MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule

ÚRSLIT: LOKAMÓT MEISTARADEILDAR LÍFLANDS 2025

5/4/2025

 
Picture
Lokamót Meistaradeildar Líflands 2025 fór fram í troðfullri HorseDay höllinni á Ingólfshvoli í gær, föstudaginn 4. apríl. Það var allt lagt undir en síðustu stig tímabilsins voru í boði og spennan í hámarki þegar sterkustu knapar landsins stigu á svið. Keppt var í Tölt T1 og Flugskeiði í gegnum höllina en úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu sprettum kvöldsins!

TÖLT: ÁSMUNDUR OG HLÖKK SIGRA MEÐ MAGNAÐA SÝNINGU

Picture
Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði heilluðu dómara og áhorfendur með kraftmikilli og glæsilegri frammistöðu. Þau unnu sannfærandi sigur í töltinu með einkunnina 9,06 og tryggðu sér þar með verðmæt stig í einstaklingskeppninni. En þessa má geta að þetta er hæsta einkunn sem gefin hefur verið í Tölti í Meistaradeildinni. Í 2. sæti komu Þorgeir Ólafsson og Aspar frá Hjarðartúni og var frammistaða þeirra glæsileg í þeirra fyrstu keppni og hlutu þeir einkunnina 8,61. Í 3. sæti voru það Gústaf Ásgeir Hinriksson á hinni fasmiklu Össu frá Miðhúsum og hlutu einkunnina 8,44. Það voru frábærir tölthestar og knapar sem settu tóninn fyrir kvöldið!
​ 
​Það var lið Sumarliðabæjar sem sigruðu liðakeppnina í Tölti og stóðu efst í heildar liðakeppninni með 290 stig fyrir skeiðið. Hjarðartún var þá í 2. sæti með 280,5 stig og Topreiter með 257 stig í 3. sæti. 
Picture
Í einstaklingskeppninni skaut Ásmundur Ernir sér aftur í toppsætið með 51 stig. Þorgeir í 2. sæti með 43.5 stig og Eyrún Ýr, sem var efst fyrir kvöldið, komin í 3. sæti. Þegar þarna var komið við sögu var stutt á munum í bæði einstaklings og liðakeppninni og því ljóst að gott gengi í Flugskeiðinu myndi ráða úrslitum í því hverjir stæðu efstir eftir kvöldið og  myndu sigra Meistaradeild Líflands 2025!

Flugskeið: Konráð Valur og Kastor fóru hraðast

Picture
Í flugskeiðinu munaði örfáum sekúndubrotum á efstu knöpum. Það var þó Konráð Valur Sveinsson á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk sem flaug hraðast yfir marklínuna á tímanum 5.64 og tryggðu sér sigurinn. En það fór svo að liðsfélagar hans röðuðu sér í næstu tvö sætin og hlaut því Topreiter fullt hús stiga í liðakeppninni og sigruðu hana með miklum yfirburðum. En Eyrún Ýr Pálsdóttir og Friðsemd frá Kópavogi voru í 2. sæti á tímanum 5.76 og Árni Björn Pálsson og Ögri frá Horni 1 í 3. sæti á tímanum 5.58 – allt þaulvanir skeiðsnillingar.
Picture

Einstaklingskeppnin 2025

Picture
Að loknu Flugskeiðinu ríkti mikil eftirvænting hvernig stigin myndu raðast og hvort hún myndi breytast frá því í töltinu. Ásmundur, sem leiddi fyrir skeiðið, kom stigalaus út úr skeiðinu sem reyndist honum dýrkeypt. En með frábærum árangri Eyrúnar í skeiðinu, sem tryggi henni 10 stig, innsiglaði hún þar með sigur í einstaklingskeppninni með 53 stig og sigrar Meistaradeild Líflands 2025. Eyrún Ýr hefur átt frábært og jafnt tímabil í vetur og fengið stig úr öllum greinum nema einni.  Einungis tveimur stigum á eftir henni var Ásmundur Ernir með 51 stig. Ásmundur átti einnig góðu gengi að fanga og var með flesta sigra í vetur, eða þrjá, en stigalaus út úr öllum skeiðgreinum sem reyndust honum dýrkeypt. Einungis hálfu stigi á eftir Ásmundi var Þorgeir Ólafsson með 50.5 stig - og þar með voru efstu þrjú sætin í einstaklingskeppninni ráðin eftir gríðarlega spennandi samkeppni í allan vetur. 

Liðakeppnin 2025

Picture
Það var hart barist allt tímabilið í liðakeppni Meistaradeildar Líflands 2025 – en það var á lokamótinu sem úrslitin réðust. Eftir æsispennandi kvöld og spennu upp á síðasta stig voru það knaparnir í Sumarliðabæ tryggðu sér sigurinn með 323 stig.
Keppnin var svo jöfn að aðeins sex stig skildu á milli þeirra og næsta liðs Topreiter sem kom sterkt inn eftir Flugskeið með fullt hús stiga sem dugði þó ekki til. Hjarðartún fylgdi svo þétt á eftir í 3. sæti með 313,5 stig og setti pressu á toppsætin allt til enda. Það var krafturinn, samheldnin og breiddin í liði Sumarliðabæjar sem gerði gæfumuninn. Þeir höfðu sýnt stöðugleika allt tímabilið, en þegar mest á reyndi, stigu þeir upp og innsigluðu sigurinn í einni hörðustu liðakeppni sem deildin hefur séð.
Meistaradeild Líflands 2025 lauk með látum – fullt hús, gæsahúðastemning og topp knapar sem sýndu að Meistaradeild Líflands er ein sterkasta keppni í Íslandshestaheiminum í dag. Nú tekur við biðin eftir næsta tímabili – en það verður erfitt að toppa þessa stemningu, áræðni og samheldi sem við höfum orðið viti af í vetur.

Stjórn Meistaradeildarinnar vill þakka knöpum, liðseigendum, styrktaraðlinum og ekki síst þeim sjálfboðaliðum sem hafa komið að deildinni í vetur. Án ykkar hefði þetta ekki tekist! Að lokum viljum við óska knöpum og liðseigendur til hamingju með árangurinn ykkar!

Takk fyrir okkur.
​Stjórn Meistaradeildar Líflands!
Höfundaréttur © 2008-2025 I Meistaradeild Líflands í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule