Gangmyllan

Gangmyllan var í fyrsta skipti með lið í Meistaradeildinni árið 2013. Liðstjóri er Bergur Jónsson en með honum eru Olil Amble, Elin Holst, Sigurður Sigurðarson og Ævar Örn Guðjónsson.  

Bergur Jónsson, liðsstjóri, hefur verið viðloðandi hestamennsku frá barnæsku.  Hann er frá Ketilsstöðum og hefur verið áberandi í keppni í áratugi. Hann hefur sýnt fjöldan allan af hrossum úr eigin ræktun og náð mjög góðum árangri á keppnisbrautinni. Hefur hann og Katla frá Ketilsstöðum vakið mikla athygli en þau urðu Íslandsmeistarar í tölti 2017 og sýndi hann hana í hæsta dóm sem klárhryssa hefur hlotið, sumarið 2017. Bergur vann einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni 2017.

Elin Holst er norsk en búin að vera vinna fyrir þau Olil og Berg á Syðri-Gegnishólum síðast liðin 10 ár. Elin hefur náð góðum árangri bæði á kynbótabrautinni sem og á keppnisbrautinni. Hún og hestur hennar Frami frá Ketilsstöðum hafa gert það mjög gott en þau sigruðu fjórganginn, slaktaumatöltið og urðu samanlagðir fjórgangs sigurvegarar á Íslandsmótinu 2016 sem og B flokkinn á Landsmóti 2018. 

Olil Amble á langan feril sem keppniskona og hefur margoft tekið þátt í heimsmeistaramótum og norðurlandamótum auk þess að hafa hlotið nokkrum sinnum íslandsmeistaratitla, m.a. á fjórgangshestinum Suðra frá Holtsmúla.

Sigurður Sigurðarson rekur tamningastöð á Þjóðólfshaga ásamt eiginkonu sinni. Sigurður er fyrsti sigurvegari Meistaradeildarinnar en hann sigraði hana árið 2001 og svo aftur árið 2011. Hann hefur verið nokkrum sinnum verið í íslenska landsliðinu, er heimsmeistari, margfaldur Íslandsmeistari, fyrrum heimsmethafi í 100m skeiði. Hann sigraði B flokk gæðinga á LM2014 og er sá knapi sem hefur sigrað allar hringvallargreinar fullorðina á Landsmóti. Sigurður er gæðingaknapi ársins 2012.

Ævar Örn Guðjónsson er menntaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hann hefur starfað sem tamningamaður og þjálfari hjá Hestum ehf. síðustu ár i hestamannafélaginu Spretti. Ævar hefur verið ötull bæði á keppnisbrautinni og kynbótabrautinni.

 

Gangmyllan er fyrirtæki sem Olil Amble og Bergur Jónsson stofnuðu i kringum hrossarækt, hestasölu og reiðkennsluna sína. Gangmyllan er staðsett í Syðri Gegnishólum í Flóhreppi, um 10 km. frá Selfossi. Undir Gangmylluna sameinast Ketilstaðahrossin, ræktun Bergs Jónssonar og ræktun Olil Amble sem er kennd við Stangarholt, Selfoss og nú Syðri Gegnishóla. Þau Olil og Bergur bjóðum upp á söluhross, hvort sem það eru kynbótahross, keppnishross eða reiðhestar. Einnig bjóða þau upp á margþætta kennslu, einkakennslu og hópkennslu á eigin hestum sem og einkakennslu á þeirra eigin hestum. Þau Olil og Bergur hafa látið mikið að sér kveða í ræktuninni og voru m.a. valin ræktunarmenn ársins 2012, 2015 og 2016 en 2015 og 2016 voru þau einnig valin ræktunarbú keppnishesta.

 

Facebook slóðir
Vefslóðir


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.