MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule

Gæðingafimi næsta keppnisgrein meistaradeildar

13/3/2022

Comments

 
Picture
 Föstudaginn 18.mars verður keppt í Gæðingafimi í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum á Ingolfshvoli í Ölfusi.

Gæðingafimi er gríðarlega krefjandi keppnisgrein þar sem reynir á ganghæfileika og þjálfunarstig hests og knapar þurfa að koma vel undirbúnir til leiks. Keppendur fá allt að 5 min til að sýna það besta sem hesturinn hefur upp á að bjóða og nú í ár verður í fyrsta skipti keppt eftir reglum LH.

Hart var barist í fyrra í úrslitum, þar voru þaulvanir hestar og knapar. Jakob Svavar Sigurðsson sigraði með frábærlega vel útfærða og glæsilega sýningu á hestinum Hálfmána frá Steinsholti og 8.60 í einkunn. Nú í ár er mikið um nýja hesta og knapa sem spennandi verður að fylgjast með hvernig til tekst.

Frítt er inn í höllina fyrir áhorfendur. Húsið opnar kl. 17 Boðið verður upp á sunnlenska kjötsúpu og drykki í öllum stærðum og gerðum.

Knapi sem vill keppa í Gæðingafimi í Meistaradeildinni getur keypt sér keppnisrétt sem 25 knapi. Skráning fer fram á [email protected] og lýkur á hádegi kl 12 miðvikudaginn 16.mars. Þátttökugjald er 50.000kr. Hér er hægt að nálgast reglur um uppboðssæti meistaradeildar https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html.

Hlökkum til að sjá ykkur :)
Comments
Höfundaréttur © 2008-2025 I Meistaradeild Líflands í Hestaíþróttum I Allur réttur áskilinn.
  • Liðin/Teams
    • Fet/Pula
    • Ganghestar / Margrétarhof
    • Hestvit / Árbakki
    • Hjarðartún
    • Hrímnir / Hest.is
    • Sumarliðabær
    • Top Reiter
  • Fréttir
  • News
  • Meistaradeild
    • Dómarar/Judges
    • Stjórn/Board
    • Sagan
    • Leikreglur >
      • Gæðingalist
    • Samþykktir
    • Sigurvegarar/Winners
  • Staða/Position
  • Úrslit/Results
  • Dagskrá/Schedule