Það fór svo að Þorgeir Ólafsson og Aþena frá Þjóðólfshaga 1 voru ótvíræðir sigurvegarar kvöldsins eftir að hafa leitt forkeppnina með 7,47 í einkunn og héldu þeirri forystu í úrslitum og unnu með 7,88. Í öðru sæti voru Jón Ársæll Bergmann og Harpa frá Höskuldsstöðum með einkunnina 7.81 og í því þriðja Ásmundur Ernir Snorrason og Askur frá Holtsmúla 1 með einkunnina 7.60. Lið Sumarliðabæjar sigraði í liðakeppni kvöldsins með 58 stig en allar þrír knapar liðsins voru í A-úrslitum, þeir Þorgeir Ólafsson, Jón Ársæll Bergmann og Benjamín Sandur Ingólfsson. Lið Sumarliðabæjar leiðir nú liðakeppnina með 142.5 stig, Hjarðartún í öðru sæti með 110.5 stig og Topreiter í þriðja með 105.5 stig. Nóg er eftir að stigum í pottinum að loknum 3 greinum en 5 greinar eru eftir. Spennan var mikil fyrir kvöldinu, glæsileg hross voru skráð til leiks og var áhorfendastúkan í höllinni þéttsetinn en það var Toyota Selfossi sem bauð frítt í stúkuna. Næsta keppnisgrein í Meistaradeildinni er Gæðingalist sem fer fram föstudaginn 14.mars næstkomandi í HorseDay höllinni. Hægt er að byrja panta í hið margómaða hlaðborð og fá þar með fráttekið sæti á besta stað í stúkunni. Tryggið ykkur sæti HÉR og sjáumst þá!
|
|