Torfhús retreat

Fyrsta árið sem liðið tekur þátt í deildinni en liðstjóri er Sigurbjörn Bárðason en aðrir meðlimir eru Agnes Hekla Árnadóttir, Arnar Bjarki Sigurðsson, Hanne Smidesang og John K. Sigurjónsson. Öll hafa þau áður tekið þátt í deildinni fyrir utan Arnar Bjarka Sigurðsson en þetta er fyrsta árið hans. 

Sigurbjörn Bárðarson, liðstjóri, er sigraði Meistaradeildina árin 2002, 2009 og 2010. Sigurbjörn hefur unnið flesta titla sem hægt er að vinna í hestaíþróttum ásamt því að vera eini hestamaðurinn sem hefur hampað titlinum íþróttamaður ársins. Sigurbjörn er skeiðknapi ársins 2012.

Arnar Bjarki Sigurðsson er menntaður reiðkennari og þjálfari frá Háskólanum á Hólum. Hann hefur keppt mikið í gegnum tíðina, þar á meðal nokkrum sinnum í íslenska landsliðinu. Arnar starfar á Sunnuhvoli og er einnig kynbótadómari.

Flosi Ólafsson er menntaður reiðkennari og tamningamaður frá Háskólanum á Hólum. Hann starfar nú við tamningar og þjálfun í Hafnarfiði. Flosi byrjaði ungur að ná góðum árangri bæði á keppnis- og kynbótavellinum en hann sýndi meðal annars Fork frá Breiðabólsstað landsmótssigurvegara í 5 vetra flokki stóðhesta árið 2016. 

Hanne Smidesang er frá Noregi en hún starfar við tamningar á Selfossi. Hún hefur fjórum sinnum orðið norskur meistari í slaktaumatölti og var einnig í A úrslit á HM í Berlín 2013 í sömu grein. Hún hefur margsinnis verið í norska landsliðinu og var m.a. í A úrslitum á Norðurlandamótinu 2014.

John Kristinn Sigurjónsson er tamningamaður FT og þjálfar hross í Fáki í Reykjavík. John hefur verið að gera góða hluti í keppni og kynbótasýningum á undanförnum árum.  John sigraði m.a. fimmgang meistaradeildarinnar 2012 á stóðhestinum Konsert frá Korpu.


Facebook slóðir
Vefslóðir

Meðlimir


Hanne SmidesangFara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.