Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefur gert samning við Eiðfaxa TV um að streyma beint frá viðburðum deildarinnar í vetur. Þessi samningur mun tryggja áhorfendum greiðan aðgang að viðburðum deildarinnar sem eiga ekki heimangengt í HorseDay höllina á keppniskvöldum. Eiðfaxi TV hefur skuldbundið sig um að gera Meistaradeildinni góð skil bæði í útsendingum og í annarri þáttagerð.
Keppnistímabilið í vetur hefst á keppni í fjórgangi í HorseDay höllinni, Ingólfshvoli, þann 23. janúar. Við hlökkum til spennandi vetrar í hestaíþróttum og vonumst til að sem flestir fylgist með okkur á Eiðfaxi TV. Stórn Meistaradeildarinnar |
|