Næstkomandi laugardag, 29. mars, verður fyrsta skeiðmót ársins þegar keppt verður í 150 metra skeiði og gæðingaskeiði í Meistaradeild Líflands.
Keppni hefst klukkan 13:00 á Brávöllum, Selfossi og hvetjum við alla hestaáhugamenn til að mæta á staðinn og sjá vökrustu hesta landsins etja kappi Fyrir þá sem ekki komast verður mótið sýnt í beinni útsendingu á www.eidfaxitv.is, þar sem einnig verða tekin viðtöl við keppendur og aðra gesti og reynt að fanga stemminguna eins og hún gerist best heim í stofu. Dregið verður í rásröð í beinni útsendingu hjá EiðfaxaTV fimmtudaginn 27. mars en þá mun koma í ljós hverjir mæta til leiks. Ekki láta það fram hjá ykkur fara. Sjáumst á Selfossi! |
|