MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News (EN)
  • Aktuelles (DE)
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule

GÆÐINGALIST 2025: ÚRSLIT

15/3/2025

 
Picture
Keppt var í Meistaradeild Líflands í HorseDay höllinni í gær í Gæðingalist.  Litlu sem engu munaði í einkunn á tveim efstu sætunum, þeim Ásmundur Erni Snorrasyni á Hlökk frá Strandarhöfði og Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur á Flóvent frá Breiðstöðum. Ásmundur Ernir og Hlökk frá Strandarhöfði voru það par sem hæsta einkunn hlutu fyrir ákaflega kraftmikla og glæsilega sýningu og hlutu í einkunn 8,43. Aðalheiður og Flóvent lentu í öðru sæti með einkunnina 8.40. Í þriðja sæti voru Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ með 8.07. 
Picture
Stigahæsta lið kvöldsins var Ganghestar/Margrétarhof en fyrir hönd þeirra kepptu þau Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Ragnhildur Haraldsdóttir og villikötturinn Bergur Jónsson. Lið Sumarliðabæjar leiðir enn liðakeppnina með 176.5 stig, Hjarðartún í öðru sæti með 155.5 stig og Ganghestar/Margrétarhof í þriðja með 150.5 stig. Nóg er eftir að stigum í pottinum að loknum 4 greinum en 4 greinar eru eftir. 
Picture
Mikið var af glæsilegum sýningum og var ótrúlegt að sjá tilþrif kvöldsins og hversu undirbúin knapar og hross voru fyrir kvöldinu. Margir gerður sér ferð á Ingólfshvol til að fylgjast með en það var Hydroscand á Íslandi sem bauð frítt í stúkuna. Næsta keppnisgrein í Meistaradeildinni er skeiðmótið sem fer fram laugardaginn 29. mars næstkomandi á Brávöllum á Selfossi. Sjáumst þar!
Picture
1 Ásmundur Ernir Snorrason Hrímnir / Hest.is 8.43
2 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ganghestar / Margrétarhof 8.40
3 Ragnhildur Haraldsdóttir Ganghestar / Margrétarhof 8.07
4 Eyrún Ýr Pálsdóttir Top Reiter 7.87
5 Helga Una Björnsdóttir Hjarðartún 7.83
6 Jakob Svavar Sigurðsson Hjarðartún 7.77
7 Þorgeir Ólafsson Sumarliðabær 7.67
8 Jón Ársæll Bergmann Sumarliðabær 7.60
9 Bergur Jónsson VILLIKÖTTUR Ganghestar / Margrétarhof 7.57
10 Arnhildur Helgadóttir Hjarðartún 7.50
11 Jóhanna Margrét Snorradóttir Hestvit / Árbakki 7.47
12 Glódís Rún Sigurðardóttir Hestvit / Árbakki 7.47
13 Hanne Oustad Smidesang Fet / Pula 7.40
14 Gústaf Ásgeir Hinriksson Hestvit / Árbakki 7.30
15 Ólafur Andri Guðmundsson VILLIKÖTTUR Fet / Pula 7.30
16 Teitur Árnason Top Reiter 7.03
17 Védís Huld Sigurðardóttir Sumarliðabær 6.93
18 Valdís Björk Guðmundsdóttir Hrímnir / Hest.is 6.87
19 Bylgja Gauksdóttir Fet / Pula 6.73
20 Benedikt Ólafsson VILLIKÖTTUR Top Reiter 6.63
21 Viðar Ingólfsson Hrímnir / Hest.is 0.00
Höfundaréttur © 2008-2025 I Meistaradeild Líflands í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News (EN)
  • Aktuelles (DE)
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule