu glæsilega sýningu og tryggðu sér öruggt sæti í úrslitum og voru önnur inn í úrslit á eftir Olil og Glampa. Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ voru glæsileg og voru þriðju inn í úrslit. Jöfn í 4.-6. sæti voru Fredrica Fagerlund og Stormur frá Ystafelli, Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti ásamt Söru Sigurbjörnsdóttur og Flóka frá Oddhóli.
​
Eftir úrslitin breyttust leikar þannig að í 6. sæti höfnuðu Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli með 7.87, Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ í 5. sæti með 7.87, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum í 4. sæti með 8.10 Fredrica Fagerlund og Stormur frá Ystafelli í 3. sæti með 8.23 og Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti í 2. sæti með 8.33. Það var því Olil Amble og Glampi frá Ketilsstöðum sem eru sigurvegarar gæðingalistar 2023 og sigruðu þau nokkuð örugglega og eru án efa stjörnur kvöldsins
Picture
Liðakeppni kvöldsins fór þannig að liðaplattinn fór til liðs Hjarðartúns en þau hlutu 61 stig kvöld. Það voru þau Olil Amble, Jakob Svavar og Helga Una sem kepptu fyrir þeirra hönd. Efst stendur þó lið Ganghesta/Margrétarhofs með 200.5 stig, Auðsholtshjáleiga/Horseexport í 2. sæti með 186 stig og Hjarðartún í 3. sæti með 173.5 stig.
Picture
Aðalheiður Anna leiðir enn einstaklingskeppnina með 31 stig. Í öðru sæti er Sara Sigurbjörnsdóttir með 24 stig og Ásmundur Ernir Snorrason skaust upp í þriðja sætið og er með 15 stig.

Við í stjórn meistaradeildar viljum þakka frábært kvöld og óskum knöpum til hamingju með árangurinn. Sjáumst næst eftir rúmar 2  vikur laugardaginn 8. apríl á Brávöllum á Selfossi þegar keppt verður í gæðingaskeiði og 150m skeiði. 

Sjáumst á Selfossi!
​
Stjórn Meistaradeildar Líflands.


Comments

Ráslisti í gæðingalist

3/21/2023

Comments

 
Þá er það orðið nokkuð ljóst hverjir mæta í gæðingalistina á fimmtudaginn næstkomandi en dregið var í beinni útsendingu á Alendis. Það er glöggt að knapar eru að tefla fram sínum allra bestu hrossum og má svo sannarlega segja að við megum búa okkur undir hörkuspennandi keppni í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.  Sigurvegarinn frá í fyrra, Teitur Árnason, mætir til leiks með Auðlind frá Þjórsárbakka og mun hann án efa stefna á að verja sinn titil. 
Picture
Aðalheiður Anna, sem leiðir einstaklingskeppnina, mætir á ný með Flóvent frá Breiðstöðum sem nú þegar hefur sigrað 2 keppnir í Meistaradeild Líflands í vetur en búast má við miklu frá þessu farsæla pari. En það vekur eftirtekt að 4 villikettir munu mæta til leiks og verður því erfitt að spá í spilin hvernig leikar munu fara. 

Minnum á að HorseDay höllin opnar klukkan 17:30 og ef þið pantið mat fyrir fram á info@ingolfshvoll.is fái þið í kaupbæti frátekið sæti í stúkunni. Minnum einnig á að hægt er að horfa á í beinni útsendingu á Alendis.is.

RÁSLISTI

1. Hákon Dan Ólafsson og Halldóra frá Hólaborg Hrímnir / Hest.is
2. Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli Auðsholtshjáleiga / Horseexport
3. Teitur Árnason og Auðlind frá Þjórsárbakka Top Reiter
4. Jóhanna Margrét Snorradóttir og Kormákur frá Kvistum Hestvit/Árbakki
5. Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti Hjarðartún
6. VILLIKÖTTUR - Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
7. Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar / Margrétarhof
8. VILLIKÖTTUR Austurkot / Storm Rider
9. Ásmundur Ernir Snorrason og Ás frá Strandarhöfði Auðsholtshjáleiga / Horseexport
10. VILLIKÖTTUR  Hjarðartún
11. Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hylur frá Flagbjarnarholti Top Reiter
12. VILLIKÖTTUR Hestvit / Árbakki
13. Viðar Ingólfsson og Eldur frá Mið-Fossum Hrímnir / Hest.is
14. Þorgeir Ólafsson og Fjöður frá Hrísakoti Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
15. Kristófer Darri Sigurðsson og Ófeigur frá Þingnesi Austurkot / Sorm Rider
16. Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási Ganghestar / Margrétarhof
17. Signý Sól Snorradóttir og Rafn frá Melabergi Auðsholtshjáleiga / Horseexport
18. Helga Una Björnsdóttir og Bylgja frá Barkarstöðum Hjarðartún
19. Þórdís Inga Pálsdóttir og Fjalar frá Vakurstöðum Top Reiter
20. Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sigur frá Laugarbökkum Hestvit/Árbakki
21. Mette Mannseth og Kalsi frá Þúfum Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
22. Flosi Ólafsson og Steinar frá Stíghúsi Hrímnir / Hest.is
23. 
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum 
Ganghestar / Margrétarhof
24. Matthías Kjartansson og Aron frá Þóreyjarnúpi Austurkot / Sorm Rider

​​
Comments

Sjáumst í HorseDay höllinni á fimmtudaginn

3/19/2023

Comments

 
Við kynnum með stolti að Kaffi Krús á Selfossi ætlar að bjóða áhorfendum frítt í HorseDay höllina fimmtudaginn 23. mars þegar keppt verður í gæðingalist í Meistaradeild Líflands. Veitingarnar verða á sínum stað og ef pantaður er matur fyrir fram fylgir í kaupbæti frátekið sæti í stúkunni.  Það liggur mikið undir hjá keppendum, mótaröðin er núna að verða hálfnuð og línur eru farnar að myndast í bæði einstaklings- og liðakeppni. 
Picture
Frábærir hestar og knapar hafa sést á æfingum og megum við því búa okkur undir spennandi keppni frá okkar færustu knöpum í gæðingalist á fimmtudagskvöld.

​
Húsið og veitingasala opnar kl. 17:30, hleypt verður inn í höllina kl. 18:15, upphitunarhestur fer í braut 18:30 og keppni hefst stundvíslega kl. 19:00.  Einnig verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á Alendis.​
​
​Veitingar:
  • Lambalæri með sveppasósu, kartöflugratín, steiktu grænmeti og salati. 
  • Vínarsnitsel með tilheyrandi meðlæti.
  • Eldbakaðar pizzur og pizzusneiðar.
  • VOR samlokur.
Þeir sem panta mat á info@ingolfshvoll.is fá frátekið sæti á besta stað i stúkunni. Tilvalið fyrir vinina og fjölskylduna.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Comments

Gæðingalist fimmtudaginn 23. mars

3/17/2023

Comments

 
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum heldur áfram fimmtudaginn 23. febrúar þegar keppt verður í gæðingalist í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Dagskrá hefst kl. 19.00 og það gleður okkur að tilkynna að Kaffi Krús á Selfossi ætla að bjóða áhorfendum frítt inn í HorseDay höllina en einnig verður sýnt frá keppninni í beinni á Alendis. 
Picture
Í fyrra voru það Teitur Árnason og Taktur frá Vakurstöðum sem sigruðu eftir hörkuspennandi keppni. Það verður gaman að sjá hverjir munu mæta til leiks á fimmtudaginn en það kemur í ljós á þriðjudaginn kl. 20:00 þegar dregið verður í rásröð í beinni útsendingu á Alendis. 
​
​
Eins og síðustu keppnir verður veitingasalur HorseDay hallarinnar opinn þar sem Tómas Þóroddsson,  veitingaeigandi á Selfossi, mun sjá um mat og aðrar veitingar fyrir gesti og gangandi frá klukkan 17:30. Þeir sem panta mat á info@ingolfshvoll.is fá frátekið sæti á besta stað i stúkunni. Tilvalið fyrir vinina og fjölskylduna. 

Hlökkum til að sjá ykkur í HorseDay höllinni,
stjórn Meistaradeildar Líflands.

​
Comments

Gæðingalist: Búið er að opna fyrir skráningu í uppboðssæti!

3/17/2023

Comments

 
Picture
​Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti í gæðingalist sem fer fram fimmtudaginn 23. mars næstkomandi.

Skráningarfrestur er til 21. mars kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á info@meistaradeild.is.

Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar 
HÉR.

One spot is available in Gæðingadressage competition in the Champions League March 23. The rules of the league state that an individual rider can buy the right to compete. If more than one rider wants to participate, the highest bidder will apply. You can access the rules here. The deadline to register is to March 21 at 12 AM. Please send an offer with registration to the email address info@meistaradeild.is if you want to compete among the best in the world. The board of the Lífland Champions league.​​

Comments

Sannkölluð hestaveisla framundan

3/14/2023

Comments

 
Picture
Það má með sönnu segja að ein stærsta hestaveisla vetrarins sé framundan en dagana 13.-15. apríl næstkomandi verða þrír stórir hestaviðburðir á Suðurlandi sem tilvalið er fyrir hestaáhugamenn að sækja. Ákveðið hefur verið að færa lokamót Meistaradeildar Líflands fram um einn dag og verður því keppt í tölti og skeiði í gegnum höllina föstudagskvöldið 14.apríl og lokamót Uppsveitadeildarinnar færist þá yfir á fimmtudaginn 13. apríl þegar einnig verður keppt í tölti og skeiði í gegnum höllina og krýndir verða sigurvegarar deildanna. Með þessu erum við að hleypa að einni af skemmtilegustu reiðhallasýningu ársins, Stóðhestaveislunni, á laugardagskvöldinu 15. apríl þar sem við munum eflaust fá að sjá úrval af bestu gæðingum landsins. 

Þ
að má því búast við því að hestamenn munu hafa úr nógu að velja þessa daga til að svala þorsta hestaáhugans. Við hvetjum auðvita alla til að mæta í hallirnar, sjá bestu hestana, hittast og fá stemminguna beint í æð. 

Búast má við hörku keppni á lokakvöldum deildanna því barist v erður fram á síðasta dropa um það hver og hvaða lið mun standa uppi sem sigurvegarar eftir virkilega skemmtilegar og spennandi keppnir í vetur. 

Þessu verður svo lokað með sýningu á laugardagskvöldinu í HorseDay höllinni með Stóðhestaveislunni sjálfri. Stóðhestaveislan hefur verið einn stærsti og vinsælasti innanhús viðburður síðustu ár og verður engin svikinn af því að mæta í HorseDay höllina.
Kæru hestamenn, takið dagana frá. Nánari upplýsinga um viðburði má vænta þegar nær dregur.
​

Stjórn Meistaradeildar Líflands í samstarfi við Uppsveitadeildina og Stóðhestaveisluna.

Comments

Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli sigra Fimmgang Meistaradeildar Líflands 2023

3/3/2023

Comments

 
Picture
Keppni í fimmgangi F1 í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í HorseDay höllinni Ingólfshvoli í kvöld, 3. mars. Margir sterkir hestar voru skráðir til leiks í bland við úrval ungra hesta. Forkeppnin var hörkuspennandi allt til enda. Það var ljóst að ekki er bara vor í lofti heldur voru hestarnir mættir til leiks í frábæru standi og gáfu ekkert eftir þó stutt sé liðið á tímabilið. Þorgeir Ólafsson og Goðasteinn frá Haukagili mættu fyrstir í braut með frábæra sýningu og settu línuna fyrir kvöldið og leiddu lengi vel. Uppboðsknapi kvöldsins Ragnar Stefánsson á Mánadísi frá Litla-Dal átti flotta sýningu og voru lengi vel meðal efstu knapa. Mikil vonbrigði þóttu þegar sigurvegararnir frá því í fyrra Árni Björn Pálsson og Katla frá Hemlu II fipuðust á seinni skeiðsprettinum eftir annars frábæra sýningu og ljóst að þau voru ekki að fara skipa sér í sess meðal efstu hesta. Íslandsmeistararnir frá því í fyrra Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli áttu virkilega flotta sýningu og stóðu efst að lokinni forkeppni. Í öðru sæti inn í úrslit var Ásmundur Ernir Snorrason og Ás frá Strandarhöfði. Í þriðja sæti voru Viðar Ingólfsson og Eldur frá Mið-Fossum. Jöfn í því fjórða voru þrír knapar; Þorgeir Ólafsson og Goðasteinn frá Haukagili, Teitur Árnason og Nóta frá Flugumýri II ásamt Glódísi Rún Sigurðardóttur og Sölku frá Efri-Brú. ​
Picture
Keppni í A úrslitum var gríðarlega jöfn og spennandi og ekki skemmdi fyrir þétt setin stúka af áhorfendum og stemningin var vægast sagt frábær. Eftir töltið leiddu Viðar og Eldur nokkuð örugglega með 8.67 í einkunn en eftir fetið voru það Glódís og Salka sem tóku forystuna sem þau héldu fram að skeiðinu en eftir frábæra spretti á skeiði voru það Sara og Flóki sem stóðu uppi sem sigurvegarar í fimmgangi Meistaradeildar Líflands 2023! Í öðru sæti voru þau Glódís og Salka, í þriðja Þorgeir og Goðasteinn, í fjórða Ásmundur og Ás, Teitur og Flauta í því fimmta og Viðar og Eldur í því sjötta.  Virkilega spennandi og skemmtileg keppni hér í HorseDay höllinni í kvöld og Sara Sigurbjörnsdóttir er vel að sigrinum komin með jafna og góða sýningu á öllum gangtegundum ásamt framúrskarandi skeiðsprettum.
Picture
​Það var lið Auðsholtshjáleigu sem hlaut liðaplatt­ann í kvöld með 54 stig en liðið var með tvo knapa í A-úr­slit­um, sigurvegarann Söru Sigurbjörnsdóttur og Ásmund Erni Snorrason sem hafnaði í fjórða sæti. Þórdís Erla Gunnarsdóttir keppti einnig fyrir þeirra hönd og hafnaði í 17. sæti á Viljari frá Auðsholtshjáleigu/Horseexport. Þau eru nú í öðru sæti liðakepninnar en lið Ganghesta/Margrétarhofs leiða með 150.5 stig. Í þriðja sæti er Hestvit/Árbakki með 117 stig.
Picture
Efst­ í ein­stak­lingskeppn­inni er enn þá Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir þó svo hún sé án stiga í kvöld en er með 24 stig. Sara Sigurbjörnsdóttir skaust upp í annað sætið og er nú með 20 stig og Glódís í því þriðja með 14 stig.  Öll úrslit stigakeppninnar má nálgast hér. 

Við í stjórn meistaradeildar viljum þakka frábært kvöld og óskum knöpum til hamingju með árangurinn. Sjáumst næst eftir 3 vikur 23. mars í HorseDay höllinni Ingólfshvoli þegar keppt verður í Gæðingalist. Í fyrra voru það Teitur Árnason á Takti frá Vakurstöðum sem sigruðu. 

Við hlökkum til að sjá ykkur þá.
​

Stjórn Meistaradeildar Líflands.
Picture
Comments

Ráslisti í fimmganginn klár - stefnir í skemmtilegt kvöld í HorseDay höllinni!

3/2/2023

Comments

 
Næstkomandi föstudagskvöld verður keppt í fimmgangi í Meistaradeild Líflands í HorseDay höllinni, Ingólfshvoli. Heyrst hefur að margir hafa sýnt mikil tilþrif á æfingum og vænta megi mikils af knöpum og hestum þetta kvöld. 

​Við erum stolt af því að Toyota Selfossi ætlar að þessu sinni að bjóða áhorfendum í höllina. Veitingarnar verða á sínum stað. Hægt er að panta mat og fá frátekið sæti í kaupæti. ​
Picture
Það lítur út fyrir að það verði húsfyllir og frábær stemning í HorseDay höllinni. Húsið og veitingasala opnar kl. 17:00, hleypt verður inn í höllina kl. 18:15 upphitunarhestur fer í braut 18:30 og keppni hefst svo keppnin stundvíslega kl. 19:00 og verður einnig í beinni útsendingu á Alendis.
​

Veitingar:
  • Lambalæri með sveppasósu, kartöflugratín, steiktu grænmeti og salati. 
  • Vínarsnitsel með tilheyrandi meðlæti.
  • Eldbakaðar pizzur og pizzusneiðar.
  • VOR samlokur.

Þeir sem panta mat á info@ingolfshvoll.is fá sæti merkt sér á besta stað i stúkunni. Tilvalið fyrir vinina og eða fjölskylduna.

Að lokinni ​keppni mun svo trúbadorinn Alexander halda uppi stuðinu í veislusalnum á Ingólfshvoli.

Dregið var í ráslista í beinni útsendingu á Alendis og ljóst að sigurvegararnir frá því í fyrra Árni Björn Pálsson og Katla frá Hemlu II eru skráð til leiks ásamt Íslandsmeisturunum Söru Sigurbjörnsdóttur og Flóka frá Oddhóli. Það er líka mikið af nýjum hestum skráðir sem verður spennandi að sjá.
​
​​
Ráslistinn
1 Þorgeir Ólafsson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu
2 Benjamín Sandur Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Smyrill frá V-Stokkseyrarseli
3 Gústaf Ásgeir Hinriksson Árbakki/Hestvit Silfursteinn frá Horni I
4 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga / Horseexport Viljar frá Auðsholtshjáleigu
5 Jóhann Kristinn Ragnarsson Austurkot / Storm Rider Vænting frá Vöðlum
6 Ragnar Stefánsson UPPBOÐSSÆTI Mánadís frá Litla-Dal
7 Helga Una Björnsdóttir Hjarðartún Kría frá Hvammi
8 Árni Björn Pálsson Top Reiter Katla frá Hemlu II
9 Ragnhildur Haraldsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Ísdís frá Árdal
10 Bjarni Jónasson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli
11 Sara Sigurbjörnsdóttir Auðsholtshjáleiga / Horseexport Flóki frá Oddhóli
12 Jóhanna Margrét Snorradóttir Árbakki/Hestvit Rosi frá Berglandi I
13 Jakob Svavar Sigurðsson Hjarðartún Nökkvi frá Hrísakoti
14 Konráð Valur Sveinsson Top Reiter Seiður frá Hólum
15 Viðar Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Eldur frá Mið-Fossum
16 Hafþór Hreiðar Birgisson Austurkot / Storm Rider Þór frá Meðalfelli
17 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Sölvi frá Stuðlum
18 Ásmundur Ernir Snorrason Auðsholtshjáleiga / Horseexport Ás frá Strandarhöfði
19 Hans Þór Hilmarsson Hjarðartún Ölur frá Reykjavöllum
20 Pierre Sandsten Hoyos Árbakki/Hestvit Engill frá Kambi
21 Teitur Árnason Top Reiter Nóta frá Flugumýri II
22 Flosi Ólafsson Hrímnir / Hest.is Steinar frá Stíghúsi
23 Kristófer Darri Sigurðsson Austurkot / Storm Rider Fluga frá Lækjamóti
24 Ólafur Ásgeirsson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Hekla frá Einhamri 2
25 Glódís Rún Sigurðardóttir Ganghestar / Margrétarhof Salka frá Efri-Brú
Comments

FIMMGANGUR: BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR SKRÁNINGU Í UPPBOÐSSÆTI!

2/25/2023

Comments

 
​Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í Uppboðssæti í fimmgangskeppni deildarinnar sem fer fram föstudaginn 3. mars næstkomandi.

Skráningarfrestur er til 1. mars kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á info@meistaradeild.is.

Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka taka þátt mun hæstbjóðandi gilda. Hægt er að nálgast reglurnar 
HÉR.
Picture
One spot is available in fivegate competition in the Champions League March 3. The rules of the league state that an individual rider can buy the right to compete. If more than one rider wants to participate, the highest bidder will apply. You can access the rules here. The deadline to register is to March 1 at 12 AM. Please send an offer with registration to the email address info@meistaradeild.is if you want to compete among the best in the world. The board of the Lífland Champions league.
Comments

Fimmgangur föstudaginn 3. mars

2/24/2023

Comments

 
Föstudaginn 3. mars verður keppt í fimmgangi í Meistaradeild Líflands í HorseDay höllinni, Ingólfshvoli. Þetta er óneitanlega eitt af skemmtilegustu kvöldum deildarinnar þar sem glæsilegustu alhliðahestar landsins mæta til leiks. Í fyrra voru það Árni Björn Pálsson og Katla frá Hemlu II sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Það verður spennandi að sjá hvort þau mæti aftur til leiks og verji titilinn. Við megum búast við því að núverandi Íslandsmeistarar Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli mæti og veiti þeim samkeppni en það mun ekki koma í ljós fyrr rásröð verður birt á miðvikudegi fyrir mót þegar dregið er í beinni útsendingu á Alendis. 
Picture
Við erum stolt af því að tilkynna að Toyota Selfossi ætlar að þessu sinni að bjóða áhorfendum í höllina. Veitingarnar verða á sínum stað og nú þegar er byrjað að taka við pöntunum. Lítur út fyrir að það verði húsfyllir og frábær stemning verði í HorseDay höllinni. 

  • Lambalæri með sveppasósu, kartöflugratín, steiktu grænmeti og salati. 
  • Vínarsnitsel með tilheyrandi meðlæti.
  • Eldbakaðar pizzur og pizzusneiðar.
  • VOR samlokur.

Þeir sem panta mat á info@ingolfshvoll.is fá sæti merkt sér á besta stað i stúkunni. Tilvalið fyrir vinina og eða fjölskylduna.

Hlökkum til að sjá ykkur í HorseDay höllinni,
stjórn Meistaradeildar Líflands.

Comments

Aðalheiður og Flóvent endurtaka leikinn og eru  sigurvegarar í slaktaumatölti Meistaradeildar Líflands 2023!

2/9/2023

Comments

 
Picture
Picture
Keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í HorseDay höllinni Ingólfshvoli í kvöld, 9. febrúar. Margir sterkir hestar voru skráðir til leiks og miklar væntingar gerðar til kvöldsins. Forkeppnin var hörkuspennandi allt til enda og að henni lokinni var það sigurvegarar fjórgangsins Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Flóvent frá Breiðsstöðum sem leiddu forkeppnina eftir glæsilega sýningu sem gaf þeim einkunnina 7.93. Í öðru sæti inn í úrslit var Ásmundur Ernir Snorrason á Hlökk frá Strandarhöfði með 7.83 og í því þriðja var villiköttur Top Reiter liðsins, Védís Huld Sigurðardóttir á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum, með einkunnina 7.70. Jöfn á eftir þeim voru Árni Björn Pálsson á Kötlu frá Hemlu II og Flosi Ólafsson og Forkur frá Breiðabólsstað með 7.60. Rétt á eftir þeim var uppboðssknapi kvöldsins Hanne Smidesang á Tóni frá Hjarðartúni með 7.57 sem mættu einbeitt til leiks og uppskáru sæti í A úrslitum.

A úrslitin voru gríðarlega jöfn spennandi. Þetta var ótrúleg veisla að horfa á og frábær stemning í stúkunni. Fyrir slaka tauminn voru jöfn þau Aðalheiði Anna á Flóvent frá Breiðstöðum og  Ásmundur Ernir á Hlökk frá Strandarhöfði. Fór það svo að Aðalheiður og Flóvent sigruðu nokkuð örugglega með 8.08. Svo var það uppboðsknapi kvöldsins, Hanne Smidesang á Tóni frá Hjarðartúnu, sem landaði 2. sætinu eftir frábær innkomu. Í 3. sæti voru sigurvegararnir frá því í fyrra, þeir Flosi Ólafsson og Forkur frá Breiðsstöðum og villiköttur Top Reiters, Védís Huld á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum með 7.75. Þrátt fyrir frábæra byrjun voru það Ásmundur Ernir og Hlökk frá Strandarhöfði sem höfnuðu í 5. sæti með 7.42 en þau lentu í smá hnökrum í slaka taumnum. Það voru svo þau Árni Björn og Katla frá Hemlu II sem lentu í 6. sæti með einkunnina 7.04. 

Picture
​Það var lið Top Reiter hlaut liðaplatt­ann í kvöld en liðið var með tvo knapa í A-úr­slit­um, þau Árna Björn Pálsson og villiköttinn Védísi Huld Sigurðardóttur. Teitur Árnason keppti einnig fyrir þeirra hönd og hafnaði í 8. sæti á Nirði frá Feti. Lið TopvReiter er núna í 4. sæti í liðakeppninni með 82.5 stig. Efst í liðakeppn­inni er lið Ganghesta/Margrétarhofs með 102,5 stig. Í 2. sæti er Auðsholtshjáleiga/Horseexport með 94 stig og í því 3. er Hestvit/Árbakki með 89.
Picture
Efst­ur í ein­stak­lingskeppn­inni eftir kvöldið er Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með fullt hús stiga eða 24 stig eftir að hafa sigrað báðar keppnirnar sem af eru. Nýliðinn Signý Sól Snorradóttir ásamt uppboðsknapa kvöldsins, Hanna Smidesang, eru jafnar í 2.-3. sæti með 10 stig. Aðalheiður er því komin með gott forskot inn í veturinn, en nóg er eftir af stigum í pottinum.
Picture
Við í stjórn meistaradeildar viljum þakka frábært kvöld og óskum knöpum til hamingju með árangurinn. Sjáumst næst eftir 3 vikur eða 3. mars í HorseDay höllinni Ingólfshvoli þegar keppt verður í fimmgangi. Í fyrra voru það Árni Björn Pálsson og Katla frá Hemlu II sem sigruðu eftir hörkuspennandi keppni. Við hlökkum til að sjá ykkur.
​

Stjórn Meistaradeildar Líflands

Comments

Ráslistinn klár fyrir slaktaumatöltið

2/7/2023

Comments

 
Nú er orðið ljóst hverjir mæta í slaktaumatöltið á fimmtudaginn. Dregið var í ráslista í beinni útsendingu á Alendis fyrr í kvöld. Tveir úrslitahestar frá því í fyrra eru skráðir til leiks, þar á meðal sigurvegararnir Flosi Ólafsson og Forkur frá Breiðabólsstað. Árni Björn Pálsson og Katla frá Hemlu II mæta einnig en þau stóðu efst eftir forkeppni í fyrra og munu eflaust láta til sín taka í átt að gullinu í ár. 
Picture
Ásamt þessum eru margir áhugaverðir hestar skráðir til leiks, t.d. verður gaman að sjá hvað sigurvegarar fjórgangsins Aðalheiður og Flóvent frá Breiðsstöðum gera en þau voru m.a. í A-úrslitum á Íslandsmótinu á Hellu síðastliðið sumar. Við erum einnig með uppboðsæti á fimmtudaginn og er það Hanne Smidesang sem ætlar að mæta með Tón frá Hjarðartúni og verður virkilega gaman að sjá hvað þau munu gera. Lið TopReiter er með villikött að þessu sinni og mun það koma í ljós á fimmtudaginn hver það verður sem þau tefla fram sem þriðja knapa. En svo má líka vænta þess að einhverjir af þeim ungu og glæsilegu hestum sem skráðir eru til leiks munu koma okkur á óvart á mótsdag en það er allavega óhætt að segja að keppnin verður hörkuspennandi og við hlökkum mikið til að sjá ykkur í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Keppni hefst klukkan 19:00 og er frítt inn í boði Íslenskra Verðbréfa, veitingar á staðnum og ef þú pantar borð fyrir fram þá færð þú frátekið sæti á besta stað í stúkunni.
Ráslisti​
Nr.  Knapi  Hestur  Lið
1 Sara Sigurbjörnsdóttir Hátíð frá Garðsá Auðsholtshjáleiga / Horseexport
2 Flosi ÓlafssonForkur frá Breiðabólsstað Hrímnir / Hest.is
3 Pierre Sandsten Hoyos Krummi frá Höfðabakka Árbakki/Hestvit
4 Kristófer Darri Sigurðsson Ófeigur frá Þingnesi Austurkot / Storm Rider
5 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
6 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá AusturásiGanghestar / Margrétarhof
7 Teitur Árnason Njörður frá Feti Top Reiter
8 Helga Una Björnsdóttir Fluga frá Hrafnagili Hjarðartún
9 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-HreppHrímnir / Hest.is
10 Signý Sól Snorradóttir Rafn frá Melabergi Auðsholtshjáleiga / Horseexport
11 Reynir Örn Pálmason Týr frá Jarðbrú Ganghestar / Margrétarhof
12 Jóhanna Margrét Snorradóttir Slæða frá Traðarholti Árbakki/Hestvit
13 Þorgeir Ólafsson Goðasteinn frá Haukagili Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
14 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni Uppboðssæti
15 VILLIKÖTTUR Top Reiter
16 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli Austurkot / Storm Rider
17 Jakob Svavar Sigurðsson Ottesen frá Ljósafossi Hjarðartún
18 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar / Margrétarhof
19 Mette Mannseth Blundur frá Þúfum Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
20 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Auðsholtshjáleiga / Horseexport
21 Arnar Bjarki Sigurðarson Magni frá Ríp Hrímnir / Hest.is
22 Jóhann Kristinn Ragnarsson Kvarði frá Pulu Austurkot / Storm Rider
23 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sesar frá Rauðalæk Árbakki/Hestvit
24 Árni Björn Pálsson Katla frá Hemlu II Top Reiter
25 Hans Þór Hilmarsson Vala frá Hjarðartúni Hjarðartún
Comments

Fyrstir koma fyrstir fá!

2/6/2023

Comments

 
Eins og fram hefur komið verður keppt í slaktaumatölti næstkomandi fimmtudagskvöld í Meistaradeild Líflands í HorseDay höllinni, Ingólfshvoli. Heyrst hefur að margir af bestu tölturum landsins hafi verið að æfa sig í höllinni undanfarið og að búast megi við því að gríðarlega flott hross séu að fara mæti til leikinn. 
Íslensk Verðbréf endurtaka leikinn og bjóða áhorfendum í höllina og því tilvalið að mæta tímanlega og fá sér að borða en aðstandendur HorseDay hallarinnar munu bjóða upp á glæsilegar veitingar. 
Picture

  • Lambalæri með sveppasósu, kartöflugratín, steiktu grænmeti og salati. 
  • Eldbakaðar pizzur og pizzusneiðar.
  • VOR samlokur.

Þeir sem panta mat á info@ingolfshvoll.is fá sæti merkt sér á besta stað i stúkunni. Tilvalið fyrir vinina og eða fjölskylduna.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Comments

Slaktaumatölt: BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR SKRÁNINGU Í UPPBOÐSSÆTI!

2/3/2023

Comments

 
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í Uppboðssæti í slaktaumatölti deildarinnar sem fer fram 9. febrúar næstkomandi.

Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka taka þátt mun hæstbjóðandi gilda. Hægt er að nálgast reglurnar 
HÉR.
Picture
Skráningarfrestur er til 7. febrúar kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á info@meistaradeild.is.

One spot is available in T2 competition in the Champions League February 9. The rules of the league state that an individual rider can buy the right to compete. If more than one rider wants to participate, the highest bidder will apply. You can access the rules here. The deadline to register is to January 7 at 12 AM. Please send an offer with registration to the email address info@meistaradeild.is if you want to compete among the best in the world. The board of the Lífland Champions league.

Comments

Slaktaumatölt T2 - Fimmtudaginn 9. febrúar 2023

2/2/2023

Comments

 
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum heldur áfram fimmtudaginn 9. febrúar þegar keppt verður í slaktaumatölti T2 í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Dagskrá hefst kl. 19.00 og verður sýnt frá keppninni í beinni á Alendis. Það gleður okkur að tilkynna að Íslensk Verðbréf ætla aftur að bjóða áhorfendum frítt inn í HorseDay höllina líkt og á fjórganginum.  
Picture
Í fyrra voru það Flosi Ólafsson og Forkur frá Breiðabólstað sem sigruðu nokkuð óvænt eftir hörkuspennandi keppni og verður gaman að sjá hvort þeir félagar mæti aftur til leiks til að verja titilinn. En það kemur í ljós á þriðjudaginn kl. 20:00 þegar dregið verður í rásröð í beinni útsendingu á Alendis. 
​
​
Eins og síðast verður veitingasalur HorseDay hallarinnar opinn þar sem Tómas Þóroddsson,  veitingaeigandi á Selfossi, mun sjá um mat og aðrar veigar fyir gesti og gangandi frá klukkan 17:30.


Uppboðssæti
Knapi sem vill keppa í slaktaumatölti getur keypt sér keppnisrétt sem 25. knapi kvöldsins. Skráning fer fram á info@meistaradeild.is og lýkur kl. 12:00 þriðjudaginn 7. febrúar.
Þátttökugjald er 50.000kr + vsk.. Séu fleiri en einn sem bjóða mun hæsta boð gilda. 
Comments

Aðalheiður Anna og Flóvent sigra fjórganginn í Meistaradeild Líflands 2023!

1/26/2023

Comments

 
Picture
Þá er fyrsta móti ársins í hestaíþróttum lokið. Virkilega flottar og vel útfærðar sýningar sem gerði kvöldið virkilega spennandi og skemmtilegt. Vel var mætt í höllina og var stúkan þétt setin, aðstæður voru til fyrirmyndar og var vel var tekið á móti knöpum og áhorfendum af aðstandendum HorseDay hallarinnar.
​
Eftir forkeppni var það Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sem leiddi leika nokkuð örugglega á Flóvent frá Breiðsstöðum með einkunnina 7.90.  Önnur var Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ með 7.43 og fast á hæla hennar voru Þorgeir á Váki frá Vatnsenda og Sara Sigurbjörnsdóttir og Fluga frá Oddhóli jöfn með 7.23. Því næst var það Signý Sól Snorradóttir á Kolbeini frá Horni 1 með 7.20 og síðastur inn í úrslit var Hans Þór Hilmarsson á Fáki frá Kaldbak með 7.17.
A úrslitin voru spennandi og mátti sjá knapa einbeitta í að stefna á fyrsta sætið enda mikið í húfi á þessu fyrsta kvöldi vetrarins í stigasöfnun deildarinnar. Eftir hæga töltið voru það Aðalheiður og Flóvent sem leiddu og héldu þeirri forystu nokkuð örugglega allt til enda og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar í fjórgangi Meistaradeildar Líflands 2023 með einkunnina 8.22. Önnur var nýliðinn og yngsti keppandi kvöldsins Signý Sól Snorradóttir og Kobeinn með 7.60 og Sara Sigurbjörnsdóttir og Fluga í því þriðja með einkunnina 7.40.
Picture
Liðakeppni kvöldsins sigraði lið Ganghestar/Margrétarhofs með 59 stig en liðið var með tvo knapa í úrslitum, þær Aðalheiði Önnu og  Ragnhildi en Glódís Rún keppti einnig fyrir liðið.
Picture
Við í stjórn meistaradeildar viljum þakka fyrir frábærar móttökur á fyrsta móti ársins og óskum knöpum til hamingju með árangurinn. Sjáumst næst 9. febrúar í HorseDay höllinni Ingólfshvoli þegar keppt verður í slaktaumatölti T2.
A úrslit
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum 8,20
2 Signý Sól Snorradóttir og Kolbeinn frá Horni I 7,60
3 Sara Sigurbjörnsdóttir og Fluga frá Oddhóli 7,40
4 Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ 7,37
5 Hans Þór Hilmarsson og Fákur frá Kaldbak 7,30
6 Þorgeir Ólafsson og Vákur frá Vatnsenda 7,23
​

Forkeppni
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum7,90
2 Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ7,43
3-4Þorgeir Ólafsson og Vákur frá Vatnsenda7,23
3-4 Sara Sigurbjörnsdóttir og Fluga frá Oddhóli7,23
5 Signý Sól Snorradóttir og Kolbeinn frá Horni I7,20
6 Hans Þór Hilmarsson og Fákur frá Kaldbak7,17
7 Helga Una Björnsdóttir og Bylgja frá Barkarstöðum7,13
8-9 Jóhanna Margrét Snorradóttir og Kormákur frá Kvistum7,10
8-9 Hinrik Bragason og Sigur frá Stóra-Vatnsskarði7,10
10 Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti7,00
11-12 Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási6,93
11-12 Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sigur frá Laugarbökkum6,93
13-14 Teitur Árnason og Auðlind frá Þjórsárbakka6,90
13-14 Ásmundur Ernir Snorrason og Stimpill frá Strandarhöfði6,90
15 Viðar Ingólfsson og Þormar frá Neðri-Hrepp6,83
16 Ólöf Rún Guðmundsdóttir og Snót frá Laugardælum6,80
17-19 Sigurður Sigurðarson og Leikur frá Vesturkoti6,70
17-19 Þórdís Inga Pálsdóttir og Blængur frá Hofsstaðaseli6,70
17-19 Hákon Dan Ólafsson og Hátíð frá Hólaborg6,70
20-21 Hafþór Hreiðar Birgisson og Hraunar frá Vorsabæ II 6,67
20-21 Matthías Kjartansson og Aron frá Þóreyjarnúpi 6,67
22 Ólafur Ásgeirsson og Fengsæll frá Jórvík 6,60
23 Konráð Valur Sveinsson og Seiður frá Hólum 6,53
24-25 Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli 6,17
24-25 Arnar Bjarki Sigurðarson og Adam frá Reykjavík 6,17

Picture



Comments

Ráslisti fjórgangur V1 2023

1/25/2023

Comments

 
Dregið var í ráslista í gær í beinni útsendingu á Alendis og er það orðið ljóst að við megum búa okkur undir feikna sterka fjórgangskeppni á morgun. Sigurvegarinn frá því í fyrra Leikur frá Vesturkoti mætir með knapa sínum Sigurði Sigurðarsyni og eins sjáum við bregða á leik sigurvegarann frá því 202, Vák frá Vatnsenda með nýjum knapa, Þorgeiri Ólafssyni. Ásamt þessum má sjá marga sterka hesta og knapa mæta til leiks. Ólöf Rún Guðmundsdóttir á Snót frá Laugardælum mæta í uppboðssætið og verður spennandi að sjá þær stöllur mæta til leiks. 
Picture
Comments

Tveir dagar í mót

1/24/2023

Comments

 
Picture
​Nú styttist í fyrsta mót Meistaradeildar Líflands 2023 en fjórgangur V1 er á dagskrá næstkomandi fimmtudag. Það verður spennandi að sjá okkar fremstu knapa og fá forsmekkinn af því sem í boði verður núna á ári heimsmeistaramóts.
Íslensk Verðbréf ætla bjóða á fjórganginn og verður því frítt inn fyrir áhorfendur. Í tilefni þessarar fyrstu uppákomu í HorseDay höllinni verður HorseDay á staðnum og ætla að bjóða upp á léttar veitingar og sértilboð á áskriftum fyrir gesti kvöldsins.

Matseðill kvöldsins verður eftirfarandi:
• Ofnsteikt lambalæri með bernaise, kartöflum og grænmeti
• Tælensk kjötsúpa
• Samlokur frá Vor
• Pizzusneiðar frá Kaffi Krús

Við hvetjum alla til að panta mat fyrir fram á info@ingolfshvoll.is því ef það er gert er einnig hægt að láta taka frá sæti í stúku fyrir kvöldið.

Húsið og veitingasala opnar kl. 17:30, upphitunarhestur fer í braut 18:30 og hefst svo keppnin stundvíslega kl. 19:00.

​Sjáumst sem flest í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli á fimmtudagskvöldið annars bendum við fólki á áskrift hjá Alendis.


Stjórn Meistaradeildar Líflands       ​
Comments

Búið er að opna fyrir skráningu í uppboðssæti í fjórgangskeppni Meistaradeildar Líflands

1/21/2023

Comments

 
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í svokallað Uppboðssæti í fjórgangskeppni deildarinnar sem fer fram 26. janúar næstkomandi.

Skráningarfrestur er til 
24. janúar kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu þurfa að senda tilboð á info@meistaradeild.is.
Picture
Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka taka þátt mun hæstbjóðandi gilda. Hægt er að nálgast reglurnar HÉR.

„1.6 Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem 25. knapi. Hann vinnur sér ekki inn stig nema ef knapi sé í liði í deildinni þá safnar hann stigum í einstaklingskeppninni. Þátttökugjald er 50.000 kr án VSK, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi gilda. Skráningarfrestur er hádegi á skráningardegi. Stjórn skal samþykkja knapa.“

One spot is available in the fourgait competition in the Champions League which starts January 26th. The rules of the league state that an individual rider can buy the right to compete. If more than one rider wants to participate, the highest bidder will apply. You can access the rules here https://www.meistaradeild.is/leikreglur.htm. The deadline to register is to January 24th at 12 AM. Please send an offer with registration to the email address info@meistaradeild.is if you want to compete among the best in the world. The board of the Lífland Champions league.
​
Comments

Meistaradeild Líflands 2023 hefst á keppni í fjórgangi

1/17/2023

Comments

 
Það fer senn að líða að fyrsta móti Meistaradeildar Líflands 2023. Fyrsta mótið verður fimmtudaginn 26. janúar í fjórgangi V1.
Eins og fram hefur komið verða mótin haldin í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.

​Veitingar verða í boði í veitingasalnum bæði fyrir fyrir keppni og í hléi. Tómas Þóroddsson,  veitingaeigandi á Selfossi, mun sjá um veitingarnar, heitan mat og drykki, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við hvetjum alla til að mæta tímanlega og nýta sér þessa þjónustu sem eigendur HorseDay hallarinnar eru að bjóða upp á. 
Picture
Við í stjórn meistaradeildarinnar hlökkum mikið til að tímabilið hefjist og vonumst til að sjá sem flesta í stúkunni en það verður frítt inn í höllina í boði Íslenskra verðbréfa.
Þeir sem ekki komast þá að sjálfsögðu mælum við með að allir tryggi sér áskrift hjá Alendis og fylgist 
með í beinni útsendingu.

Það er veisla fram undan! Bestu knapar landsins eru að mæta til að berjast um titilinn 2023! Hver ætli að vinni fjórganginn í ár? ​
Comments

Alendis og Meistaradeild Líflands hafa samið um sýningarrétt og framleiðslu

11/22/2022

Comments

 
Streymisveitan og framleiðslufyrirtækið Alendis og Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hafa undirritað samstarfssamning um útsendingarrétt og framleiðslu á streymis - og sjónvarpsefnis frá Meistaradeild Líflands veturinn 2023. Alendis mun taka upp deildina ásamt því að sýna beint frá henni á Alendis í vetur. 
Meistaradeild Líflands verður streymt á 3 tungumálum, íslensku, þýsku og ensku. Öll þáttagerð í kringum deildina verður einnig í höndum Alendis. Mótin verða alls sex talsins, fimm fara fram á Ingólfshvoli og skeiðmótið fer fram á Brávöllum Selfossi.
Picture
Á mynd Sigurbjörn Eiríksson framkvæmdastjóri Meistaradeildar Líflands og Hrefna María Ómarsdóttir framkvæmdastjóri Alendis undirritaðu samninginn í dag á Logos Lögmannsstofu.
Comments

Meistaradeild líflands hefur samið við eigendur Ingólfshvols

11/20/2022

Comments

 
Meistaradeild Líflands hefur samið við eigendur Ingólfshvols um að öll reiðhallarmót deildarinnar verði haldin á Ingólfshvoli keppnistímabilið 2023. Á Ingólfshvoli er hægt að bjóða upp á upphitunarsvæði innandyra sem er tengt keppnissvæðinu og er orðið algjört lykilatriði fyrir bæði hesta og knapa. Skeiðmótið verður síðan haldið á Brávöllum á Selfossi í samstarfi við Sleipni og Skeiðfelagið.
Hér má sjá dagsetningar á keppnum Meistaradeild Líflands 2023:
26. janúar - Fjórgangur
9. febrúar - Slaktaumatölt
3. mars - Fimmgangur
23. mars - Gæðingafimi
8. apríl - Gæðingaskeið og 150m skeið
15. apríl - Tölt og 100 m skeið Lokahátið




Á mynd frá vinstri: Björn Jakob Björnsson, Ingunn Guðmundsdóttir og Reynir Örn Plálmason

Picture
Frá vinstri Björn Jakob Björnsson, Ingunn Guðmundsdóttir og Reynir Örn Pálmason

Comments

Auglýst er eftir liðum í meistaradeild líflands í hestaíþróttum fyrir árið 2023

7/22/2022

Comments

 
Picture
Meistaradeild í hestaíþróttum auglýsir eftir liðum til þátttöku í mótaröð deildarinnar árið 2023, lokadagur til að skila inn umsókn er 25. ágúst 2022. Senda skal umsóknina á netfangið info@meistaradeild.is. Í umsókninni þarf að koma fram hverjir eru liðseigendur og knapar liðsins.
Hægt er að nálgast leikreglur Meistaradeildarinnar inn á heimasíðu deildarinnar https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html

Comments

Annað árið í röð sem Árni Björn sigrar einstaklingskeppnina og Top Reiter liðakeppnina

4/8/2022

Comments

 
Picture
Nú er síðasta keppniskvöldi í Meistaradeild Líflands lokið. Margir lögðu leið sína í Ölfushöllina á Ingólfshvoli í kvöld til að horfa á síðustu sýningar hjá knöpum og hestum í deildinni. A-úrslit í tölti voru sannkölluð veisla og margir úrvals skeiðsprettir voru lagðir í gegnum höllina. Í tölti sigraði Jóhanna Margrét Snorradóttir á Bárði frá Melabergi með einkunina 7.83 en hún keppti sem villiköttur fyrir lið Hestvits. Í fljúgandi skeiði sigraði hinn þaulreyndi skeiðknapi Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarháleigu II á tímanum 5.64.
 
Lið Hrímnis/Hest.is hlaut liðaplattann fyrir töltið með 52.5 stig. En það voru þeir Flosi Ólafsson, Viðar Ingólfsson og Arnar Bjarki Sigurðarson sem kepptu fyrir lið Hrímnis/Hest.is.

Lið Top Reiter hlaut liðaplattann fyrir fljúgandi skeið með  48.5 stig og stendur uppi sem sigurvegari í liðakeppni deildarinnar með 377.5 stig. En lið Top Reiter sigraði einnig liðakeppnina í fyrra.

Árni Björn sigraði örugglega einstaklingskeppnina með 64.5 stig. Er það annað árið í röð sem hann stendur upp sem sigurvegari einstaklingskeppninar.  Í öðru sæti varð Teitur Árnason liðsfélagi hans í liði Top Reiter  með 42 stig. Í því þriðja varð Mette Mannseth með 24 stig.

Við óskum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn. Þökkum öllum fyrir samveruna í vetur og fyrir frábært tímabil.

Hlökkum til að sjá ykkur á næsta ári.
Hér að neðan má sjá niðurstöður kvöldsins
Picture
Picture
Picture
Picture
Comments

Ráslistar fyrir lokamót meistaradeildar í t1 og fugskeiði

4/8/2022

Comments

 
Picture
Picture
Comments
<<Previous
Höfundaréttur © 2008-2021 I Meistaradeild Líflands í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Auðsholtshjáleiga / Horseexport
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Storm Rider/Austurkot
    • Top Reiter
  • Fréttir/News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Dagskrá/Schedule
  • Úrslit/Results