Meistaradeildin í hestaíþróttum hefur endurnýjað samning sinn um að allir innanhúsviðburði Meistaradeildarinnar verði haldnir í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli, líkt og síðastliðin tvö ár. Höllin hefur reynst frábær vettvangur fyrir keppnirnar þar sem aðstaðan er ein sú besta sem í boði er á Íslandi í dag, bæði fyrir knapa og áhorfendur. Að auki verða veitingar áfram í boði í veislusalnum, þar sem gestir geta slakað á og notið þess að vera í góðum félagsskap hestamanna.
Meistaradeild Líflands vonar að þetta samstarf muni tryggja góða upplifun fyrir alla sem taka þátt í eða fylgjast með deildinni. Sjáumst í HorseDay höllinni 23. janúar þegar keppni hefst á fjórgangi. Stjórn Meistaradeildarinnar. |
|