Top Reiter

Lið Top Reiter hefur verið sigursælt í Meistaradeildinni en það sigraði liðakeppnina árin 2012, 2013, 2014 og 2017. Top Reiter liðið er nokkuð breytt frá því í fyrra en Teitur Árnason, Árni Björn Pálsson og Matthías Leó Matthíasson eru enn í liðinu en með þeim í vetur verða þær Agnes Hekla Árnadóttir og Hanne Smidesang.  

Agnes Hekla Árnadóttir er útskrifaður reiðkennari og tamningamaður frá Háskólanum á Hólum. Hún starfar við tamningar á Blesastöðum 1A en hún hefur átt góðu gengi að fagna á keppnisvellinum. Hún hefur hlotið nokkra Íslandsmeistaratitla, verið í íslenska landsliðinu og orðið Reykjavíkurmeistari t.d. í fimmgangi  í fyrsta flokki árið 2017. 

Árni Björn Pálsson er útskrifaður sem tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla og stundar tamingar og þjálfun á Oddhól á Rangárvöllum. Hann hefur staðið sig gríðarvel á keppnisbrautinni undanfarin ár. Hann varð Íslandmeistari þrjú ár í röð 2012-2014 og aftur árið 2016 og sigraði tölt á Landsmóti bæði 2014 og 2016. Árni Björn sigraði einstaklingskeppni Meistaradeildarinnar árið 2014, 2015 og 2016 og var valinn kynbótaknapi árins 2013 og knapi ársins 2014 og 2016.

Hanne Smidesang er frá Noregi en hún starfar við tamningar í Vesturkoti á Skeiðum. Hún hefur fjórum sinnum orðið norskur meistari í slaktaumatölti og var einnig í A úrslit á HM í Berlín 2013 í sömu grein. Hún hefur margsinnis verið í norska landsliðinu og var m.a. í A úrslitum á Norðurlandamótinu 2014

Matthías Leó Matthíasson stundar tamingar og þjálfun að Hvoli í Ölfusi. Hann hefur unnið við tamningar og þjálfun í meira en 10 ár til dæmis á Kjartansstöðum og í Þjóðólfshaga. Matthías vann fjórgang á Reykjavíkurmeistaramótinu 2015 í fyrsta flokki og var fjórði á Íslandsmóti 2015.

Teitur Árnason  er tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla og starfar við tamningar og þjálfun á Hvoli í Ölfusi. Teitur hefur átt góðu gengi að fagna á keppnisbrautinni, þrátt fyrir ungan aldur, og þá sérstaklega í skeiðgreinum en hann gerði sér lítið fyrir og landaði Heimsmeistaratitli í gæðingaskeiði árið 2015 og varð annar í 250 m skeiði. Teitur var valinn skeiðknapi ársins 2014 og 2015. Á síðasta ári varð hann svo Norðurlandameistari í gæðingaskeiði.

 

 

Top Reiter hefur verið í reiðtygjaframleiðslu síðan 1989 og framleiðir fjölbreytt úrval af hágæða vörum eins og hnökkum, reiðtygjum og fatnaði. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á hestabúgarðinum Hrafnsholti í Þýskalandi og eru Top Reiter vörurnar seldar út um allan heim. Eigendur eru þeir feðgar Herbert Ólason og Ásgeir Svan Herbertsson. Verslunin Top Reiter í Ögurhvarfi var opnuð í desember 2007. Þar er að finna flest allt sem þarf til hestamennskunnar. Top Reiter vörurnar fást einnig í einhverjum mæli í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi og í verslunum Líflands víðsvegar um landið. 


Facebook slóðir
Vefslóðir

Meðlimir


Árni Björn Pálsson
arnibjorn@icloud.com

Teitur Árnason
tear@mail.holar.is

Matthías Leó Matthíasson

Agnes Hekla Árnadóttir

Hanne SmidesangFara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á stöð 2 sport - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Áskrift Stöð 2 Sport Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.